Lífið

Í þyrluferð með syninum

Eins og flestum er kunnugt er leikarinn Tom Cruise á landinu við tökur á myndinni Oblivion. Þó að tökudagar séu langir og strangir fékk Cruise son sinn Connor Anthony í heimsókn um helgina. Connor er 17 ára gamall og gisti með föður sínum á Hótel Hilton Reykjavík Nordica en á föstudaginn fóru feðgarnir saman í útsýnisþyrluferð um landið. Tökulið Oblivion færði sig í lok vikunnar frá Mývatnsöræfum suður að Veiðivötnum og nágrenni þar sem tökur fara fram næstu daga. -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.