Lífið

Brast í grát vegna veikinda Jacks Osbourne

Sharon Osbourne brast í grát er hún ræddi veikindi sonar sín í sjónvarpsþættinum The Talk fyrir stuttu. Jack Osbourne, sonur Sharon og Ozzy Osbourne, greindist nýverið með MS, aðeins 26 ára að aldri.

Osbourne þakkaði fyrir allar þær heillaóskir sem borist hafa fjölskyldunni frá því að greint var frá sjúkdómi sonar hennar áður en hún brast í grát. „Það sem ég er að gera núna hjálpar engum því ég er full sjálfsvorkunar. Þá er betra að hugsa jákvætt,“ sagði Osbourne sem er einn af þáttastjórnendum The Talk sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni CBS.

Pabbi Jacks, rokkarinn Ozzy Osbourne hefur hvatt son sinn til að fá álit hjá fleiri læknum. „Ég var ranglega greindur með MS,” sagði hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.