Lífið

Kynlíf selur kistur

Verðlaunin fyrir furðulegasta dagatal fyrirtækis þetta árið fara til ítalska líkkistuframleiðandans Cofanifunebri. Fyrirtækið notar sprelllifandi, fáklæddar og blóðheitar fyrirsætur til að auglýsa nýjustu línu sína af líkkistum.

Lífið

Victoria Beckham fer nakin í bólið

„Ef maður fer í bólið með David Beckham á hverju kvöldi þá er maður náttúrulega nakin," segir eiginkona hans, Victoria. Hún bendir á að þeir sem fari með David í rúmið hafi eitthvað allt annað og þarfara að gera en að sofa.

Lífið

Google brúðkaup setur Karíbahafseyju á annan endann

Brúðkaup Larry Page, annars stofnanda Google er þessa dagana að setja litla Karíbahafseyju á annan endann. Skipuleggjendur eiga í stökustu vandræðum við að fljúga sexhundruð brúðkaupsgestum inn á einkaþotum og finna fyrir þá gististaði í viðeigandi gæðaflokki.

Lífið

Fólk hvatt til að kaupa auka jólagjöf fyrir þá sem minna mega sín

Pakkajól Bylgjunnar verða haldin í sjöunda sinn í ár. Yfirskrift verkefnisins er „Gefum eina aukagjöf" og er áskorun til allra sem eru að versla jólagjafir í desember um að kaupa eina gjöf í viðbót og koma henni fyrir undir jólatrénu á neðri hæð Smáralindar. Allir pakkar sem eru settir þar eru sendir til Hjálparstarfs Kirkjunnar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefndar. Þessar stofnanir dreifa svo pökkunum til skjólstæðinga sinna, barnanna í landinu sem fengju annars fáar eða engar jólagjafir.

Lífið

Heimsfrægur á Íslandi eftir símtal í Hvíta húsið

“Ég er farinn í Einarsbúð að kaupa nesti. Lögreglan hringir í þig á eftir. Get útskýrt málin. Bless, Vífill.” Þessa orðsendingu skyldi Vífill Atlason 16 ára drengur frá Akranesi eftir á eldhúsborðinu heima hjá sér í vikunni.

Lífið

Natascha Kampusch með eigin spjallþátt

Hin nítján ára Natasha Kampusch mun á næstunni stýra sínum eigin spjallþætti í austurríska sjónvarpinu. Natasha komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar hún slapp úr haldi mannræningja eftir átta ára vist.

Lífið

Angelica Houston lamdi Jack Nicholson í klessu

Jack Nicholson lýsti því yfir á dögunum að hann ætti hefði ekki átt roð í fyrrverandi kærustu sína, Angelicu Houston. Þegar hún komst að því að hann hefði haldið framhjá henni og barnað smástirnið Rebeccu Broussard árið 1989 lamdi hún hann svo illa að hann stóð eftir blár og marinn.

Lífið

Westlife ætla sér upp fyrir Bítlana

Drengjabandið Westlife hefur heitið því að hætta ekki fyrr en þeir hafa átt fleiri lög í toppsæti breska vinsældalistans en Bítlarnir. Sveitin írska hefur átt 14 topplög hingað til, en ætla að gera betur en bítlarnir vel hærðu, sem áttu sautján toppsætisslagara.

Lífið

Janice Dickinson ósátt við nærfataskoðun og ærumeiðingar

,,Ofurmódelið" Janice Dickinson réðst harkalega gegn Harvey Levin, forsvarsmanni slúðursíðunnar TMZ, á dögunum. ,,Harvey Levin er sú manngerð sem er með haug af ljósmyndurum á sínum snærum hlaupandi um suður Kaliforníu troðandi myndavélum inn í bíla að reyna að ná myndum af fólki án nærbuxna og sýna fólk í sem allra neikvæðustu ljósi. Ég myndi vilja hitta hann augliti til auglitis. Hann er með taktlausan, ósmekklegan þátt um neikvæðustu atriðin í lífi fólks. Ég kann ekki vel við þennan gaur. Hann er ljótur." sagði Janice. þegar hún var spurð út í slúðurmangarann.

Lífið

Britney hótar að leka nýju kynlífsmyndbandi með Paris Hilton

Illindi stigmagnast nú milli vinkvennanna Britney Spears og Paris Hilton. Þau hófust í afmælisveislu Britney, þegar Paris gekk beint fram hjá poppprinsessunni án þess að kasta á hana kveðju. Þetta fór illa í Britney, og þurftu öryggisverðir að skakka leikinn þegar dívurnar tvær gerðu sig líklegar til að fara að slást.

Lífið

Kiefer fór strax í afplánun

Hollywood stjarnan Kiefer Sutherland er ekkert að slugsa við hlutina hvort sem hann þarf að bjarga heiminum í þáttunum 24 tímar eða afplána dóm fyrir ölvunarakstur.

Lífið

Tókst leikstjóra að finna bin Laden?

Óstaðfestar fregnir herma að leikstjóranum Morgan Spurlock hafi tekist það sem bandarísku leyniþjónustunni og bandaríska hernum hefur aldrei tekist. Það er að finna sjálfan Osama bin Laden.

Lífið

Neitar að hafa áreitt Uma Thurman

Jack Jordan, 35 ára gamall maður, sem sakaður er um að hafa áreitt Uma Thurman, hafnaði í dag tilboði frá ákæruvaldinu um að játa sig sekan gegn því að vera dæmdur á geðdeild og fá ákæru niðurfellda.

Lífið

Hvað gerði Jón Sigurðsson í dag?

Þeir eru um 400 sem bera nafnið Jón Sigurðsson í þjóðskrá okkar íslendinga. Ef nafninu er flett upp í símaskránni fyllir það heilar þrjár síður. Dagurinn í dag var merkilegur fyrir nokkra þeirra, misjafnlega þó.

Lífið

Borgarstjóri, fjármálaráðherra og Landsbankastjóri ,,teknir" af norskum blaðamanni

Norska sjónvarpskonan og grínistinn Pia Haraldsen var stödd hér á landi fyrr í vikunni og dundaði sér við það að hrekkja framámenn í íslensku þjóðfélagi. Pia, sem er ,,stjórmálaskýrandi" sjónvarpsþáttarins Rikets Röst á TV2 var á Íslandi undir því yfirskyni að hún væri að fjalla um land og þjóð vegna nýútkominnar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem setti Ísland í fyrsta sæti yfir þau lönd sem best væri að búa í

Lífið

Frjósamar fréttakonur

Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórson fréttamenn á Ríkissjónvarpinu eiga von á sínu öðru barni saman í maí.

Lífið

Góðverk unglinga í Grafarvogi

Unglingar í Grafarvogi eru í góðgerðarham þessa dagana. Þann 30. nóv hófst árleg Góðgerðarvika unglinga og félagsmiðstöðva í Grafarvogi, og stendur hún til 7. desember. Hugmyndin að vikunni kviknaði í fyrra hjá unglingum sem vildu láta gott af sér leiða í byrjun jólamánaðar.

Lífið

Bono hjá Landsbankanum

Vísir sagði frá því fyrr í dag að Al Gore fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna hefði verið gestur á Orku- og umhverfisráðstefnu Merrion Capital, dótturfyrirtæki Landsbankans.

Lífið

Sköllótt, tannlaus hóra og skotheldur Maybach

Stjörnurnar eru margar hverjar þekktar fyrir furðulegar kröfur um aðbúnað í búningsherbergjum sínum. Algengar kröfur eru til dæmis um óhóflegt magn af dýru áfengi, blómvendi, fjölda og stærð spegla, nú eða að M&M nammið sé litaflokkað. Svo eru þeir sem vilja skera sig úr, eins og til dæmis Barbra Streisand, sem vill að rósablöð fljóti í klósettinu, eða David Hasselhof, sem lætur sér nægja skilti með mynd af sér í fullri stærð. Aðrir eru settlegri, eins og Led Zeppelin, sem biðja einungis um straujárn og straubretti.

Lífið

Peter Andre vildi giftast Boy George

Peter Andre var skotinn í Boy George þegar hann var lítill, en hann hélt reyndar að popparinn væri kvenkyns. Andre sagði í viðtali við The Sun að í fyrsta sinn sem hann sá popparann sminkaða í sjónvarpinu árið 1983 hefði hann hrópað upp ,,Vá, hún er flott." Söngvarinn var miður sín þegar hann komst að hinu sanna um George, ,,Ég hélt ég myndi giftast þessari konu." sagði Andre. Honum hefur þó vegnað ágætlega í kvennamálum síðan, en hann er giftur hinni brjóstgóðu Jordan.

Lífið