Lífið

Auddi fagnaði fertugsafmælinu með pompi og prakt

Leikarinn, skemmtikrafturinn og útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt með sínum nánustu í fjölmennu teiti sem haldið var í Hörpunni í gærkvöldi. Aðstæður til veisluhalda voru til fyrirmyndar enda veður með besta móti.

Lífið

Fyrsta einkasýningin af þessari stærðargráðu

Í gær opnaði Sigurður Atli Sigurðsson myndlistarsýninguna, Stigveldi, í Ásmundarsal. Þetta er fyrsta einkasýning Sigurðar Atla í Reykjavík sem er af þessari stærðargráðu en hún er framhald af þeim verkum sem hann hefur verið að þróa aðferðir við að vinna með kartonskurð sem aðferð við listsköpun og silkyþrykk á striga.

Lífið

Biðjast loksins forláts eftir erfiða bið vegna Covid-19

Vilhelm Neto, Stefán Ingvar og Hákon Örn frumsýna annað kvöld glænýtt uppistand, VHS biðst forláts. Uppistandshópurinn, sem kallar sig einfaldlega VHS, þurfti að fresta frumsýningunni vegna kórónuveirunnar en geta nú „loksins“ deilt gríninu með öðrum.

Lífið

Íslensk hönnun í allt sumar

HönnunarMars fór fram dagana 24. til 28. júní en þó hátíðinni hafi formlega lokið á sunnudag þá eru margar sýningar opnar áfram í sumar og jafnvel fram á haust. Þeir sem misstu af HönnunarMarsí ár geta því kynnt sér listann hér fyrir neðan í fréttinni.

Lífið

Rachel McAdams segir Eurovision stærra en Super Bowl

Rachel McAdams sem fer með hlutverk Sigrid í Netflix myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, vissi lítið um keppnina þegar hún samþykkti að taka þátt í verkefninu. Í viðtali við Seth Mayers ræddi leikkonan meðal annars um undirbúninginn fyrir tökurnar.

Lífið

Geta átt samtal um ferlið við aðra í sambærilegri stöðu

Í næstu viku byrja í Ljósinu opnir tímar fyrir allt fólk sem nýlega hefur greinst með krabbamein en Ljósið fer ekki í sumarfrí og er því starfsemi þar allt árið um kring. Á viðburðunum gefst tækifæri fyrir umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda.

Lífið

„Viðbjóðslega fyndinn karakter“

Tökur á skemmtiþættinum Eurogarðurinn eru á enda og fer hann í loftið á Stöð 2 í haust. Þættirnir eiga að vera mjög svo óviðeigandi og óþægilegir á köflum og hræðilega fyndnir líka. 

Lífið