Lífið

Dennis Quaid og frú í mál við lyfjafyrirtæki

Hollywood leikarinn Dennis Quaid og Kimberly kona hans ætla í mál við lyfjafyrirtækið sem framleiðir blóðþynningarlyfið haparin.

Gera þau kröfu um 6 milljón kr. skaðabætur. Málið kemur í kjölfar þess að nýfæddum tvíburum þeirra var gefinn hættulega stór skammtur af lyfinu á sjúkrahúsi nýlega.

Segja þau hjónin að misvísandi upplýsingar um magn lyfsins á pakkningum þess hafi leitt til mistakana í lyfjagjöfinni á sjúkrahúsinu. Dennis segir að málið snúist ekki um peninga heldur að lyfjafyrirtækið geri ekki sömu mistök aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.