
Lífið

Hefur frestað barneignum vegna starfsins: „Veit ekki hvernig ég á eftir að fara að þessu“
Fannar Sveinsson ræddi við leikkonuna Heiðu Rún Sigurðardóttir í síðasta þætti af Framkomu á Stöð 2 í gærkvöldi en í þættinum segist hún hafa frestað barneignum út af starfinu.

Reynisfjara sögð áttunda besta strönd heims
Reynisfjara hefur verið valin á lista yfir fimmtíu bestu strandir á jörðinni. Fjaran er sögð áttunda besta ströndin samkvæmt nýjum lista, The World‘s 50 Best Beaches.

Berglind bætist í hóp glæsilegra einhleypra kvenna
Sjónvarpskonan vinsæla Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind festival, fer einhleyp inn í sól og sumaryl. Nýlega slitnaði upp úr sambandi hennar við Þórð Gunnarsson hagfræðing.

Fertugur Bent skálaði við foss og naut í Hvammsvík
Ágúst Bent rappari fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu í góðra vina hópi á flakki um suðvesturhornið í gær. Vinir hans sungu Stuðmannalag honum til heiðurs við Þórufoss.

Brynja Dan og Jóhann keyptu glæsihús í Garðabæ
Parið Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunnar, og kærastinn Jóhann Sveinbjörnsson hafa fest kaup á fallegu parhúsi í Garðabæ.

Tekur við kjuðunum í Foo Fighters
Bandaríska rokkhljómsveitin Foo Fighters hefur tilkynnt að Josh Freese muni hér með feta í fótspor Taylor Hawkins sem slagverksleikari hljómsveitarinnar. Sveitin tilkynnti þetta í beinni netútsendingu í gær.

„Ég fór bara í „blackout““
Það ætlaði allt um koll að keyra í myndveri Kökukasts þegar örvænting greip einn keppandann, Tómas Jóhannsson. „Ég fór bara í „blackout“. Ég var að fríka út og sem betur fer stoppaði hún mig. Ég bara sá stjörnur og eitthvað,“ segir Tómas.

Stjörnulífið: Tímamót, afmælisveislur og dýflissupartí
Liðin vika var sannkölluð partívika þar sem fögnuðir af ýmsum tagi voru áberandi á samfélagsmiðlum. Nafnaveisla, útskrift og afmæli bera þar hæst.

Héldu óvænt brúðkaup milli hringa
Óvænt hjónavígsla var haldin í Bakgarðshlaupi meistaranna, sem haldin er í þýska smábænum Rettert þessa dagana.

Jay-Z og Beyoncé keyptu dýrasta hús í sögu ríkisins
Hjónin Jay-Z og Beyoncé keyptu 2.700 fermetra hús í Malibú í Kaliforníu fyrir skömmu á tvö hundruð milljónir dollara. Eignin er sú dýrasta sem selst hefur í ríkinu.

Friðrik Ómar selur húsið á Frakkastígnum
Söngvarinn geðþekki Friðrik Ómar hefur sett hús sitt að Frakkastíg 14 á sölu. Um er að ræða bjarta þriggja herbergja íbúð með sérinngangi og góða lofthæð.

Klassísk dönsk hönnun í bland við nýja í parhúsi í Garðabæ
Við Mosagötu í Urriðaholti í Garðabæ er til sölu afar fallegt 230 fermetra parhús á tveimur hæðum.

Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum?
Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin.

„Nautið kom alltaf á fleygiferð“
Á einni af ferðum sínum um Færeyjar kom RAX auga á skjöldótt naut sem hann langaði að mynda. Það stóð við mosagróinn hlaðinn vegg og RAX sá fyrir sér mynd þar sem það liti út fyrir að vera hluti af veggnum. Nautið átti sér hins vegar enga drauma um fyrirsætustörf og brást hið versta við og reyndi að stanga RAX sem flúði upp á vegginn þar sem hann mátti dúsa í hálftíma.

Aldrei notað frægðina til að komast yfir kvenfólk
„Mér hefur alltaf þótt það hallærislegt,“ segir útvarpsmaðurinn geðþekki Þorgeir Ástvaldsson. Að nálgast stelpur þannig: „Ég er svo frægur að ég má bara fara með þér upp í rúm!“

Uppáhaldshlaðvörp íslenskra kvenna
Hlaðvörp (e. podcast) eru tiltölulega nýtt fyrirbæri en eru orðin nánast ómissandi hluti af lífi margra. Hlaðvörpin eru misjöfn eins og þau eru orðin mörg, allt frá umfjöllun um dularfull morðmál, áhugaverð fræðsluefni eða létt spjall um allt milli himins og jarðar.

Er sigurlag Eurovision stolið?
Spænsk hljómsveit heldur því fram að sigurlag Eurovision sé stolið lag sem sveitin gaf út fyrir rúmlega 20 árum. Meðlimir sveitarinnar íhuga að leita réttar síns.

Hálfíslensk leikkona á uppleið í Bandaríkjunum
Alyssa Marie Guðsteinsdóttir hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem leikkona, leikstjóri og handritshöfundur vestanhafs og hefur meðal annars leikið í vinsælum þáttaseríum á borð við Chicago Med, Empire, og The Chi. Alyssa á íslenskan föður og bandaríska móður og segir uppruna sinn ávallt vekja athygli, en í Bandaríkjunum er hún þekkt undir nafninu Alyssa Thordarson.

Fréttakviss vikunnar: Hljóðfæraþjófnaður, Eurovision og nafngiftir
Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum.

„Ég ætlaði aldrei að stíga aftur á leiksvið“
Leikkonan og söngstjarnan Jóhanna Vigdís Arnardóttir sagði skilið við stóra sviðið fyrir hart nær sjö árum eftir að hafa leikið lykilhlutverk í þremur stórsýningum. Hún hefur starfað undanfarin ár sem verkefnastjóri hjá Samtökum Iðnaðarins en snýr nú aftur á stóra sviðið í Borgarleikhúsinu í rokksöngleiknum Eitruð lítil pilla eftir tónlist Alanis Morissette.

Allt til alls í eina „djassþorpi“ landsins
Búið er að umbreyta Garðatorgi í Garðabæ í djassþorp. Þar munu margir af hæfileikaríkustu tónlistarmönnum landsins spila ljúfa tjóna fyrir gesti og gangandi.

Segir dugnaðarkvíða samfélagsmein
Ragnhildur Þórðardóttir, sálfræðingur og einkaþjálfari, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir dugnaðarkvíða vera hinn þögla skaðvald samtímans.

Forsetinn tók lagið með Helga Björns
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands gerði sér lítið fyrir í gær og greip í míkrafóninn ásamt Helga Björns á Úlfarsfelli í grenjandi rigningu og roki. Lagið sem varð fyrir valinu var „Vertu þú sjálfur“.

Tilkynntu nafnið með frumsömdu ljóði
Hjónin Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, og María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women, nefndu dóttur sína og fögnuðu þrítugsafmæli Ingileifar í gær á Uppstigningardaginn.

Byrjaði með kærastanum eftir blint stefnumót
Söngkonan Miley Cyrus prýðir nýjustu forsíðu British Vogue. Í viðtali við tímaritið segir hún meðal annars frá því hvernig hún kynntist kærastanum sínum, Maxx Morando. Miley segist hafa kynnst honum á blindu stefnumóti.

Haf hjónin selja sögufræga miðbæjarperlu
Hjónin og eigendur hönnunarstúdíósins Haf studio, Karitas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson hafa sett sögufræga séreign við Laufásveg til sölu.

Þóra Dungal er látin
Þóra Dungal er látin, 47 ára að aldri. Hún lék aðalhlutverk í kvikmyndinni Blossa árið 1997 en tilviljun réði því að hún var fengin í hlutverkið á sínum tíma. Hún lætur eftir sig tvær dætur.

Bassaleikari The Smiths er látinn
Andy Rourke, bassaleikari ensku sveitarinnar The Smiths, er látinn, 59 ára að aldri.

Mismunandi leiðir til að stunda kynlíf án samfara
Elskendur eiga það til að festast í sömu rútínunni í kynlífi eins og svo mörgu öðru í lífinu. Kynlíf getur verið leikur og skemmtun án þess að snúast eingöngu um samfarir eða innsetningu typpis eða leikfanga í leggöng eða rass.

„Fyrst sögðu læknarnir við mig að ég væri ruglaður“
Sigmundur Stefánsson segir lækna hafa sagt sig kolruglaðan eftir að hann ákvað að hlaupa ítrekað maraþon í kjölfar hjartaáfalls og krabbameins.