Lífið

Lady Gaga-jakki Veru boðinn upp

Jakki sem fatahönnuðurinn Vera Þórðardóttir hannaði fyrir poppsöngkonuna frægu Lady Gaga er nú á uppboði á einni helstu uppboðssíðu Los Angeles, Julienslive.com. Jakkanum klæddist Lady Gaga er hún kom fram á árlegri góðgerðaskemmtun Eltons John árið 2010. Gert er ráð fyrir að jakkinn seljist á allt að sex þúsund dollara, eða um 750 þúsund íslenskar krónur. Vera er búsett í London en fylgist spennt með uppboðinu.

Lífið

Felur "fjársjóði“ á tökustöðum

Íslenskir og erlendir ferðalangar geta núna tekið þátt í ævintýralegri "fjársjóðsleit“ hér á landi tengdri kvikmyndum. Geocache er vinsæl alþjóðleg "fjársjóðsleit“ eða ratleikur sem styðst við GPS-tækni. Leikurinn gengur út á að hver sem er getur falið "fjársjóðsbox“ hvar sem er í heiminum í gegnum síðuna geocaching.com.

Lífið

Af Broadway í bíóhús

Söngvamyndin Rock of Ages var frumsýnd í kvikmyndahúsum í gær. Leikstjóri myndarinnar er Adam Shankman, en sá gerði einnig söngvamyndina Hairspray.

Lífið

Brast í grát vegna veikinda Jacks Osbourne

Sharon Osbourne brast í grát er hún ræddi veikindi sonar sín í sjónvarpsþættinum The Talk fyrir stuttu. Jack Osbourne, sonur Sharon og Ozzy Osbourne, greindist nýverið með MS, aðeins 26 ára að aldri. Osbourne þakkaði fyrir allar þær heillaóskir sem borist hafa fjölskyldunni frá því að greint var frá sjúkdómi sonar hennar áður en hún brast í grát. „Það sem ég er að gera núna hjálpar engum því ég er full sjálfsvorkunar. Þá er betra að hugsa jákvætt,“ sagði Osbourne sem er einn af þáttastjórnendum The Talk sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni CBS.

Lífið

Bieber-inn í góðum gír með tengdó

Ungstirnið Justin Bieber er orðinn náinn fjölskyldu kærustu sinnar, Selenu Gomez en hann sást á góðgerðakvöldverði ásamt móður Gomez og stjúpföður á dögunum. Bieber sat á fjölskylduborðinu og þykir það gefa auga leið að hann hafi verið samþykktur af tengdafjölskyldu sinni en kærustuparið sat hlið við hlið við borðhaldið.

Lífið

Óánægð á hummus- og radísukúr

Leikkonan Anne Hathaway fer með hlutverk í söngvamyndinni Les Miserables og þurfti að grenna sig töluvert fyrir það. Hathaway segir í viðtali við tímaritið Allure að það hafi reynst henni erfitt að þola megrunarkúrinn sem hún var sett á.

Lífið

Bobby Brown giftir sig

Tónlistarmaðurinn Bobby Brown gekk að eiga umboðsmann sinn, Aliciu Etheregde á Hawai á mánudaginn. Athöfnin var haldin að viðstöddum nánustu vinum og ættingjum þeirra en Brown fór niður á hnén fyrir Etheregde á uppseldum tónleikum með sveit sinni New Edition árið 2010.

Lífið

Lesendur Vísis velja lögin á safnplötu Botnleðju

Í tilefni af endurkomu Botnleðju standa X-ið 977 og Vísir fyrir kosningu um bestu lög Botnleðju. Lesendur eru hvattir til að fara á slóðina visir.is/botnledja og velja þar þau lög sem þeim finnst standa upp úr. Þau lög sem fá flest atkvæði munu síðan prýða safnplötu Botnleðju sem kemur út í haust. Þegar rennt er yfir listann sést hversu glæsilegt lagasafn Botnleðju er og ætti enginn að lenda í vandræðum með að finna sér lög til að kjósa.

Tónlist

Angelina með horn á höfði

Leikkonan Angelina Jolie, 37 ára, var mynduð við tökur á nýrri kvikmynd Maleficent í Englandi í gærdag. Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá að Angelina er með horn á höfði í síðum kufli og eldrauðar varirnar...

Lífið

Svartklædd Gaga

Söngkonan Lady Gaga, 26 ára, brosti blítt þegar hún var mynduð í Sydney í Ástralíu í gærdag klædd í hælaskó sem fóru ekki fram hjá neinum...

Tíska og hönnun

Sjómenn héldu vígalega ofurhetjukeppni

„Við bjuggum okkur bara til ofurhetjubúninga,“ segir Örvar Helgason, háseti á frystitogaranum Venusi, sem ásamt áhöfn sinni blés til keppni um flottasta ofurhetjubúninginn á þjóðhátíðardaginn. „Þetta byrjaði allt með því að við horfðum á heimildamynd um alvöru ofurhetjur í Bandaríkjunum. Svona ruglað fólk sem klæðir sig upp í búninga og reynir að stöðva glæpi á nóttinni,“ segir Örvar. Eftir áhorfið hófu félagarnir að útbúa eigin ofurhetjugervi og héldu keppni þar sem þeir sprönguðu um togarann í búningunum í tvo tíma. Ekki var þó hægt að velja sigurvegara enda um of flotta búninga að ræða að sögn Örvars.

Lífið

Samdi nýja skáldsögu sem er framhald Borgríkis

"Það er ótrúlega skemmtilegt að skrifa bók með karakterum sem voru algjörlega lifandi í höfðinu á manni,“ segir rithöfundurinn Óttar Martin Norðfjörð. Hann sendir í haust frá sér skáldsöguna Blóð hraustra manna. Hið óvenjulega er að hún er framhald glæpamyndarinnar Borgríkis sem kom út á síðasta ári við góðar undirtektir. Til stendur að byggja framhaldmynd hennar, sem er í undirbúningi, að stórum hluta á sögu Óttars

Menning

Leikur ný lög á Flóru

„Ég spila á flest hljóðfæri á nýju plötunni,“ segir Ólöf Arnalds sem leikur lög af væntanlegri breiðskífu sinni, Sudden Elavation, í bland við tónsmíðar af fyrri plötum og eftir aðra tónlistarmenn á tvennum tónleikum á Café Flóru í Grasagarðinum á morgun og hinn.

Tónlist

Hleypur 70 kílómetra á Esju

„Esjan er alltaf lúmsk,“ segir Sigurður Kiernan, framkvæmdastjóri Investum Holdings, sem hyggur á 70 kílómetra hlaup á Esjunni næsta laugardag í nýja íslenska ofurhlaupinu Mt. Esju Ultra Xtreme. Þátttakendur hlaupsins geta valið milli tveggja, fimm eða tíu ferða upp og niður Esjuna, eða 14, 35 og 70 kílómetra.

Lífið

Ekki hrifinn af Bundchen

Karlfyrirsætan David Gandy hefur barist ötullega fyrir launajöfnuði innan fyrirsætubransans, en kvenfyrirsætur fá að jafnaði töluvert hærri laun en karlfyrirsætur. Að auki segir Gandy að sumar ofurfyrirsæturnar séu hortugar og erfiðar að vinna með.

Tíska og hönnun

Ostwald Helgason hrósað í hástert

Tískumerkið Ostwald Helgason, eftir hönnuðina Ingvar Helgason og Susanne Ostwald, hefur notið sívaxandi vinsælda fyrir fallega og skemmtilega hönnun sína. Söngkonan Rihanna meðal annars peysu frá merkinu í myndbandinu við lagið Only Girl í fyrra. Um síðustu helgi var hún síðan í Ostwald Helgason-jakka í veislu á vegum plötuútgáfunnar Def Jam í Los Angeles.

Lífið

Einfalt en margslungið

Þriðja plata Hildar Guðnadóttur fyrir Touch-útgáfuna er athyglisvert sambland af raftónlist og nýklassík. Á heildina litið er þetta mjög flott verk sem virkar best spilað á góðum styrk. Í senn einfalt og margslungið.

Gagnrýni

Rolling Stones hættir

Hljómsveitin The Rolling Stones mun leggja upp laupana að ári liðnu ef marka má frétt tímaritsins The Mirror. Sveitin hyggst hætta öllu tónleikahaldi eftir tónleika sína á Glastonbury-hátíðinni næsta sumar.

Lífið

Ragnhildur Steinunn frumsýnir á Gay Pride

Ný heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur um manneskju sem leiðréttir kyn sitt verður frumsýnd 7. ágúst, eða á fyrsta degi Gay Pride-hátíðarinnar. "Þetta er búið að vera alveg ótrúlega erfitt verkefni og mikill rússíbani enda er þetta gífurlega mikil tilfinningaleg flækja sem manneskja fer í gegnum sem er að leiðrétta kyn sitt. Samt sem áður er þetta búið að vera rosalega lærdómsríkt," segir Ragnhildur Steinunn um gerð myndarinnar, sem nefnist Hrafnhildur.

Lífið