Lífið

Einn sá besti kennir á Íslandi

Andre Galvano ætlar að kenna Íslendingum réttu handtökin um næstu helgi.
Andre Galvano ætlar að kenna Íslendingum réttu handtökin um næstu helgi. nordicphotos/getty
„Hann er einn af þeim bestu í heiminum. Það er svakalega flott fyrir skólann að fá hann til landsins,“ segir Guðfinnur Karlsson.

Gracie Jiu-jitsu-skólinn í Garðabæ stendur fyrir komu heimsþekkta bardagakappans Andre Galvano til Íslands. Hann dvelur hérna frá 28. júní til 2. júlí og ætlar að halda þriggja daga æfingabúðir í samtals tólf klukkustundir fyrir áhugasama iðkendur bardagaíþrótta. Galvano fæddist í Brasilíu 1982 og er tvöfaldur heimsmeistari svartbeltinga í brasilísku jiu-jitsu, auk þess sem hann hefur unnið mörg fleiri verðlaun.

Með honum koma til landsins þrír aðrir sem eru með svarta beltið í jiu-jitsu, þeir Pedro Sauer, Allan Manganello og Mike Horihan. Aldrei hafa áður komið jafn margir svartbeltingar til kennslu hérlendis.

Æfingabúðirnar verða haldnar í Ásgarði, íþróttamiðstöð Garðabæjar, frá kvöldi föstudagsins 29. júní til eftirmiðdags á sunnudegi 1. júlí. Áhugasamir iðkendur jiu-jitsu sem og aðrir bardagakappar eru hvattir til að taka þátt. „Það er öllum velkomið að koma. Fyrir þá sem hafa á huga á slagsmálaíþróttum er þetta kallinn til að taka í höndina á,“ segir Guðfinnur.

Nánari upplýsingar má finna á Gracie.is. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.