Lífið

Allir vilja þá „vestustu“

Curver Curver Thoroddsen býður upp á „vestustu“ pitsur í Evrópu í Bjargtangavita.
Curver Curver Thoroddsen býður upp á „vestustu“ pitsur í Evrópu í Bjargtangavita.
Raunveruleikagjörningi Curvers Thoroddsen í Bjargtangavita við Látrabjarg lýkur á sunnudag. Þar rekur hann pitsustaðinn Sliceland sem býður upp á lundapitsur sem eru um leið „vestustu“ pitsur í Evrópu því Látrabjarg er vestasti oddi heimsálfunnar. Gjörningurinn er hluti af sýningunni Brennið þið, vitar! á Listahátíð í Reykjavík. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Mikið af ferðamönnum og heimafólki hafa komið til að prófa þessar ljúffengu lundapitsur,“ segir Curver. „Það kom mér á óvart hvað það eru margir ferðamenn þarna. Það vilja allir smakka „vestustu“ pitsu í Evrópu.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.