Lífið

Bieber-inn í góðum gír með tengdó

Fjölskylda Selenu Gomez bauð kærasta hennar, Justin Bieber með sér á góðgerðakvöldverð á dögunum.
Fjölskylda Selenu Gomez bauð kærasta hennar, Justin Bieber með sér á góðgerðakvöldverð á dögunum. Nordicphotos/getty
Ungstirnið Justin Bieber er orðinn náinn fjölskyldu kærustu sinnar, Selenu Gomez en hann sást á góðgerðakvöldverði ásamt móður Gomez og stjúpföður á dögunum.

Bieber sat á fjölskylduborðinu og þykir það gefa auga leið að hann hafi verið samþykktur af tengdafjölskyldu sinni en kærustuparið sat hlið við hlið við borðhaldið.

Samkvæmt heimildum People voru Gomez og Bieber út af fyrir sig og vildu ekki stela athyglinni frá sjálfu málefninu en þau eru eitt frægasta kærustupar í heimi um þessar mundir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.