Lífið

Fagnaði með stjörnum Barca

Frá fundi Auðuns og Lionels Messi, leikmanns Barcelona, í fyrra. Auðunn fagnaði með Messi og félögum eftir sigurinn í Meistaradeildinni.
Frá fundi Auðuns og Lionels Messi, leikmanns Barcelona, í fyrra. Auðunn fagnaði með Messi og félögum eftir sigurinn í Meistaradeildinni.

„Þetta var alveg meiriháttar, ekkert smá flott,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um stemninguna í Róm þegar Barcelona vann lið hans, Manchester United, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. „Þetta var algjör draumur fyrir utan úrslitin en það er gaman að hann vann,“ segir hann um vin sinn Eið Smára Guðjohnsen, leikmann Barcelona.

Auðunn er að vonum ósáttur við frammistöðu sinna manna, enda léku þeir langt undir getu. „Þeir voru ekkert smá lélegir. Þeir áttu aldrei möguleika nema fyrstu tíu mínúturnar. Þetta var svekkjandi en strax skárra en ef þeir hefðu tapað fyrir Chelsea eða einhverju öðru liði. Þetta slapp,“ segir hann.

Auðunn segist hafa kastað kveðju á Eið Smára eftir leikinn en annars haft við hann lítil samskipti. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins þróuðust atvik mála aftur á móti þannig að Auðunn steig upp í rútu Barcelona-liðsins eftir leikinn þar sem hann fagnaði sigrinum vel og innilega ásamt Eiði og hinum leikmönnum liðsins. Héldu fagnaðarlætin síðan áfram langt fram eftir kvöldi.

Auðunn vildi ekki staðfesta þetta, enda harður United-maður, og ekki fylgdi heldur sögunni hvort hann hefði verið í United-treyju innanundir í öllum fagnaðarlátunum. Áður hafði hann lýst því yfir í viðtali við Fréttablaðið að leikurinn væri nokkurs konar „win-win“ fyrir sig því að ef United tapaði myndi vinur hans Eiður fá medalíu.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.