Lífið

Spaugstofan var ekki að gera grín að veikindum Ólafs

„Við vorum bara að fjalla um atburði daganna á undan eins og við erum búnir að gera í 20 ár." segir Karl Ágúst Úlfsson Spaugstofumaður sem kannast ekki við það að vegið hafi verið að Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra í þætti stofunnar á laugardag.

Lífið

Davíð Oddsson er ekki nógu skrítinn

„Þetta er tvímælalaust stærsta skref mitt sem eftirherma. Svo er bara spurning hvert þetta leiðir" segir Sólmundur Hólm, en hann vann eftirhermukeppni í þættinum Logi í beinni á föstudag með miklum glæsibrag.

Lífið

Angelina blæs lífi í tvíburaorðróm

Angelina Jolie gerði ekkert til að draga úr vangaveltum um að hún gangi með tvíbura þegar hún mætti á SAG verðlaunahátíðina um helgina. Stjarnan grannvaxna mætti í einhverju sem verður best líst sem tjaldi, og skálaði í vatni yfir kvöldmatnum. Þóttust reyndir menn jafnvel sjá kúlu undir herlegheitunum.

Lífið

Michael Jackson snýr aftur

Lýtalækningaáhugamaðurinn og barnavinurinn Michael Jackson ætlar að snúa aftur í sviðsljósið á árinu, með endurgerð af plötu sinni Thriller. „Ég er að koma aftur með óvænt atriði fyrir aðdáendur mína. Ég hef endurupptekið Thriller með fjölda leynigesta“, sagði Jackson í myndbandsskilaboðum sem voru flutt á verðlaunaathöfn í Cannes um helgina.

Lífið

Paparassinn ætlar að græða milljónir á Britney

Þrátt fyrir að Britney Spears virðist löngu búin að gleyma honum ætlar Adnan Ghalib, paparassinn góðkunni, ekki að hverfa svo auðveldlega. Hann segist hafa undir höndum sex heimamyndbönd af poppdívunni, og ætlar að mjólka hverja krónu úr sínum fimmtán mínútum af frægð.

Lífið

Lewis og Christie kosin bestu leikararnir

Það voru Bretarnir Daniel Day Lewis og Julie Christie sem hlutu verðlaunin sem besti leikarinn og besta leikkonan á árlegri verðlaunahátíð Samtaka leikara í Hollywood um helgina.

Lífið

Tommy Lee sletti úr klaufunum á B5

Tommy Lee, trommari Mötley Crue og fyrrverandi eiginmaður strandvarðarins Pamelu Andersson gerði sér glaðan dag í Reykjavík um helgina þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að ná til höfuðborgarinnar eins og frægt er orðið.

Lífið

Buff komst á blótið eftir allt saman

Vísir greindi frá því á föstudagskvöldið að hljómsveitin Buff hefði verið veðurteppt í Kaupmannahöfn og því hefði þurft að kalla inn aðra hljómsveit á þorrablót Stjörnunnar sem fram fór í Garðabænum. Þetta mun þó ekki vera allskostar rétt því drengirnir komust á svið við illan leik eftir að hafa brotist í gegnum veðrið.

Lífið

Madonna byggir sér líkamsræktarstöð

Vandræði á fjármálamörkuðum víða um heim virðast ekki koma mikið við buddunar hennar Madonnu. Stjarnan var að fjárfesta í húsinu sem stendur við hliðina á heimili hennar í í miðborg Lundúna.

Lífið

Hlustendaverðlaun veitt í mars

Hlustendaverðlaun FM957 verða veitt í Háskólabíói 8. mars næstkomandi. Þau eru í fyrsta skipti veitt fyrr en íslensku tónlistarverðlaunin, sem veitt verða einni viku síðar. Brynjar Már Valdimarsson á FM957 lofar "ógeðslega flottri“ hátíð.

Lífið

Stallone á sterum fyrir Rambo og stoltur af því

Silvester Stallone tók inn vaxtahormón (HGH) til þess að gera sig kláran fyrir nýju Rambó myndina sem væntanleg er í kvikmyndahús. Þetta kemur fram í viðtali við kappann í Time tímaritinu. Hann ver þá ákvörðun sína að nota sér lyfið, sem er ólöglegt í flestum íþróttagreinum en mjög erfitt er að greina það í líkamanum.

Lífið

Angelina ber tvíbura undir belti

Angelina Jolie á von á tvíburum eftir því sem breska blaðið the Sun greinir frá. Það fjölgar því í krakkaskaranum á heimili þeirra Jolie og Brad Pitt en fyrir eiga þau fjögur börn, þar af eru þrjú ættleidd.

Lífið

Kanína fannst á Kópavogsbraut

Kanína fannst á Kópavogsbraut í Kópavogi í morgun. Stúlkan sem fann hana óskaði liðsinnis Vísis við að hafa uppi á eigandanum. Sá sem saknar kanínunnar sinnar getur haft samband í síma: 866 2403. Bréf stúlkunnar fer hér á eftir:

Lífið

Oprah og Barbara berjast um viðtal við foreldra Madeleine

Spjallþáttadrottningarnar Oprah Winfrey og Barbara Walters berjast nú hatrammlega um réttinn til að tala við foreldra Madeleine McCann litlu stúlkunnar sem rænt var í Portúgal síðastliðið vor. Kate og Gerry McCann, sem sjálf eru grunuð í málinu, hafa hins vegar ekki ákveðið hvort þau fari yfirleitt í viðtal vegna málsins. Talið er að hjónin fái um milljón pund, eða um 130 milljónir íslenskra króna fyrir viðtalið.

Lífið

Eftirhermufans hjá Loga

Logi í beinni verður undirlagður af eftirhermum í kvöld. Logi Bergmann fær úrvalalið eftirherma í þáttinn til sín í kvöld, og munu hermikrákur á borð við Hjálmar Hjálmars, Jóhannes Kristjáns, Freyr Eyjólfsson, Jóhann Sigurðsson, Ómar Ragnarsson og fleiri apa eftir landskunnum einstaklingum.

Lífið

Tölvan dó á versta degi ársins

Breski vísindamaðurinn Cliff Arnall reiknaði það út að mánudagurinn 21. janúar yrði versti dagur ársins 2008. Sjónvarpskonan og rithöfundurinn Sirrý getur skrifað undir það. „Hlutabréf féllu, borgarstjórnin féll og tölvan mín hrundi" segir Sirrý, en þar sem hún sat við skriftir á nýrri bók sinni um Örlagadaga byrjaði tölvan að gefa frá sér torkennileg hljóð, urg og surg. Hún náði að slökkva á tölvunni áður en óhljóðin ágerðust, en þegar kom að því að kveikja á henni aftur vönduðust málin.

Lífið

Tommy fastur í annað sinn - á Reykjanesbraut

Það á ekki af rokkaranum Tommy Lee að ganga. Vél hans var í morgun snúið til Egilsstaða vegna aftakaveðurs í Keflavík. Rétt fyrir hádegi lagði vélin aftur af stað til Keflavíkur, og lenti í þetta skiptið. Vandræðin eru þó ekki búin, en vegna aftakaveðurs í morgun yfirgaf fjöldi fólks fasta bíla sína á Reykjanesbrautinni. Rokkarinn vansvefta hefur því nú setið fastur á Reykjanesbrautinni í hálftíma.

Lífið

Fór á skíðum í vinnuna

Sírnir Einarsson, grafíker á Stöð 2, labbar vanalega í vinnuna. En í morgun ákvað hann hins vegar að fara á gönguskíðunum þar sem viðraði einkar vel til skíðaiðkunar. Gönguferðin í Skaftahlíðina tekur vanalega um 10 mínútur, en á skíðunum var hann helmingi fljótari.

Lífið

Íslenskt veður og Perez Hilton á sömu síðu

Íslensk Bloggsíða, The Iceland Weather Report, eftir Öldu Sigmundardóttur, hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna Boggheimsins, The Bloggies, sem besta evrópska bloggsíðan. Síðan er þar með komin á blað með mörgum af fjölsóttustu bloggsíðum heims, á borð við PerezHilton, TMZ, dooce, boingboing, GoFugYourself og Instapundit sem sumar hverjar fá mörg hundruð þúsund heimsóknir á dag.

Lífið

Magnús Geir tekur við Borgarleikhúsinu

Stjórn Borgarleikhússins ákvað á fundi í morgun að ráða Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar, í stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins í stað Guðjóns Pedersen sem lætur af störfum eftir átta ára valdatíð næsta haust.

Lífið

LA - Egilsstaðir - Reykjavík

Ofurpartýinu með Tommy Lee og DJ Aero á Nasa í kvöld virðist borgið. Tommy þurfti að lenda á Egilsstöðum í morgun, vegna veðurs í Keflavík. Hann slapp þaðan fyrir skemmstu rétt í tæka tíð áður en útsendarar fréttastofanna náðu í skottið á honum. Rokkarinn er væntanlegur til Reykjavíkur upp úr hádegi, og ætti því að ná að leggja sig aðeins fyrir partýið í kvöld.

Lífið

Prison Break fer ekki í verkfall á Íslandi

Ekki verður gert sýningarhlé á þáttaröðinni Prison Break hér á landi. Allt benti til að gera þyrfti hlé á sýningum þessa vinsælu spennuþátta sökum verkfalls handritshöfunda í Bandaríkjunum, en nú er ljóst að ekki þarf að koma til þess.

Lífið