Lífið

Góðverk unglinga í Grafarvogi

Mæðrastyrksnefnd er meðal þeirra sem njóta góðs af góðgerðarvikunni.
Mæðrastyrksnefnd er meðal þeirra sem njóta góðs af góðgerðarvikunni.
Unglingar í Grafarvogi eru í góðgerðarham þessa dagana. Þann 30. nóv hófst árleg Góðgerðarvika unglinga og félagsmiðstöðva í Grafarvogi, og stendur hún til 7. desember. Hugmyndin að vikunni kviknaði í fyrra hjá unglingum sem vildu láta gott af sér leiða í byrjun jólamánaðar.

Góðgerðarvikan í fyrra gekk afar vel. Yfir 350 þúsund krónur söfnuðust, auk fata og gjafa til styrktar hinum ýmsu málefnum og samtökum, svo sem Umhyggju, BUGL, Barnaspítala Hringsins og Mæðrastyrksnefnd.

Vikan í ár hófst hjá félagsmiðstöðunum í Grafarvogi með balli í félagsmiðstöðinni Sigyn í Rimaskóla. Ballið var með hip hop þema og mun allur ágóði af því renna óskiptur til Umhyggju - Félags til styrktar langveikum börnum. Í næstu viku verður ýmislegt á döfinni hjá félagsmiðstöðum Grafarvogs. Til að mynda safna Fjörgyn í Foldaskóla og Nagyn í Húsaskóla leikföngum, myndböndum og púsluspilum til styrktar Barnaspítala Hringsins; Borgyn í Borgarskóla safnar fötum fyrir mæðrastyrksnefnd og Rauða Krossinn og Í Engyn verða haldin rokkböll til styrktar Blátt áfram. Auk þess munu allar félagsmiðstöðvarnar taka þátt í pakkajólum Bylgjunnar. Unglingar úr þeim munu fjölmenna í Smáralind næstkomandi fimmtudagskvöld og setja pakka undir jólatréð í Smáralind.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.