Lífið

Enn eitt barnið í hjörðina hjá Brangelinu

Brad Pitt og Angelina Jolie ætla að ættleiða aðra stúlku frá Afríku. Bróðir Angelinu ræddi það opinberlega á dögunum að parið hyggðist bæta við barnastóðið, en þau eiga fyrir þrjú ættleidd börn og eina líffræðilega dóttur.

Lífið

„Eiginkona“ Eddie Murphy vildi ekki kaupmála

Eddie Murphy skildi við eiginkonu sína til tveggja vikna vegna þess að hún vildi ekki skrifa undir kaupmála, að sögn fjölmiðla vestanhafs. Murphy, sem er vellauðugur, „giftist“ kvikmyndaframleiðandanum Tracey Edmonds á lítilli Kyrrahafseyju á nýarsdag.

Lífið

Pete Doherty á von á barni

Ofurrokkarinn og vandræðabarnið Pete Doherty er að verða pabbi. Að minnsta kosti ef marka má orð Lauru McLaughlin, tvítugrar guðdóttur Sir Alex Fergusson.

Lífið

Lumar þú á heimildamynd?

Heimildamyndahátíðin Skjaldborg verður haldin í annað sinn Hvítasunnuhelgina níunda til tólfta maí í einu fallegasta og minnst þekkta kvikmyndahúsi Íslands; Skjaldborgarbíói á Patreksfirði.

Lífið

Landinn tekur Brúðgumanum vel

Fimm þúsund manns sáu Brúðgumann, kvikmynd Baltasars Kormáks um helgina. Þetta er fimmta stærsta opnunarhelgi á íslenskri mynd frá upphafi. Baltasar er ekki óvanur því að lenda á þeim lista, en hann á sjálfur myndirnar í fyrsta sæti, Mýrina, og því þriðja, Hafið.

Lífið

Britney skiptir út paparassavinum

Britney Spears hefur losað sig við Paparassavin sinn Adnan Ghalib, og samkvæmt heimildum meira að segja sótt um nálgunarbann á hann. Söngkonan mun vera æfareið yfir því að Adnan hafi haft hana að féþúfu, en hann mun hafa verið duglegur að selja myndir af þeim saman. Talið er að myndir af parinu hafa rakað inn 65 milljónum króna, og hefur Ghalib hirt stóran hluta ágóðans

Lífið

Kiefer Sutherland laus úr fangelsi

Leikaranum Kiefer Sutherland var sleppt úr fangelsi í Kaliforníu skömmu eftir miðnætti í nótt. Hann hafði afplánað alla 48 dagana sem hann var dæmdur til sem hann fékk fyrir fjórða ölvunarakstursbrot sitt í fyrra. Stjörnunni var stungið inn 5. desember, og eyddi afmæli sínu, jólum og áramótum í steininum.

Lífið

Kate Moss fjörug á afmælisdaginn

Þegar ofurfyrirsætan Kate Moss hélt upp á afmæli sitt í síðustu viku endaði það með kókaínsniffi, kampavínsdrykkju og Kate í rúminu með tveim öðrum fyrirsætum og ónefndum karlmanni samkvæmt breska blaðinu News of the World.

Lífið

Lindsay Lohan í líkhúsinu

Leikkonan unga, Lindsay Lohan, stefnir hraðbyri í líkhúsið. Lohan, sem var dæmd til samfélagsþjónustu fyrir ölvunarakstur á síðasta ári, hefur unnið nokkra daga hjá Rauða Krossinum, en nú liggur leiðin í líkhúsið.

Lífið

Búið að skrifa minningargrein um Britney Spears

AP fréttastofan byrjaði að skrifa minningargrein um Britney Spears fyrir mánuði síðan. „Við erum ekkert að óska okkur þess, en ef hún deyr er það með stærri fréttum í langan tíma“, sagði ritstjóri skemmtanalífsfrétta hjá AP, Jesse Washington, við Us tímaritið.

Lífið

Sirrý er hætt á Stöð 2

Sirrý, sjónvarpskonan ástsæla er hætt á Stöð 2, eftir tveggja ára starf. „Þetta nokkuð löng og góð törn með Örlagadaginn", segir Sirrý. Síðasti Örlagadagurinn var sýndur í byrjun janúar, en alls voru gerðir 34 þættir í tveimur seríum. Þau störf sem mér buðust í framhaldinu hjá Stöð 2 voru ekki það sem mig langar mest að starfa við svo hér skilja leiðir, í bili að minnsta kosti", segir Sirrý, en þáttur hennar, Örlagadagurinn, kláraðist í desember.

Lífið

Lily Allen missir fóstur

Söngkonan Lily Allen missti fóstur á dögunum, eftir rómantíska ferð með kærastanum, Chemical bróðurnum Ed Simons, til Maldive-eyja. Lily, sem er 22ja ára er sögð miður sín yfir atvikinu.

Lífið

Ike Turner lést af of stórum skammti kókaíns

Ike Turner lést af of stórum skammti kókaíns, að sögn réttarmeinafræðings í San Diego County. Dóttir Ike, sagði við AP fréttastofuna að pabbi sinn hefði lengi átt í baráttu við kókaínfíkn. Turner lést 12. desember síðastliðinn á heimili sínu, 76 ára að aldri.

Lífið

Þorsteinn Guðmundsson með nýjan þátt á Skjá einum

Þorsteinn Guðmundsson grínisti með meiru snýr aftur á skjáinn í mars, þegar nýr þáttur hans fer í sýningu á Skjá einum. Þátturinn nefnist Svalbarði, og verður skemmtiþáttur í stúdíói þar sem Þorsteinn fær til sín góða gesti.

Lífið

Leikritið Pabbinn verður að kvikmynd

Sagafilm og Bjarni Haukur Þórsson skrifuðu undir samning í gær um kaup Sagafilm á kvikmyndaréttinum á leikverkinu PABBINN eftir Bjarna Hauk. Stefnt er að því að kvikmyndin verði tekinn upp í byrjun árs 2009 í Reykjavík. Bjarni Haukur mun sjálfur skrifa kvikmyndahandritið en Bjarni hefur skrifað og leikstýrt yfir 60 gamanþáttum “sitcom” fyrir TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð. Samninginn fyrir hönd Sagafilm gerðu þeir Magnús Viðar Sigurðsson og Kristinn Þórðarson.

Lífið

Katrín Anna kjörinn fallegasti femínistinn

Katrín Anna Guðmundsdóttir var kjörinn fallegasti femínistinn 2007, í netkosningu á heimasíðu Ómars R. Valdimarssonar, aðstandanda keppninnar. Hún hlaut 32% atkvæða. Fast á hæla hennar kom Sóley Tómasdóttir með 27% atkvæða. Í þriðja sætinu hafnaði Svandís Svavarsdóttir með 22% atkvæða. Kolbrún Halldórsdóttir var valin Vinsælasta stúlkan og Drífa Snædal var kosin Ljósmyndafyrirsæta ársins. Alls kusu 1.563 netverjar.

Lífið

Íslendingar eyddu rúmum milljarði í bíóferðir

Íslendingar eru allra þjóða duglegastir að fara í bíó, og fer hvert mannsbarn að meðaltali 4,8 sinnum á ári í kvikmyndahús. Á síðasta ári keyptu landsmenn tæpa eina og hálfa milljón bíómiða fyrir 1.104.938.460 - rúman milljarð króna.

Lífið

Fæðing meira stressandi en Óskarsverðlaun

Ekkert hefur valdið Halle Berry jafn miklu taugastríði og yfirvofandi fæðing fyrsta barns hennar, ekki einu sinni Óskarsverðlaunin. Leikkonan sagði í viðtali við breskt tímarit að hún hefði verið róleg það sem af væri meðgöngunnar. Hún væri nú að átta sig á því að barnið þyrfti að koma út, og að einhver þyrfti að ýta því út.

Lífið