Lífið

Stefán Karl kemur heim til Búðardals

„Þetta er fyrsta aðalhlutverkið mitt í íslenskri bíómynd og þótt víðar væri leitað,“ segir Stefán Karl Stefánsson, stórleikari í Los Angeles. Hann leikur aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Ólafs Jóhannessonar, Laxdæla Lárusar Skjaldarsonar, sem fer í tökur í sumar. Stefán leikur þar áðurnefndan Lárus, borgarbarn með allt niðrum sig. Hann ákveður að breyta um umhverfi, flytjast vestur og taka að sér uppbyggingu Sláturhússins í Búðardal. „Mér líst bara ljómandi vel á þetta, ég verð á landinu í sumar við að kynna plötuna mína þannig að þetta hentaði mér bara mjög vel,“ segir Stefán. Annars ganga upptökur á plötunni ganga vel, meira að segja fyrrum trommuleikari Dobbie Brothers og Neil Diamond hefur lamið húðirnar í sumum lögunum en hún kemur út þann 23.júní.

Lífið

Augu Hollywood til Íslands

Sex af fremstu tökustjórum Hollywood eru væntanlegir til landsins í dag og hyggjast skoða náttúru Íslands í fylgd íslenskra framleiðslufyrirtækja. Tökustjórar (e. location managers) eru hálfgerð augu Hollywood en þeirra hlutverk er að finna heppilegustu tökustaðina fyrir stórmyndir frá kvikmyndaborginni.

Lífið

Hætta við skilnað - aftur

Óskarsverðlaunahafinn Sean Penn sótti sum skilnað frá Robyn Wright Penn eiginkonu sinni í síðasta mánuði en þau hafa verið gift í þrettán ár. Hann bað hinsvegar dómstóla um að fella málið niður á þriðjudag. „Þetta voru hrokafull mistök," sagði Penn við fjölmiðla í kjölfarið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau hjónin hætta við skilnað.

Lífið

Hudson hafði betur gegn Diaz

Það verður líklega langt í að þær stöllur Cameron Diaz og Kate Hudson stilli sér saman upp á rauða dreglinum eftir að sú síðarnefnda hafði betur í baráttunni um hlutverk í dansmynd sem Cameron vildi ólm hreppa.

Lífið

Vill giftast og eignast börn með nýja kærastanum

Glamúrgellan og hótelerfinginn Paris Hilton hefur verið á föstu með sjónvarpsstjörnunni Doug Reinhardt undanfarna fimm mánuði. Þau hafa undnfarið verið á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem þau hafa meðal annars sótt sömu veislur og Björgólfur Thor Björgólfsson og eiginkona hans.

Lífið

Myndaði bresku topp módelin í Bláa Lóninu

Nú fer að hefjast ný þáttaröð af bresku þáttunum, Britain´s Next Top Model en nýjasta þáttaröðin hefst þar í landi á morgun. Daily Mail segir frá myndatöku sem hin íslenska Huggy Ragnarsson tók í Bláa Lóninu á dögunum og verður í þættinum. Blaðakona blaðsins fylgdist með myndatökunni þar sem hitastigið féll á sama tíma og keppnin hitnaði.

Lífið

Katie Price: Langar aftur í Pete-inn sinn

Hin nýeinhleypa Jordan hefur lýst því yfir að hún vilji fá eiginmann sinn, Peter Andre, til baka. Hún hefur nú viðurkennt að hafa gert „stærstu mistök ævi minnar“ þegar hún ákvað að láta eiginmanninn sér úr greipum ganga.

Lífið

Með lag í So you think you can dance

Emiliana Torrini á lag í fyrsta þætti af nýjustu þáttaröðinni af bandarísku þáttunum, So you think you can dance, sem sýndir hafa verið á Stöð 2 í gegnum árin. Nú fer að hefjast fimmta þáttaröðin af þessum vinsælu þáttum og spennan er farin að magnast.

Lífið

Nýtur aðstoðar lögfræðings Paul McCartney

Fyrirsætan Jordan eyddi afmælisdegi sínum í að ræða við skilnaðarlögfræðing Paul McCartney en hún varð 31 árs gömul í gær. Einnig kom í ljós að hún er með húðflúrað nafn eiginmannsins á handleggnum.

Lífið

Lúxus á árlegri aðdáendahátíð EVE online

Þrátt fyrir að enn séu fjórir mánuðir til stefnu eru tölvuleikjaunnendur vestan hafs byrjaðir að ræða árlega aðdáendahátíð hins íslenska EVE online. Fáir leikir sem þessir halda aðdáaendahátíðir sínar utan Bandaríkjanna en hátíð EVE er alltaf haldin í Reykjavík. Í ár fer hún fram 1.-3. október á þessu ári. Þrátt fyrir erfiðleika í efnahagsmálum virðist hátíðin í ár ætla að verða sú allra flottasta.

Lífið

Þvottalaugaganga í dag

Listahátíð í Reykjavík og listamannahúsið START ART standa fyrir glæsilegum gjörningi tileinkuðum þeim konum sem þvoðu þvott í gömlu þvottalaugunum í Laugardal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lilstahátíð í Reykjavík.

Lífið

Akranesmær Ungfrú Ísland 2009

Guðrún Dögg Rúnarsdóttir 18 ára stúlka frá Akranesi var kjörin Fegurðardrottning Íslands 2009, en keppnin fór fram á Broadway í gærkvöldi. Guðrún Dögg lenti í öðru sæti í keppninni um Ungfrú Vesturland 2009.

Lífið

Léttklæddar fegurðardrottningar í Nauthólsvík - myndir

Keppendur í Ungfrú Ísland fegurðarsamkeppninni léku sér í strandbolta og frisbee í fyrradag í Nauthólsvíkinni. Veðurblíðan var með eindæmum góð og einbeitingin skein úr augum stúlknanna þegar þær öttu kappi. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins stóðst ekki mátið og tók nokkrar myndir af fljóðunum fögru.

Lífið

Jóhanna Guðrún með tónleika í Laugardalshöll

Söngkonan unga og Eurovisonfarin Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem unnið hefur hug og hjörtu Íslendinga og heillað fjölmarga í Evrópu með frábærum söng og fallegri framkomu kemur fram á tónlekum í Laugardalshöll 4. júní.

Lífið

Guðmundur fjallar um leiðina að silfrinu í Skemmtigarðinum

Skemmtigarðurinn í Grafarvogi var nýverið opnaður formlega. Í garðinum er boðið upp á margs konar skemmtun fyrir allar gerðir hópa sem vilja bregða á leik, efla andann og eiga eftirminnilegan dag í ævintýralegu umhverfi. Meðal þess sem boðið er upp á er fyrirlestur landsliðsþjálfarans, Guðmundar Guðmundssonar.

Lífið

Nýr liðsmaður Esju

Englendingurinn Smutty Smiff, fyrrverandi meðlimur rokkabillísveitarinnar The Rockats sem var vinsæl á áttunda áratugnum, hefur gengið til liðs við hljómsveitina Esju.

Lífið

Selur börnin í auglýsingar

„Ég myndi aldrei setja þau í námugröft. Eða láta þau í að draga kerrur í álveri. En ef þeim býðst auðveld vinna við leik – þá telst það ekki barnaþrælkun,“ segir Gunnar L. Hjálmarsson tónlistarmaður – betur þekktur sem neytendafrömuðurinn Dr. Gunni.

Lífið

Stofutónleikar í stórborginni

Hljómsveitirnar Amiina og Bloodgroup ásamt tónlistarmönnunum Jóni Ólafssyni og Ólöfu Arnalds verða á meðal þeirra sem koma fram á stofutónleikum Listahátíðar Reykjavíkur frá föstudegi til sunnudags.

Lífið

Ensími spilar Kafbátamúsík

Fyrstu tónleikarnir í tónleikaröðinni Manstu ekki eftir mér fara fram á Nasa 11. júní. Í tónleikaröðinni koma fram þekktar íslenskar hljómsveitir og flytja sígildar eigin hljómplötur í heild sinni. Hljómsveitin Ensími ríður á vaðið og leikur lög af plötunni Kafbáta­músík sem kom út hjá útgáfufélaginu Dennis árið 1998. Platan hlaut gríðarlega góðar viðtökur þegar hún kom út og fékk Ensími tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. Miðasala á tónleikana er hafin á Midi.is.

Lífið

Twilight í fjórða sinn

Fjórða vampírumyndin í Twilight-seríunni er í bígerð og verður hún byggð á bók Stephenie Meyer, Breaking Down. Þetta staðfesti leikarinn Robert Pattinson á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Tökum á annarri myndinni, New Moon, er að ljúka um þessar mundir á Ítalíu og tökur á þeirri þriðju, Twilight: Eclipse, hefjast í október. Fyrsta Twilight-myndin naut mikilla vinsælda víða um heim þegar hún var frumsýnd á síðasta ári og er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir framhaldsmyndunum. Myndirnar fjalla um ástarævintýri unglingsstúlkunnar Bellu og vampírunnar Edwards, sem Pattinson leikur.

Lífið

Spilar á þaki í Washington

„Mér finnst þetta ferlega spennandi," segir píanóleikarinn Sunna Gunnlaugsdóttir sem spilar með djasskvartett sínum á þaki sænska sendiráðsins í Washington DC á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Tónleikarnir eru hluti af norrænni djasshátíð sem verður haldin í Washington og munu fleiri hljómsveitir spila uppi á þakinu. „Þetta er svolítið óvenjulegt," viðurkennir Sunna, sem ætlar að spila í klukkutíma með hljómsveit sinni.

Lífið

Atli semur tónlist við svarta dauða

Enn heldur Atli Örvarsson, tónskáldið í Los Angeles, áfram að bæta á sig blómum. Nú hefur verið tilkynnt að hann semji tónlistina við nýjustu kvikmynd bandaríska stórleikarans Nicolas Cage, Season of the Witch. Auk hans er Íslandsvinurinn Ron Perlman í stóru hlutverki og hin unga Claire Foy en ráðgert er að myndin verði frumsýnd 2010.

Lífið

Fimm Rússar létu sjá sig í Officera klúbbnum

Icelandair Technical Services á Keflavíkurvelli, dótturfyrirtæki Icelandair, hélt vorfagnað fyrirtækisins í Officera klúbbnum í gær. Brugðið var á leik og grillað og slegið á létta strengi sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema hvað að meðal gesta ITS á vorfagnaðinum voru 5 Rússar.

Lífið

Kris Allen vann American Idol

Hinn 23 ára gamli Kris Allen bar sigur úr býtum í áttundu American Idol-keppninni sem lauk í nótt. Allen atti kappi við Adam Lambert í úrslitaþættinum sem var sýndur beint á Stöð 2.

Lífið

Geislandi fegurð á ströndinni

Ungfrú Ísland verður krýnd á Broadway annað kvöld en keppendurnir brugðu á leik í sólinni í Nauthólsvík í gær – ólíkt föngulegri hópur en þeir sem stundum sjást þar leggja stund á sjóböð.

Lífið

Hilton ræður Geldof í vinnu

Paris Hilton og Peaches Geldof, dóttir Bobs Geldoff, hafa lagt til hliðar deilur sem þær stóðu í. Sú fyrrnefnda hefur núna ráðið þá síðarnefndu í fyrirsætustörf. Fyrr í mánuðinum hefur Peaches sagt að Paris væri feit og líktist klæðskiptingi. En þær eru núna staddar á kvikmyndahátíð í Cannes og fer vel á með þeim að sögn viðstaddra.

Lífið