Lífið

Fólk hvatt til að kaupa auka jólagjöf fyrir þá sem minna mega sín

Pakkajól Bylgjunnar verða haldin í sjöunda sinn í ár. Yfirskrift verkefnisins er „Gefum eina aukagjöf" og er áskorun til allra sem eru að versla jólagjafir í desember um að kaupa eina gjöf í viðbót og koma henni fyrir undir jólatrénu á neðri hæð Smáralindar. Allir pakkar sem eru settir þar eru sendir til Hjálparstarfs Kirkjunnar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Mæðrastyrksnefndar. Þessar stofnanir dreifa svo pökkunum til skjólstæðinga sinna, barnanna í landinu sem fengju annars fáar eða engar jólagjafir.

Margt göfugt er hægt að gera á ýmsum vettvangi fyrir jólin og í þessu verkefni er höfðað til gjafmildinnar sem einkennir þennan árstíma. Börn og fullorðinir hafa í gegnum árin sett þúsundir gjafa undir jólatréð þar sem Pakkajól Bylgjunnar eru haldin. Starfsmenn Bylgjunnar verða við jólatréð kl. 14 föstudaginn 7. desember til að setja sína aukagjöf undir tréð. Allir eru hvattir til að koma með og hjálpa til við að búa til myndarlega pakkahrúgu undir jólatréð sem er staðsett fyrir framan Debenhams á neðri hæð Smáralindar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.