Einfalt en margslungið Trausti Júlíusson skrifar 20. júní 2012 06:00 Hildur Guðnadóttir. Leyfðu ljósinu. Tónlist. Leyfðu ljósinu. Hildur Guðnadóttir. Leyfðu ljósinu er þriðja platan sem Hildur Guðnadóttir, sellóleikari og tónsmiður, gefur út hjá enska fyrirtækinu Touch Records. Touch starfar á mörkum nýklassískrar tónlistar og raftónlistar og Leyfðu ljósinu passar vel inn í það umhverfi. Eins og Jóhann Jóhannsson, sem einnig gefur út hjá Touch, þá byrjaði Hildur í poppinu, söng í hljómsveitinni Rúnk og hefur spilað með hljómsveitum á borð við múm, Stórsveit Nix Noltes og Stilluppsteypu, en er nú komin yfir í aðra sálma. Tónlistin á Leyfðu ljósinu er öll tekin upp „live“. Hildur spilar á sellóið, syngur og notar raftól, m.a. til að vinna með hljóðin, en hún gerir það allt saman á meðan á upptökum stendur. Það er engu breytt eða bætt við eftir á. Það eru tvö verk á plötunni, Prelude, sem er stutt forspil og svo Leyfðu ljósinu sem er rúmar 35 mínútur. Í Prelude, sem hægt er að hlusta á hér fyrir ofan, er sellóið eina hljóðfærið, en í Leyfðu ljósinu notar Hildur meðal annars tólin sín til þess að taka upp röddina og spila hana aftur og býr þannig til marglaga röddun. Þegar ég hlustaði á plötuna fyrst hélt ég að hún væri með kór með sér. Verkið byrjar mjög lágstemmt með sellói og einni rödd, en smám saman bætast raddir og hljóð við verkið og það stigmagnast og tekur ýmsum breytingum. Hildur vinnur líka með steríóhljóminn, tónlistin ferðast á milli hátalaranna sem bætir í þá tilfinningu að þarna sé hópur flytjenda að verki, en ekki ein manneskja. Á heildina litið er þetta mjög flott verk sem virkar best spilað á góðum styrk. Í senn einfalt og margslungið. Niðurstaða Þriðja plata Hildar Guðnadóttur fyrir Touch-útgáfuna er athyglisvert sambland af raftónlist og nýklassík. Hildur Guðnadóttir Menning Tónlist Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Leyfðu ljósinu. Hildur Guðnadóttir. Leyfðu ljósinu er þriðja platan sem Hildur Guðnadóttir, sellóleikari og tónsmiður, gefur út hjá enska fyrirtækinu Touch Records. Touch starfar á mörkum nýklassískrar tónlistar og raftónlistar og Leyfðu ljósinu passar vel inn í það umhverfi. Eins og Jóhann Jóhannsson, sem einnig gefur út hjá Touch, þá byrjaði Hildur í poppinu, söng í hljómsveitinni Rúnk og hefur spilað með hljómsveitum á borð við múm, Stórsveit Nix Noltes og Stilluppsteypu, en er nú komin yfir í aðra sálma. Tónlistin á Leyfðu ljósinu er öll tekin upp „live“. Hildur spilar á sellóið, syngur og notar raftól, m.a. til að vinna með hljóðin, en hún gerir það allt saman á meðan á upptökum stendur. Það er engu breytt eða bætt við eftir á. Það eru tvö verk á plötunni, Prelude, sem er stutt forspil og svo Leyfðu ljósinu sem er rúmar 35 mínútur. Í Prelude, sem hægt er að hlusta á hér fyrir ofan, er sellóið eina hljóðfærið, en í Leyfðu ljósinu notar Hildur meðal annars tólin sín til þess að taka upp röddina og spila hana aftur og býr þannig til marglaga röddun. Þegar ég hlustaði á plötuna fyrst hélt ég að hún væri með kór með sér. Verkið byrjar mjög lágstemmt með sellói og einni rödd, en smám saman bætast raddir og hljóð við verkið og það stigmagnast og tekur ýmsum breytingum. Hildur vinnur líka með steríóhljóminn, tónlistin ferðast á milli hátalaranna sem bætir í þá tilfinningu að þarna sé hópur flytjenda að verki, en ekki ein manneskja. Á heildina litið er þetta mjög flott verk sem virkar best spilað á góðum styrk. Í senn einfalt og margslungið. Niðurstaða Þriðja plata Hildar Guðnadóttur fyrir Touch-útgáfuna er athyglisvert sambland af raftónlist og nýklassík.
Hildur Guðnadóttir Menning Tónlist Mest lesið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Lífið Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira