Lífið

Úrslitin ráðin í American Idol

Visir vill benda lesendum á að lesa ekki lengra ef þeir vilja ekki vita úrslitin en aldrei í sögu bandaríska Idolsins hefur keppnin verið eins tvísýn og í ár. Þættinum bárust hvorki meira né minna en 97.5 milljón símaatkvæði.

Lífið

Dalvík á hliðina vegna Eurovision

Það verður allt á öðrum endanum í Dalvíkurbyggð næstu daga. Þriggja daga Eurovisionhátíðarhöld eru fyrir höndum, enda er bærinn heimabær Friðriks Ómars, annars helmings Eurobandsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Serbíu.

Lífið

Eurovision-Bilan berrassaður

Rússneska keppandanum í Eurovision er margt til lista lagt. Berbrjósta og á táslunum, vopnaður fokdýrri fiðlu og ólympíumeistara í listdansi á skautum, söng Dima Bilan sig inn í hug og hjörtu Evrópubúa í Belgrad í gær.

Lífið

Kynnir Johnny Logan fyrir Goldfinger

Ætli við endum ekki alveg hélaðir á Goldfinger í góðum fíling innan um kófsveittar bikaðar blöðrur. Gæinn heitir nú ekki Johnny Lókur fyrir ekki neitt, segir Sverrir Stormsker.

Lífið

Jessica Alba giftist unnustanum

Leikkonan Jessica Alba giftist unnusta sínum, Cash Warren, í leynilegri athöfn í gær. Parið kynntist við tökur á kvikmyndinni Fantastic Four árið 2004 og á von á sínu fyrsta barni í sumar.

Lífið

Eurobandið lifir nánast á klúbbsamlokum

Klúbbsamlokan þótti ágæt í byrjun en eftir 10 daga. Já ég segi ekki meir, segir Örlygur Smári lagahöfundur framlags Íslands til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva This Is My Life.

Lífið

Búið er að loka falskri MySpace síðu Ingu Lindar

„Þetta breytir engu um mín áform,“ segir Inga Lind Karlsdóttir. MySpace síðu sem stofnuð var í nafni Ingu Lindar að henni forspurðri var lokað í gærkvöld. Inga Lind sagði í samtali við Vísi í gær að lögfræðingur hennar væri að skoða málið, og hún hyggðist kæra það til lögreglu. Enda margt af því sem skrifað var á síðuna var niðrandi fyrir hana og aðra sem þar birtust.

Lífið

Mikil fjölgun hjá Birni bónda

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir á bloggi sínu í dag að bústofn hans telji nú tíu gripi. Sem kunnugt er á Björn stórt sumarhús í Fljótshlíðinni.

Lífið

Hugleiðir lögsókn vegna falskrar MySpace síðu

„Þetta er þjófnaður af verstu gerð. Þarna er ekki verið að stela eigum mínum eða peningum. Það er verið að stela persónunni minni," segir sjónvarpskonan Inga Lind Karlsdóttir. Hún varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að MySpace síða í hennar nafni var stofnuð að henni forspurðri.

Lífið

Angelina vill fleiri börn

Óskarsverðlaunahafinn og ofurmamman Angelina Jolie segist hvergi nærri hætt barneignum. Það sem meira er, það er alls ekki loku fyrir það skotið að hún eignist þau á Norðurlöndum.

Lífið

Margir opnir fyrir kynlífsumræðu

Visir hafði samband við Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur hjúkrunar- og kynfræðing sem opnar formlega á morgun fyrirtækið Kynstur sem sérhæfir sig í kynfræðslu, forvörnum, kynlífsráðgjöf og sérfræðiverkefnum í kynfræði.

Lífið

Börnin hérna fá litla eða enga umhyggju

Við reynum að veita þeim ást og alúð og vonandi skilar það sér í vellíðan, þó það sé ekki nema þann daginn, segir Sigríður Hostert sem ákvað að eyða sumarfríinu sínu í Víetnma og huga að fötluðum börnum.

Lífið

Hafa skutlað stjörnunum um Cannes í 25 ár

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá stendur nú yfir í Cannes, hin árlega kvikmyndahátíð franska kvikmyndaiðnaðarins. Fátt annað kemst að hjá Frökkum þessa tíu daga og Hollywood stjörnurnar flykkjast að til að fanga sviðsljósið.

Lífið

Mannskapurinn þreyttur í Belgrad

"Hér er mikil keyrsla og mannskapurinn orðinn þreyttur. Það er tvöfalt álag því þetta er jú tvöföld keppni," segir Jónatan Garðarsson sem er staddur með Eurobandinu í Belgrad.

Lífið

Kirsten Dunst fallin

Leikkonan Kirsten Dunst ákvað um helgina að taka sér smá frí frá edrúmennsku í tilefni af afmælinu sínu. Leikkonan, sem fór í áfengismeðferð í vetur, skálaði fyrir 26 ára afmælinu á Bowery Electric klúbbnum í New York.

Lífið

Simmi og Jói eru andlega tengdir

"Við Jói erum svo tengdir andlega að það skiptir ekki máli þó að það séu mílur á milli," segir Sigmar Vilhjálmsson sölu og markaðsstjóri Tals.

Lífið