Lífið

Kiefer fór strax í afplánun

Hollywood stjarnan Kiefer Sutherland er ekkert að slugsa við hlutina hvort sem hann þarf að bjarga heiminum í þáttunum 24 tímar eða afplána dóm fyrir ölvunarakstur.

Þegar dómurinn var kveðinn upp í gærdag hélt Keifer rakleitt úr dómsalnum og yfir í fangelsið til að taka út refsingu sína. Refsingin er 48 daga varðhald en dómarinn hafði tjáð Kiefer að hann gæti ráðið því sjálfur hvenær hann tæki hana út svo lengi sem það yrði fyrir 1. mars. Kiefer var tekinn ölvaður við akstur í október síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.