Lífið

Sjómenn héldu vígalega ofurhetjukeppni

Áhöfn frystitogarans Venusar var heldur skrautleg á þjóðhátíðardaginn.
Áhöfn frystitogarans Venusar var heldur skrautleg á þjóðhátíðardaginn.
„Við bjuggum okkur bara til ofurhetjubúninga,“ segir Örvar Helgason, háseti á frystitogaranum Venusi, sem ásamt áhöfn sinni blés til keppni um flottasta ofurhetjubúninginn á þjóðhátíðardaginn. „Þetta byrjaði allt með því að við horfðum á heimildamynd um alvöru ofurhetjur í Bandaríkjunum. Svona ruglað fólk sem klæðir sig upp í búninga og reynir að stöðva glæpi á nóttinni,“ segir Örvar. Eftir áhorfið hófu félagarnir að útbúa eigin ofurhetjugervi og héldu keppni þar sem þeir sprönguðu um togarann í búningunum í tvo tíma. Ekki var þó hægt að velja sigurvegara enda um of flotta búninga að ræða að sögn Örvars.

„Víst að við vorum komnir í þennan gír eftir tíu daga úti á sjó. Hvað ætli við gerum eftir fjörtíu daga. Það er nefnilega alveg snargeggjað lið hérna um borð,“ segir Örvar um uppátækjasemi þeirra félaga sem sigla nú um Reykjaneshrygginn og stefna á að halda keppnina árlega. „Við toppum þetta á næsta ári og gerum líka dagatal.“ - hþt






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.