Lífið

Susan Boyle grætur yfir álaginu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Susan Boyle hefur átt erfitt með að venjast álaginu sem fylgir því að vera stjarna.
Susan Boyle hefur átt erfitt með að venjast álaginu sem fylgir því að vera stjarna.
Susan Boyle, sem skaust upp á stjörnuhimininn í sjónvarpsþáttunum Britain's Got Talent hefur íhugað það að hætta í þáttunum. Ástæðan er allt það álag sem fylgir því að vekja heimsathygli. Þetta segir Piers Morgan, einn dómaranna í þáttunum. Morgan segir ennfremur á bloggi sínu að Boyle hafi mikið grátið að undanförnu.

Boyle varð fyrst fræg þegar að myndskeið af henni fór eins og eldur í sinu um netiið. Hún komst á forsíður slúðurblaða fyrr í vikunni þegar að hún missti stjórn á skapi sínu í London eftir að hafa verið áreitt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.