Lífið

Leo fann þá einu réttu

Leonardo DiCaprio hefur verið í sambandi með fyrirsætunni Erin Heatherton í átta mánuði og telja vinir leikarans að hann hafi loks fundið þá einu réttu.

Lífið

Sendiherra Þýskalands orðinn „íslenskur“

„Við lærðum að segja Eyjafjallajökull,“ nefnir Hermann Sausen, sendiherra Þýskalands á Íslandi, sem fór nýverið á leiksýninguna How to become Icelandic in 60 minutes. Hann fékk í gær afhent viðurkenningarskjal fyrir að hafa lært fimmtán atriði sem þarf, samkvæmt sýningunni, til að kallast íslenskur.

Lífið

Gefa búninga Þjóðleikhússins

"Það leynast þarna búningar inn á milli sem fólk á eftir að kannast við frá fjölum Þjóðleikhússins," segir Sigurlaug Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri Þjóðleikhússins sem grynnkar á búningasafni sínu á morgun. Um er að ræða ógrynni af búningum sem hafa safnast saman í 62 ára sögu Þjóðleikhússins en í tilefni af flutningi geymslunnar ætlar leikhúsið að bjóða áhugaleikhópum og almenningi að njóta góðs af herlegheitunum. Áhugaleikhópar landsins njóta forgangs og fá að mæta klukkan 12 en dyr búningageymslunnar opnast fyrir almenning klukkan tvö. Búningageymslan er í Skútuvogi 4.

Lífið

Strákar kyssa fleiri froska

Meðalkona þarf að kyssa 22 menn áður en hún hittir á hinn eina sanna ef marka má rannsókn stefnumótasíðunnar meeteez.com. Ekki dugir það þó til því að meðaltali þarf hún einnig að ganga í gegnum ástarsorg fimm sinnum, eiga einnar nætur gaman sex sinnum, þola að láta halda framhjá sér fjórum sinnum og eiga að minnsta kosti eitt ástarsamband sem hófst á internetinu.

Lífið

Spann á tökustað

Leikarinn Jason Segel fer með annað aðalhlutverkanna í gamanmyndinni The Five Year Engagement ásamt því að skrifa handritið að myndinni. Hann segir hina fullkomnu trúlofun eiga ekki að vera lengri en ár.

Lífið

Lopez á ströndinni

Söngkonan Jennifer Lopez, 42 ára, og unnusti hennar Casper Smart nutu sín á ströndinni með tvíburum söngkonunnar, Max og Emme, í Rio de Janeiro í Brasilíu....

Lífið

Synirnir skapandi

Gwen Stefani leyfir sonum sínum að velja sjálfir í hvaða föt þeir fara í von um að það ýti undir sjálfstæða hugsun hjá þeim. Hún viðurkennir þó að útkoman geti stundum verið skrautleg.

Lífið

Zara vann Louboutin - Mega selja rauða sóla

Spænska fatamerkið Zara vann mál sem skóhönnuðurinn Christian Louboutin höfðaði gegn fyrirtækinu árið 2008. Ástæða málsins var að Zara seldi skó með rauðum sóla, en það taldi Louboutin sig hafa einkarétt á. Málið hefur verið lengi á leið sinni í gegnum réttarkerfið í Frakklandi sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Zöru er leyfilegt að selja skó með rauðum sóla og þarf Louboutin því að greiða verslunarkeðjunni vinsælu um hálfa milljón í skaðabætur.

Tíska og hönnun

Fjögur þúsund eintök

Matreiðslubókin Heilsuréttir fjölskyldunnar eftir Berglindi Sigmarsdóttur hefur slegið í gegn síðan hún kom út í apríl síðastliðnum. Samkvæmt nýjum bóksölulista er hún söluhæsta bók landsins það sem af er þessu ári en hún hefur selst í yfir fjögur þúsund eintökum. Sannarlega góður árangur hjá fjögurra barna móðurinni Berglindi, sem nýtur í bókinni aðstoðar eiginmanns síns, landsliðskokksins Sigurðar Gíslasonar.

Lífið

Rauðklædd Mariah

Söngkonan Mariah Carey, 42 ára, var klædd í rauða kápu með sólgleraugu á nefinu þegar hún yfirgaf Dorchester hótelið í Lundúnum í gærdag...

Lífið

Gosling öfundsjúkur

Ryan Gosling er sagður öfundsjúkur vegna vináttu Evu Mendez við fyrrum kærasta hennar til átta ára, George Gargurevich. „Ryan og Eva hafa mikið rifist vegna vináttu hennar og George. Þau eru að vinna saman að heimilislínu undir nafninu Vida og Ryan finnst þau eyða of miklum tíma saman og vill að þetta taki enda fljótt," hefur tímaritið Star eftir ónefndum heimildarmanni.

Lífið

Finnst unnustan líkjast veiklulegum strák

Unnusti leikkonunnar Anne Hathaway, Adam Shulman, er sagður óánægður með þær öfgafullu breytingar sem Hathaway hefur þurft að ganga í gegnum fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Les Misérables.

Lífið

Lúxuslíf leikkonu

Það væsir ekki um leikkonuna Kate Hudson sem er á ferðalagi með fjölskyldu sinni og vinum um þessar mundir. Kate sást meðal annars yfirgefa snekkju í Mónakó ásamt unnusta sínum og syni og lá leið þeirra beinustu leið í þyrluflug. Það er því óhætt að segja að ferðamáti fjölskyldunnar sé ekki af lakara taginu.

Lífið

Jennifer Lopez umvafin ljósmyndurum

Poppstjarnan Jennifer Lopez var vægast sagt umvafin æstum aðdáendum og ljósmyndurum þegar hún gekk í gegnum flugvöllinn í Brasilíu ásamt kærastanum, Casper Smart um helgina. Lopez var í fylgd lífvarða enda veitti ekki af eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni.

Lífið

Krummi í leikstjórastólinn

Krummi Björgvinsson tónlistarmaður vinnur nú að myndbandi við lagið City með hljómsveit sinni Legend. Myndbandið var tekið upp á þjóðhátíðardaginn og segist Krummi hafa lært á upptökugræjuna jafnóðum.

Lífið

Í þyrluferð með syninum

Eins og flestum er kunnugt er leikarinn Tom Cruise á landinu við tökur á myndinni Oblivion. Þó að tökudagar séu langir og strangir fékk Cruise son sinn Connor Anthony í heimsókn um helgina. Connor er 17 ára gamall og gisti með föður sínum á Hótel Hilton Reykjavík Nordica en á föstudaginn fóru feðgarnir saman í útsýnisþyrluferð um landið. Tökulið Oblivion færði sig í lok vikunnar frá Mývatnsöræfum suður að Veiðivötnum og nágrenni þar sem tökur fara fram næstu daga. -áp

Lífið

Leynifundur Kutcher og Kunis

Stjörnurnar úr sjónvarpsþáttunum That 70s Show, leikararnir Mila Kunis og Ashton Kutcher, yfirgáfu veitingahúsið Giorgio Baldi í Santa Monica í Kaliforníu saman...

Lífið

Buslað í barnalauginni

Gamanmyndin What to Expect When You're Expecting er byggð á gamalli amerískri óléttuhandbók og snertir á helstu flötum þess að ganga með barn og koma því í heiminn. Ágætis óléttugrín sem skilur þó alla eftir ósnortna.

Gagnrýni

Sjónvarpskokkur á Hlölla

Þokkagyðjan og sjónvarpskokkurinn Padma Lakshmi skellti sér á djammið í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöld og virðist hafa málað bæinn rauðan langt frameftir nóttu. Á twittersíðu sinni birtir hún mynd af því þegar hún beið í röðinni á Hlölla á Ingólfstorgi eftir gómsætum bát. Eins og fram kom hér á Vísi í gær er Padma Lakshmi, sem er fyrrverandi eiginkona rithöfundarins Salmans Rushdie, stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna.

Lífið

Fær sumarbústað í afmælisgjöf frá ömmu

Elísabet, drottning Breta, ætlar að gefa Vilhjálmi prins sumarbústað í þrítugsafmælisgjöf, en prinsinn átti afmæli í síðustu viku. Sumarbústaðurinn er staðsettur í Sandringham í Norfolk en þar er sumarleyfisstaður bresku konungsfjölskyldunnar. Vilhjálmur prins er sagður vera afar ánægður með gjöfina því að hann og Katrín eiginkona hans dvöldu í Sandringham fyrstu jólin eftir að þau giftu sig.

Lífið