Lífið

Rolling Stones hættir

Orðrómur er á kreiki um að The Rolling Stones ætli að leggja upp laupana á næsta ári.
Orðrómur er á kreiki um að The Rolling Stones ætli að leggja upp laupana á næsta ári. nordicphotos/getty
Hljómsveitin The Rolling Stones mun leggja upp laupana að ári liðnu ef marka má frétt tímaritsins The Mirror. Sveitin hyggst hætta öllu tónleikahaldi eftir tónleika sína á Glastonbury-hátíðinni næsta sumar.

„Allir meðlimir sveitarinnar eru sammála um að það rétt sé að hætta samstarfinu. Tónleikarnir á Glastonbury verða þeirra síðustu og þeir eru allir fullir tilhlökkunar," hafði tímaritið eftir innanbúðarmanni.

Sveitin var stofnuð í London árið 1962 og hefur starfað allar götur síðan. Elsti meðlimur sveitarinnar er trommarinn Charlie Watts sem er 71 árs að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.