Lífið Freida næsta Bondstúlka? Indverska leikkonan Freida Pinto mun að öllum líkindum hreppa hlutverk Bondstúlku fyrir næstu kvikmynd um spæjarann. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins The Sun vakti Freida, sem er 24 ára, fyrst athygli framleiðenda myndanna þegar verið var að kasta í hlutverk Bondstúlku fyrir Quantum of Solace, en þótti þá vera of ung. Lífið 16.3.2009 03:45 Réðst á ljósmyndara Lily Allen missti stjórn á skapi sínu og réðst á ljósmyndara í London á fimmtudagskvöldið. Lily, sem er 23 ára, kýldi, sparkaði og kastaði flösku í ljósmyndarann eftir að hann keyrði á bíl hennar þegar hún var að koma í upptökustúdíó. Lífið 16.3.2009 03:15 Allt varð brjálað hjá Tyru Banks Fyrirsætubransinn er harður heimur en væntanlega hefur engin búist við viðlíka átökum þegar áheyrnaprufur fyrir American‘s Next Top Model fóru fram í New York. Lífið 16.3.2009 02:30 Blúsgoðsögn væntanleg til landsins Pinetop Perkins mun spila á Blúshátíð í Reykjavík í næsta mánuði. Hátíðin stendur frá 4. til 9. apríl og verður glæsilegri en nokkurn tíma áður, segir Halldór Bragason listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Lífið 15.3.2009 19:30 Opnaði verslun með notuðum barnafötum Atvinnulaus móðir í barneignarfríi hefur látið viðskiptahugmynd sem hún fékk eina andvökunótt í janúar verða að veruleika. Í dag opnaði hún verslun sem selur notuð barnaföt á lágu verði. Lífið 14.3.2009 20:37 Frambjóðandi á fæðingardeild Skúli Helgason, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, og eiginkona hana Anna Lind Pétursdóttur héldu í morgunsárið á fæðingardeildina en þau eiga von á sínu þriðja barni. Lífið 14.3.2009 13:38 Með barn á brjósti í kosningaslag Sigríður Ásthildur Andersen, sem sækist eftir einu af fjórum efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, eignaðist sitt annað barn fyrir viku og það í miðri kosningabaráttunni. Vísir hafði samband við Sigríði til að kanna hvort hún treysti sér í slaginn og hvernig fæðingin gekk. „Fæðingin gekk voða vel, þó mun hraðar en ég bjóst við, svona express útgáfa af fæðingu eldri dóttur okkar. Við hjónin eigum eina dóttur fyrir , þriggja og hálfs árs, sem tekur litlu systur sinni afar vel," svarar Sigríður. Lífið 14.3.2009 08:09 Björgólfur Thor pabbi í annað sinn Tveimur dögum áður Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn Straums - Burðaráss eignaðist Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og aðaleigandi bankans, annað barn sitt. Lífið 13.3.2009 19:33 Mamma er að missa sig „Nei ég er ekki svekkt. Ég er ánægð og mjög sátt að ég hafi ekki komist áfram en auðvitað hefði það verið geggjað ef ég hefði komist áfram en „onestlí" er ég ánægð að Hrefna systir komst áfram. Mjög stolt og ægilega montin," segir Soffía Anna Helga Herbertsdóttir, 18 ára, systir Hröfnu Hönnu Elísu sem komst áfram í Idol Stjörnuleit síðasta föstudag. Lífið 13.3.2009 14:39 Litla-Hraun á Laugaveg Tökur á Fangavaktinni, þriðju seríunni um Georg, Ólaf Ragnar og Daníel, hefjast í byrjun maí. Leikararnir hafa verið tíðir gestir á Litla-Hrauni síðan um áramót. Lífið 13.3.2009 09:15 Glaðbeittur sveitarstjóri fær vínbúð á neðri hæðina „Þetta er nú bara gott dæmi um hvað landsbyggðin getur boðið upp á góða þjónustu við sitt fólk,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi. Ísólfur, sem er annálaður stuðpinni og gleðimaður, fær að líkindum góða ástæðu til að brosa breitt í vor því nú bendir allt til þess að hreppstjórinn fái góða granna þegar ÁTVR opnar vínbúð í gamla bankahúsinu á Flúðum við Akurgerði 4. Svo skemmtilega vill til að á efri hæð hússins er íbúð þar sem sveitarstjóri býr alla jafnan. Lífið 13.3.2009 07:30 Kafka varð ekki langlífur „Það kom bara tilboð á föstudaginn fyrir viku sem við gátum ekki hafnað. Við héldum fyrst að þetta væri bara eitthvert djók en svo komu þeir á mánudeginum til að fylgja tilboðinu eftir og við létum bara slag standa,“ segir Páll Gunnar Ragnarsson, annar eigandi hússins sem stendur við Laugaveg 22. Glöggir vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur hafa tekið eftir því að bóhem-staðnum Kafka hefur verið lokað eftir skamman líftíma, um það bil einn og hálfan mánuð. Í staðinn munu eigendur Santa Maria opna þar nýjan veitingastað í dag. Kafka var nefndur eftir þýska skáldinu Franz Kafka sem lést langt fyrir aldur fram aðeins 41 árs að aldri og því má segja að staðurinn hafi fylgt fyrirmyndinni eftir. Lífið 13.3.2009 06:45 Átta stíga á svið í Þýskalandi Átta íslenskir flytjendur hafa verið valdir til að spila í Þýskalandi í tengslum við tónlistarklúbbinn Norðrið. Lay Low reið á vaðið með vel heppnuðum tónleikum í Admiralspalast í Berlín á þriðjudag fyrir framan 400 manns og spilaði svo í Köln kvöldið eftir. Lífið 13.3.2009 06:00 Oft nefnd kartöflukonan Sigríður Valdís Bergvinsdóttir var útnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir að hefja kartöfluna á hærra plan á ári kartöflunnar árið 2008. Hér gefur hún lesendum uppskriftir að góðum kartöfluréttum. Lífið 13.3.2009 06:00 Þrettándakvöld Þjóðleikhúsið frumsýnir Þrettándakvöld – eða Hvað sem þér viljið eftir William Shakespeare í kvöld á stóra sviðinu. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Nemendaleikhúss en leikstjóri er Argentínumaðurinn Rafael Bianciotto. Lífið 13.3.2009 05:00 Fríar ferðir eru óraunhæfar Skipuleggjendur Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku íhuga að bjóða Íslendingum og Svíum ókeypis ferðir á hátíðina vegna efnahagskreppunnar. Svíar kaupa um 5-10 þúsund miða á hátíðina á ári hverju og Íslendingar um tvö þúsund og því yrði það mikill missir ef þeir kæmust ekki í ár. Lífið 13.3.2009 05:00 Torrini fær þrjá stjörnur í Guardian Tónleikagagnrýnandi breska blaðsins Guardian gefur tónleikum Emiliönu Torrini sem fram fóru á Ruby Lounge í Manchester ágætis dóma og verðlaunar hana með þremur stjörnum. Blaðamaðurinn Dave Simpson segir í gagnrýni sinni að tónleikarnir hafi verið fullir af andstæðum. Torrini, með þessa englarödd, hafi skreytt tónleikana með groddalegum sögum af lögum sínum. „Þetta var hrein hamingja, að vera innan um kokkteila og vonda menn,“ sagði Torrini einu sinni og bað síðan um viskí, rétt áður en hún söng lagið Bleeder af nýjustu plötu sinni, Me and Armini. Lífið 13.3.2009 04:45 White með nýja sveit Rokkarinn Jack White úr hljómsveitunum The White Stripes og The Raconteurs, hefur stofnað sína þriðju hljómsveit, The Dead Weather. White hélt fyrir skömmu partí í Nashville þar sem hann tilkynnti um verkefnið og spilaði nýja plötu sem hljómsveitin hefur tekið upp. Hún heitir Horehound og kemur út í júní. Einnig steig hann á svið með sveitinni, sem ætlar í tónleikaferð á árinu. Lífið 13.3.2009 04:30 Ólafur Arnalds og gestir spila Ólafur Arnalds, Mammút og Valgeir Sigurðsson spila á Grand Rokk í kvöld í samvinnu við Reykjavík Grapevine og Gogoyoko.com. Þetta eru þriðju tónleikarnir í tónleikaröðinni Grapevine Grand Rock þar sem margir af fremstu flytjendum landins spila saman. Áður hafa stigið á svið listamenn á borð við Singapore Sling, Reykjavík!, Nico Muhly, Evil Madness og Agent Fresco. Lífið 13.3.2009 04:30 Algjör metsala á bókamarkaðinum í ár „Aldrei séð annað eins. Mesta sala sem við höfum upplifað,“ segir Kristján B. Jónasson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Bókamarkaðurinn í Perlunni sem nú er yfirstandandi hefur slegið í gegn meðal landsmanna. Nú þegar hafa verið seldar hundrað og fimmtíu þúsund bækur. Að rúmmáli eins og tuttugu vörubílar. Kristján talar um þetta sem stórbrotið ævintýri hjá bókaþjóðinni sem kaupir bækur eins og hún hafi aldrei heyrt talað um að hér sé kreppa. Lífið 13.3.2009 04:00 Endurfundur þeirra sem djömmuðu á Inghól á seinustu öld Laugardaginn 14. mars verður stórviðburður í Hvítahúsinu á Selfossi, en þá verður haldið Inghóls reunion fyrir alla þá sem djömmuðu á Inghól á milli 1993 og 1999. Lífið 12.3.2009 21:48 Afrekskona Létt Bylgjunnar valin á ný Létt Bylgjan hyggst endurtaka valið á afrekskonu Létt Bylgjunnar sem valin var í fyrsta sinn í fyrra og óskar nú eftir tilnefningum. Miðvikudagskvöldið 25. mars verður svo glæsilegt konukvöld Létt Bylgjunnar haldið í Smáralindinni. Glæsileg skemmtun með fordrykk í Vetrargarðinum og spennandi dagskrá og uppákomum allt kvöldið. Lífið 11.3.2009 08:35 Selma komin í Eurobandið Söngkonan Selma Björnsdóttir hefur gengið til liðs við Eurobandið í stað Regínu Óskar sem á von á barni í lok maí. Að því er kemur fram í tilkynningu frá hljómsveitinni þurfti nýja söngkonan að hafa einhverja tengingu við Eurovision-keppnina og að hafa á sér hinn eina sanna „Eurovision-stimpil“ og kom þá aðeins Selma til greina. Lífið 11.3.2009 08:00 Íslensk mannæta á hvíta tjaldið „Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvort þetta verði leikin mynd eða teiknimynd. Ég hallast frekar að því að þetta verði teiknimynd,” segir Þórarinn Leifsson en hann, ásamt konu hans Auði Jónsdóttur, ætlar að skrifa kvikmyndahandrit upp úr bók Þórarins, Leyndarmálið hans pabba. Bókin vakti töluverða athygli þegar hún kom út 2007 en hún segir frá systkinum sem glíma við töluverðan vanda; pabbi þeirra sporðrennir nefnilega manneskjum í tíma og ótíma. Þórarinn er auk þess að skrifa handrit að næstu bók sinni sem ráðgert er að komi út í haust. Hann vildi ekkert gefa upp um innihald hennar að svo stöddu. Lífið 11.3.2009 07:00 Frábær í Frakklandi Hljómsveitin Jeff Who? fær mjög góða dóma fyrir aðra plötu sína, Jeff Who?, á frönsku tónlistarsíðunni The Wall. Platan kom út á síðasta ári og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna á dögunum. Lífið 11.3.2009 06:00 Kosningaklippingin kallar fram kynþokka þingmanna „Af hverju stjórnmálamenn koma hingað? Tja, hér koma tugir manna og láta klippa sig og það getur því oft verið mikil og heit umræða um pólitíkina,“ segir hárskerinn Kjartan Björnsson. Þingmenn og frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna, sem vilja ná góðum úrslitum, ættu að leggja nafn Kjartans og rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi á minnið. Dæmin sýna að þeir sem setjast í stólinn þar ná góðum árangri. Lífið 11.3.2009 05:30 Hjaltalín tekur upp Hljómsveitin Hjaltalín hefur hafið upptökur á annarri plötu sinni. Upptökur fara fram í Hljóðrita í Hafnarfirði undir stjórn Sigurðar Guðmundssonar, Sigga í Hjálmum. Í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni kemur fram að fyrsta smáskífa af næstu plötu komi út í næsta mánuði. Lífið 11.3.2009 05:30 Lágkúrulegt á Facebook Fjöldi fólks vandar Svövu Johansen hjá NTC ekki kveðjurnar á Facebook-síðu fataframleiðandans E-label. Ástæðan er frétt sem birtist í Fréttablaðinu þar sem eigendur E-label sökuðu Svövu um að banna þeim að versla við samstarfsaðila NTC í Frakklandi. Lífið 11.3.2009 04:00 Þriggja vikna dóttir Mel C Melanie Chisolm, betur þekkt sem Kryddpían Mel C, birti mynd af tveggja vikna dóttur sinni Scarlet Starr. Á heimasíðu söngkonunnar segir Mel C tilganginn með birtingu myndarinnar af mæðgunum svo að fjölmiðla að sýni þeim tillitssemi og láti þær í friði. Lífið 10.3.2009 16:14 Armani-sleðar ósáttir við lopann „Sumir vinir mínir sem ég kalla „Armani sleða" sem sofa helst í jakkafötum, hafa verið að senda mér tölvupóst og segja að þetta sé alveg ómögulegt en þeir eru bara að stríða mér," svarar Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður aðspurður um lopapeysuna sem hann klæðist á heimasíðu sinni armannkr.is sem telst vissulega til tíðinda í kosningaslag Sjálfstæðisflokksins. „Þetta var þannig að konan mín prjónaði peysu og gaf mér hana. Þá var hún búin að sauma og prjóna kjóla, vettlinga, pils og fleira. Bullandi framleiðsla heima og ég fékk peysuna. Þá varð mér hugsað til þess að þetta var eins og þegar við vorum að byrja að búa. Gömlu gildin sem við þurfum að byggja á núna. Það er kannski út af þessari peysu að þetta slagorð fæðist því núna viljum við byggja á góðum gildum og traustum," segir Ármann Kr. Lífið 10.3.2009 13:37 « ‹ ›
Freida næsta Bondstúlka? Indverska leikkonan Freida Pinto mun að öllum líkindum hreppa hlutverk Bondstúlku fyrir næstu kvikmynd um spæjarann. Samkvæmt heimildum breska dagblaðsins The Sun vakti Freida, sem er 24 ára, fyrst athygli framleiðenda myndanna þegar verið var að kasta í hlutverk Bondstúlku fyrir Quantum of Solace, en þótti þá vera of ung. Lífið 16.3.2009 03:45
Réðst á ljósmyndara Lily Allen missti stjórn á skapi sínu og réðst á ljósmyndara í London á fimmtudagskvöldið. Lily, sem er 23 ára, kýldi, sparkaði og kastaði flösku í ljósmyndarann eftir að hann keyrði á bíl hennar þegar hún var að koma í upptökustúdíó. Lífið 16.3.2009 03:15
Allt varð brjálað hjá Tyru Banks Fyrirsætubransinn er harður heimur en væntanlega hefur engin búist við viðlíka átökum þegar áheyrnaprufur fyrir American‘s Next Top Model fóru fram í New York. Lífið 16.3.2009 02:30
Blúsgoðsögn væntanleg til landsins Pinetop Perkins mun spila á Blúshátíð í Reykjavík í næsta mánuði. Hátíðin stendur frá 4. til 9. apríl og verður glæsilegri en nokkurn tíma áður, segir Halldór Bragason listrænn stjórnandi hátíðarinnar. Lífið 15.3.2009 19:30
Opnaði verslun með notuðum barnafötum Atvinnulaus móðir í barneignarfríi hefur látið viðskiptahugmynd sem hún fékk eina andvökunótt í janúar verða að veruleika. Í dag opnaði hún verslun sem selur notuð barnaföt á lágu verði. Lífið 14.3.2009 20:37
Frambjóðandi á fæðingardeild Skúli Helgason, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, og eiginkona hana Anna Lind Pétursdóttur héldu í morgunsárið á fæðingardeildina en þau eiga von á sínu þriðja barni. Lífið 14.3.2009 13:38
Með barn á brjósti í kosningaslag Sigríður Ásthildur Andersen, sem sækist eftir einu af fjórum efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, eignaðist sitt annað barn fyrir viku og það í miðri kosningabaráttunni. Vísir hafði samband við Sigríði til að kanna hvort hún treysti sér í slaginn og hvernig fæðingin gekk. „Fæðingin gekk voða vel, þó mun hraðar en ég bjóst við, svona express útgáfa af fæðingu eldri dóttur okkar. Við hjónin eigum eina dóttur fyrir , þriggja og hálfs árs, sem tekur litlu systur sinni afar vel," svarar Sigríður. Lífið 14.3.2009 08:09
Björgólfur Thor pabbi í annað sinn Tveimur dögum áður Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn Straums - Burðaráss eignaðist Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og aðaleigandi bankans, annað barn sitt. Lífið 13.3.2009 19:33
Mamma er að missa sig „Nei ég er ekki svekkt. Ég er ánægð og mjög sátt að ég hafi ekki komist áfram en auðvitað hefði það verið geggjað ef ég hefði komist áfram en „onestlí" er ég ánægð að Hrefna systir komst áfram. Mjög stolt og ægilega montin," segir Soffía Anna Helga Herbertsdóttir, 18 ára, systir Hröfnu Hönnu Elísu sem komst áfram í Idol Stjörnuleit síðasta föstudag. Lífið 13.3.2009 14:39
Litla-Hraun á Laugaveg Tökur á Fangavaktinni, þriðju seríunni um Georg, Ólaf Ragnar og Daníel, hefjast í byrjun maí. Leikararnir hafa verið tíðir gestir á Litla-Hrauni síðan um áramót. Lífið 13.3.2009 09:15
Glaðbeittur sveitarstjóri fær vínbúð á neðri hæðina „Þetta er nú bara gott dæmi um hvað landsbyggðin getur boðið upp á góða þjónustu við sitt fólk,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi. Ísólfur, sem er annálaður stuðpinni og gleðimaður, fær að líkindum góða ástæðu til að brosa breitt í vor því nú bendir allt til þess að hreppstjórinn fái góða granna þegar ÁTVR opnar vínbúð í gamla bankahúsinu á Flúðum við Akurgerði 4. Svo skemmtilega vill til að á efri hæð hússins er íbúð þar sem sveitarstjóri býr alla jafnan. Lífið 13.3.2009 07:30
Kafka varð ekki langlífur „Það kom bara tilboð á föstudaginn fyrir viku sem við gátum ekki hafnað. Við héldum fyrst að þetta væri bara eitthvert djók en svo komu þeir á mánudeginum til að fylgja tilboðinu eftir og við létum bara slag standa,“ segir Páll Gunnar Ragnarsson, annar eigandi hússins sem stendur við Laugaveg 22. Glöggir vegfarendur í miðbæ Reykjavíkur hafa tekið eftir því að bóhem-staðnum Kafka hefur verið lokað eftir skamman líftíma, um það bil einn og hálfan mánuð. Í staðinn munu eigendur Santa Maria opna þar nýjan veitingastað í dag. Kafka var nefndur eftir þýska skáldinu Franz Kafka sem lést langt fyrir aldur fram aðeins 41 árs að aldri og því má segja að staðurinn hafi fylgt fyrirmyndinni eftir. Lífið 13.3.2009 06:45
Átta stíga á svið í Þýskalandi Átta íslenskir flytjendur hafa verið valdir til að spila í Þýskalandi í tengslum við tónlistarklúbbinn Norðrið. Lay Low reið á vaðið með vel heppnuðum tónleikum í Admiralspalast í Berlín á þriðjudag fyrir framan 400 manns og spilaði svo í Köln kvöldið eftir. Lífið 13.3.2009 06:00
Oft nefnd kartöflukonan Sigríður Valdís Bergvinsdóttir var útnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir að hefja kartöfluna á hærra plan á ári kartöflunnar árið 2008. Hér gefur hún lesendum uppskriftir að góðum kartöfluréttum. Lífið 13.3.2009 06:00
Þrettándakvöld Þjóðleikhúsið frumsýnir Þrettándakvöld – eða Hvað sem þér viljið eftir William Shakespeare í kvöld á stóra sviðinu. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Nemendaleikhúss en leikstjóri er Argentínumaðurinn Rafael Bianciotto. Lífið 13.3.2009 05:00
Fríar ferðir eru óraunhæfar Skipuleggjendur Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku íhuga að bjóða Íslendingum og Svíum ókeypis ferðir á hátíðina vegna efnahagskreppunnar. Svíar kaupa um 5-10 þúsund miða á hátíðina á ári hverju og Íslendingar um tvö þúsund og því yrði það mikill missir ef þeir kæmust ekki í ár. Lífið 13.3.2009 05:00
Torrini fær þrjá stjörnur í Guardian Tónleikagagnrýnandi breska blaðsins Guardian gefur tónleikum Emiliönu Torrini sem fram fóru á Ruby Lounge í Manchester ágætis dóma og verðlaunar hana með þremur stjörnum. Blaðamaðurinn Dave Simpson segir í gagnrýni sinni að tónleikarnir hafi verið fullir af andstæðum. Torrini, með þessa englarödd, hafi skreytt tónleikana með groddalegum sögum af lögum sínum. „Þetta var hrein hamingja, að vera innan um kokkteila og vonda menn,“ sagði Torrini einu sinni og bað síðan um viskí, rétt áður en hún söng lagið Bleeder af nýjustu plötu sinni, Me and Armini. Lífið 13.3.2009 04:45
White með nýja sveit Rokkarinn Jack White úr hljómsveitunum The White Stripes og The Raconteurs, hefur stofnað sína þriðju hljómsveit, The Dead Weather. White hélt fyrir skömmu partí í Nashville þar sem hann tilkynnti um verkefnið og spilaði nýja plötu sem hljómsveitin hefur tekið upp. Hún heitir Horehound og kemur út í júní. Einnig steig hann á svið með sveitinni, sem ætlar í tónleikaferð á árinu. Lífið 13.3.2009 04:30
Ólafur Arnalds og gestir spila Ólafur Arnalds, Mammút og Valgeir Sigurðsson spila á Grand Rokk í kvöld í samvinnu við Reykjavík Grapevine og Gogoyoko.com. Þetta eru þriðju tónleikarnir í tónleikaröðinni Grapevine Grand Rock þar sem margir af fremstu flytjendum landins spila saman. Áður hafa stigið á svið listamenn á borð við Singapore Sling, Reykjavík!, Nico Muhly, Evil Madness og Agent Fresco. Lífið 13.3.2009 04:30
Algjör metsala á bókamarkaðinum í ár „Aldrei séð annað eins. Mesta sala sem við höfum upplifað,“ segir Kristján B. Jónasson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Bókamarkaðurinn í Perlunni sem nú er yfirstandandi hefur slegið í gegn meðal landsmanna. Nú þegar hafa verið seldar hundrað og fimmtíu þúsund bækur. Að rúmmáli eins og tuttugu vörubílar. Kristján talar um þetta sem stórbrotið ævintýri hjá bókaþjóðinni sem kaupir bækur eins og hún hafi aldrei heyrt talað um að hér sé kreppa. Lífið 13.3.2009 04:00
Endurfundur þeirra sem djömmuðu á Inghól á seinustu öld Laugardaginn 14. mars verður stórviðburður í Hvítahúsinu á Selfossi, en þá verður haldið Inghóls reunion fyrir alla þá sem djömmuðu á Inghól á milli 1993 og 1999. Lífið 12.3.2009 21:48
Afrekskona Létt Bylgjunnar valin á ný Létt Bylgjan hyggst endurtaka valið á afrekskonu Létt Bylgjunnar sem valin var í fyrsta sinn í fyrra og óskar nú eftir tilnefningum. Miðvikudagskvöldið 25. mars verður svo glæsilegt konukvöld Létt Bylgjunnar haldið í Smáralindinni. Glæsileg skemmtun með fordrykk í Vetrargarðinum og spennandi dagskrá og uppákomum allt kvöldið. Lífið 11.3.2009 08:35
Selma komin í Eurobandið Söngkonan Selma Björnsdóttir hefur gengið til liðs við Eurobandið í stað Regínu Óskar sem á von á barni í lok maí. Að því er kemur fram í tilkynningu frá hljómsveitinni þurfti nýja söngkonan að hafa einhverja tengingu við Eurovision-keppnina og að hafa á sér hinn eina sanna „Eurovision-stimpil“ og kom þá aðeins Selma til greina. Lífið 11.3.2009 08:00
Íslensk mannæta á hvíta tjaldið „Ég er ekki alveg búinn að ákveða hvort þetta verði leikin mynd eða teiknimynd. Ég hallast frekar að því að þetta verði teiknimynd,” segir Þórarinn Leifsson en hann, ásamt konu hans Auði Jónsdóttur, ætlar að skrifa kvikmyndahandrit upp úr bók Þórarins, Leyndarmálið hans pabba. Bókin vakti töluverða athygli þegar hún kom út 2007 en hún segir frá systkinum sem glíma við töluverðan vanda; pabbi þeirra sporðrennir nefnilega manneskjum í tíma og ótíma. Þórarinn er auk þess að skrifa handrit að næstu bók sinni sem ráðgert er að komi út í haust. Hann vildi ekkert gefa upp um innihald hennar að svo stöddu. Lífið 11.3.2009 07:00
Frábær í Frakklandi Hljómsveitin Jeff Who? fær mjög góða dóma fyrir aðra plötu sína, Jeff Who?, á frönsku tónlistarsíðunni The Wall. Platan kom út á síðasta ári og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna á dögunum. Lífið 11.3.2009 06:00
Kosningaklippingin kallar fram kynþokka þingmanna „Af hverju stjórnmálamenn koma hingað? Tja, hér koma tugir manna og láta klippa sig og það getur því oft verið mikil og heit umræða um pólitíkina,“ segir hárskerinn Kjartan Björnsson. Þingmenn og frambjóðendur í prófkjörum stjórnmálaflokkanna, sem vilja ná góðum úrslitum, ættu að leggja nafn Kjartans og rakarastofu Björns og Kjartans á Selfossi á minnið. Dæmin sýna að þeir sem setjast í stólinn þar ná góðum árangri. Lífið 11.3.2009 05:30
Hjaltalín tekur upp Hljómsveitin Hjaltalín hefur hafið upptökur á annarri plötu sinni. Upptökur fara fram í Hljóðrita í Hafnarfirði undir stjórn Sigurðar Guðmundssonar, Sigga í Hjálmum. Í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni kemur fram að fyrsta smáskífa af næstu plötu komi út í næsta mánuði. Lífið 11.3.2009 05:30
Lágkúrulegt á Facebook Fjöldi fólks vandar Svövu Johansen hjá NTC ekki kveðjurnar á Facebook-síðu fataframleiðandans E-label. Ástæðan er frétt sem birtist í Fréttablaðinu þar sem eigendur E-label sökuðu Svövu um að banna þeim að versla við samstarfsaðila NTC í Frakklandi. Lífið 11.3.2009 04:00
Þriggja vikna dóttir Mel C Melanie Chisolm, betur þekkt sem Kryddpían Mel C, birti mynd af tveggja vikna dóttur sinni Scarlet Starr. Á heimasíðu söngkonunnar segir Mel C tilganginn með birtingu myndarinnar af mæðgunum svo að fjölmiðla að sýni þeim tillitssemi og láti þær í friði. Lífið 10.3.2009 16:14
Armani-sleðar ósáttir við lopann „Sumir vinir mínir sem ég kalla „Armani sleða" sem sofa helst í jakkafötum, hafa verið að senda mér tölvupóst og segja að þetta sé alveg ómögulegt en þeir eru bara að stríða mér," svarar Ármann Kr. Ólafsson alþingismaður aðspurður um lopapeysuna sem hann klæðist á heimasíðu sinni armannkr.is sem telst vissulega til tíðinda í kosningaslag Sjálfstæðisflokksins. „Þetta var þannig að konan mín prjónaði peysu og gaf mér hana. Þá var hún búin að sauma og prjóna kjóla, vettlinga, pils og fleira. Bullandi framleiðsla heima og ég fékk peysuna. Þá varð mér hugsað til þess að þetta var eins og þegar við vorum að byrja að búa. Gömlu gildin sem við þurfum að byggja á núna. Það er kannski út af þessari peysu að þetta slagorð fæðist því núna viljum við byggja á góðum gildum og traustum," segir Ármann Kr. Lífið 10.3.2009 13:37