Lífið

Hollie Steel mætir í úrslitin

Hin tíu ára gamla Hollie Steel, sem tekur þátt í raunveruleikaþáttunum Britain's Got Talent, brast í grát í undanúrslitaþættinum sem fram fór í gær.

Lífið

Nýdönsk ambassadorar Háskólans á Bifröst

„Þetta er hluti af okkar nýstárlegu markaðssetningu – að tengjast tónleikum víðs vegar um landið. Erum að senda skilaboð. Að fara á böll, dansa og hlusta á músík sem er stór þáttur í félagslífi ungs fólks, ekki síst á Bifröst,“ segir Ágúst Einarsson, prófessor og rektor við Háskólann á Bifröst.

Lífið

Þursar á Bræðslu

Þursaflokkurinn, Páll Óskar og Monika og Bróðir Svartúlfs, nýkrýndir sigurvegarar Músíktilrauna, koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Hátíðin, sem verður haldin helgina 24. til 26. júlí, heldur upp á fimm ára afmæli sitt í sumar. Hún hefur styrkt sig í sessi sem einn af áhugaverðari viðkomustöðum Íslands yfir sumarmánuðina.

Lífið

Haminjusamur í Kristjaníu í 36 ár

Myndlistarmaðurinn Laurie Grundt er elsti íbúi frí­ríkisins Kristjaníu, hefur búið þar í 36 ár og segir þá samfélagstilraun hafa gengið upp. Myndlistarmaðurinn Laurie Grundt er norskur, fæddist í Bergen árið 1923. Þótt hugurinn sé enn kvikur segir hann, í samtali við blaðamann Fréttablaðsins, líkamann vera að gefa sig.

Lífið

Jay Leno kvaddi í gærkvöldi

Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Jay Leno hætti með kvöldþátt sinn í gærkvöldi eftir sautján ár í loftinu. „Á ég eftir að sakna hans? Já, rosalega mikið,“ sagði Leno.

Lífið

Lét breyta glænýjum Audi

„Við erum búin að vera að bíða eftir þessum bíl í svolítinn tíma og hann er nýkominn,“ segir Manúela Ósk Harðardóttir um glæsilegan bíl sem hún og eiginmaður hennar, Grétar Rafn Steinsson fótboltamaður, hafa fest kaup á. Bíllinn er af gerðinni Audi Q-7, en var breytt sérstaklega eftir óskum Manúelu.

Lífið

Með gamalt rokk í mjöðm

Rokkabillísveitin Langi Seli og Skuggarnir snýr aftur eftir sautján ára hlé. Fimmtugsafmælið kveikti á gömlu rokkvélinni.

Lífið

Hrafn Gunnlaugsson uppgötvaði Lisbeth Sandler

Aðdáendur Stiegs Larsson geta andað léttar. Tekist hafa samningar milli dreifingarfyrirtækisins Senu og Nordisk film um að kvikmyndin Karlar sem hata konur verði sýnd hér á landi. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá voru ansi mörg ljón í veginum þegar reynt var að fá myndina hingað til lands en nú hefur tekist að ryðja þeim öllum úr veginum.

Lífið

Níutíu mynda keppni

Níutíu myndir voru sýndar á Kvikmyndahátíð grunnskóla í Reykjavík sem var haldin í Kringlubíói á dögunum. Keppt var í aldursflokkum 10 til 12 ára og 13 til 16 ára í fjórum flokkum kvikmynda.

Lífið

Ekkert svindl í bandaríska Idolinu

Forsvarsmenn American Idol-keppninnar segja ekkert hæft í þeim sögusögnum að svindl að einhverju tagi hafi haft áhrif á niðurstöðuna í úrslitaþættinum sem fór nýverið fram. Þá sigraði hinn 23 ára nemi Kris Allen frá Arkansas óvænt keppnina en margir töldu að keppinautur hans Adam Lambert myndi vinna.

Lífið

Spector fékk 19 ára fangelsi

Tónlistarmaðurinn og upptökustjórann Phil Spector var í dag dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir manndráp og ólöglegan vopnaburð. Spector var í apríl sakfelldur fyrir að hafa myrt leikkonuna á heimili sínu árið 2003. Hann neitaði allan tímann að hafa myrt Clarkson sem var skotin í munninn.

Lífið

Leikarinn Sizemore handtekinn

Bandaríski leikarinn Tom Sizemore var handtekinn í gær vegna fíkniefnamáls en hann hefur átt við fíkniefnavandamál að stríða í mörg ár. Lögregla handtók leikarann og félaga hans eftir að fíkniefni fundust á þeim.

Lífið

Svíi hreppti Glerlykilinn

Rétt í þessu afhenti Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra Glerlykilinn, verðlaun Skandinaviska Kriminalsällskapet, fyrir bestu, norrænu glæpasöguna.

Lífið

Hefner fór með stelpurnar á Lakers-leik

Playboykóngurinn Hugh Hefner hefur í gegnum tíðina verið nokkuð veikur fyrir ungum myndarlegum ljóshærðum stúlkum. Hefnerinn lét sig ekki vanta á leik í úrslitakeppni NBA körfuboltans í vikunni og voru nokkrar vinkonur hans með í för. Playboygengið horfið á leik L.A. Lakers og Denver Nuggets sem berjast í úrslitum Vesturstrandarinnar um þessar mundir.

Lífið

Leno kveður í kvöld

NBC sjónvarpsstöðin sendir út síðasta Tonight Show undir stjórn Jay Leno í kvöld. Leno er einn allra vinsælasti sjónvarpsmaðurinn vestanhafs, en hann hefur stýrt þættinum undanfarin 17 ár.

Lífið

Verta hryllir við hærri áfengisskatti

Skattaaðgerðir ríkisstjórnarinnar hvað varða auknar álögur á verð áfengis leggjast ekki vel í veitingamenn sem segja algerlega fyrirliggjandi að aðgerðirnar muni ekki skila krónu í kassann en auki þess í stað smygl og landaframleiðslu til muna.

Lífið

Fagnaði með stjörnum Barca

„Þetta var alveg meiriháttar, ekkert smá flott,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um stemninguna í Róm þegar Barcelona vann lið hans, Manchester United, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. „Þetta var algjör draumur fyrir utan úrslitin en það er gaman að hann vann,“ segir hann um vin sinn Eið Smára Guðjohnsen, leikmann Barcelona.

Lífið

Bjartmar og Hrafnar á bísanum

Landsmenn mega eiga von á Bjartmarslögum í sumar og Fréttablaðið greip Bjartmar glóðvolgan þar sem hann var að lauma sér í stúdíó með hljómsveitinni Hröfnum.

Lífið

Hita upp fyrir friðarleiðtoga

Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að spila á undan fyrirlestri Dalai Lama í Laugardalshöll á þriðjudaginn. Aðeins eitt lag verður á efnisskránni og er uppákoman ætluð sem falleg gjöf handa þeim gestum sem hafa borgað sig inn. Þátttöku Sigur Rósar hefur verið haldið leyndri í dágóðan tíma enda var henni ætlað að koma áhorfendum á óvart þegar að fyrirlestrinum kæmi. Skipuleggjandinn Þórhalla Björnsdóttir staðfesti þátttöku Sigur Rósar við Fréttablaðið en vildi annars ekkert tjá sig um málið.

Lífið

Spurningakeppninni slaufað

„Hún verður bara að bíða til næsta árs, umsjónarmaðurinn ætlaði að koma með einhverjar tillögur en þær komu ekki,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 1 og 2. Eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir páskana ákvað Sigrún að slá af spurningakeppni fjölmiðlanna, vinsælt útvarpsefni í umsjá Ævars Arnar Jósepssonar. Sigrún hafði varla sleppt orðinu þegar Bylgjan stökk á hugmyndina, fékk sjónvarpsmanninn Loga Bergmann í lið með sér og hélt keppnina.

Lífið

Allir vilja þá „vestustu“

Raunveruleikagjörningi Curvers Thoroddsen í Bjargtangavita við Látrabjarg lýkur á sunnudag. Þar rekur hann pitsustaðinn Sliceland sem býður upp á lundapitsur sem eru um leið „vestustu“ pitsur í Evrópu því Látrabjarg er vestasti oddi heimsálfunnar. Gjörningurinn er hluti af sýningunni Brennið þið, vitar! á Listahátíð í Reykjavík. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Mikið af ferðamönnum og heimafólki hafa komið til að prófa þessar ljúffengu lundapitsur,“ segir Curver. „Það kom mér á óvart hvað það eru margir ferðamenn þarna. Það vilja allir smakka „vestustu“ pitsu í Evrópu.“

Lífið

Kreppan er komin í Kattholt

„Hér hafa aldrei verið fleiri kettlingar, mér telst til að þeir séu milli 25 og 30 hjá okkur núna,“ segir Sigríður Heiðberg, formaður Kattholts. Eins og mörg undanfarin ár reynist sumarið erfitt fyrir Kattholt og ketti almennt. Fólk fer í sumarfrí og á í mestum erfiðleikum með að fá fóstur fyrir gæludýrin. Kreppan hefur einnig leikið dýrahaldið grátt, dýrara er að hafa gæludýr á heimilunum og stundum eru ferfætlingarnir þeir fyrstu sem fá að finna fyrir niðurskurðarhníf heimilisbókhaldsins.

Lífið

Sameinast í danstónlist

Fyrsta skemmtikvöld REYK-VEEK, sem er hópur raftónlistarmanna og plötusnúða, verður haldið á Nasa á laugardagskvöld. Á meðal þeirra sem koma fram eru Karíus og Baktus, Oculus og Siggi Kalli.

Lífið

Lohan á heima fjarri Ronson

Michael Lohan, faðir leikkonunnar Lindsay Lohan, er ekkert sérstaklega orðvar maður. Enda er hann grunaður um að hafa hótað unnustu sinni lífláti. Lohan fer heldur ekkert í kringum hlutina þegar kemur að dóttur hans.

Lífið

Lögfræðingar Phils Spectors vilja sem stystan dóm

Lögfræðingar tónlistarmannsins Phils Spectors reyna nú hvað þeir geta til að fangelsisdómur hans fyrir morðið á leikkonunni Lönu Clarkson verði sem stystur. Spector var í apríl sakfelldur fyrir að hafa myrt leikkonuna á heimili sínu árið 2003. Hann neitaði allan tímann að hafa myrt Clarkson sem var skotin í munninn.

Lífið