Lífið

Bjartmar og Hrafnar á bísanum

Sungu saman lag Bjartmars sem fjallar um mann sem er á harðahlaupum frá framtíðinni.
fréttablaðið/anton
Sungu saman lag Bjartmars sem fjallar um mann sem er á harðahlaupum frá framtíðinni. fréttablaðið/anton

Landsmenn mega eiga von á Bjartmarslögum í sumar og Fréttablaðið greip Bjartmar glóðvolgan þar sem hann var að lauma sér í stúdíó með hljómsveitinni Hröfnum.

„Já, ég er á fullu í tónlistinni. Er með algera skáldaskitu núna. Er á meðan er. Það renna upp úr mér lögin og textarnir. Ég er í einhverjum gír. Og best að nýta það meðan er. Maður veit aldrei hvenær maður hrekkur í lága drifið, sjáðu til,“ segir Bjartmar Guðlaugsson tónlistarmaður með meiru.

Bjartmar fór í stúdíó í vikunni með hljómsveitinni Hröfnum og tók upp glænýtt lag sem heitir „Velkomin á bísann“. Að vera á bísanum þýðir einfaldlega að lifa á vinum sínum og samferðamönnum. Og á örugglega vel við nú. Fjallar um mann sem er á flótta undan framtíðinni. Á harðahlaupum og er kominn langt burtu til baka. En Lómagnúpurinn hefur verið þarna í hundruð ára og stendur þetta allt af sér:

Bjartmar ber hljómsveitinni Hröfnum, sem stendur á gömlum merg Papanna, vel söguna. „Alveg ferlega gaman að gera þetta með þeim. Ég hef unnið með þeim öllum áður einhvern tíma á ferlinum. Það er hollt góðum og gömlum vinum að koma saman og taka einhver lög,“ segir Bjartmar sem vinnur að því að taka upp lög sem spretta nú fram og upp eins og fíflar að vori á túnbletti.

jakob@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.