Lífið

Pilsner í boði Rauða Krossins

Steinþór Steingrímsson og Ölvir Gíslason, höfundar spurningaspilsins Spurt að leikslokum sem kemur út á morgun, halda spurningakeppni í Rauða kross-húsinu í Borgartúni sama dag.

Lífið

Pinewood brýtur blað

Breska kvikmyndaverið Pinewood hyggst brjóta blað í sögunni með 200 milljóna punda framkvæmdum sínum í Buckinghamskíri. Pinewood hefur sótt um byggingarleyfi fyrir nýju kvikmyndaveri og breski kvikmyndaheimurinn heldur niðri í sér andanum.

Lífið

Laxness loks út á arabísku

„Það var mjög sérstakt að skipta við hinn arabíska heim og þeir voru með ýmsar tiktúrur í sambandi við innihald bókanna sem þeir gefa út,“ segir Hólmfríður Matthíasdóttir hjá réttindastofu Forlagsins.

Lífið

Sluppu við þjófavarnarkerfið

Tökur á stuttmyndinni Imagination fóru fram í Hagaskóla um hvítasunnuhelgina og heppnuðust vel. „Við náðum að klára klukkutíma áður en þjófavarnarkerfið fór í gang í skólanum. Við vorum alveg á mörkunum en náðum að klára þetta sem betur fer,“ segir Steinar Jónsson, hinn ungi leikstjóri myndarinnar.

Lífið

Ólafur Darri orðheppnastur

Lokahóf leikaraboltans svokallaða var haldið á Catalinu í Kópavogi, annan í hvítasunnu. Fögnuðu leikarar þar góðu ári í Fífunni þar sem þeir etja kappi í fótbolta, stundum eftir leikhúsum.

Lífið

Óverjanleg staða Rúnars í Grímunefnd

Leiklistarverðlaunin Gríman eru í hálfgerðu uppnámi eftir að upp komst að Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri og höfundur sýningarinnar Steinar í djúpinu, sat í valnefnd Grímunnar. Rúnar hefur sagt af sér og beðið þess að atkvæði hans verði gerð ógild:

Lífið

Á faraldsfæti í allt sumar

Fjöldi íslenskra tónlistarmanna verður á faraldsfæti í sumar. Á meðal viðkomustaða eru tvær af stærstu tónlistarhátíðum Evrópu, Hróarskelda og Glastonbury.

Lífið

Fjölþjóðleg súpa á menningarhátíð

„Menningarhátíðin er haldin í miðri Íslandskreppunni og því hefðbundinni grillveislu slaufað. Súpueldhús sett upp í staðinn,“ segir Friðrik Indriðason, kynningarfulltrúi menningarhátíðar Grand Rokks.

Lífið

Leikstjórar framtíðarinnar

Kvikmyndahátíðin Stuttmyndadagar í Reykjavík fer fram í Kringlubíói í dag. Hátíðin hefst stundvíslega klukkan 17.30 í Kringlubíói og er aðgangur ókeypis.

Lífið

Myrtur vegna líftryggingar

Gítarsnillingurinn Jimi Hendrix var myrtur af umboðsmanni sínum. Þessu heldur James „Tappy“ Wright, fyrrverandi rótari Hendrix, fram í nýrri bók.

Lífið

Meðlag og fyllibyttublús

Önnur plata Ljótu hálfvitanna er komin út og er hún skírð í höfuðið á sveitinni rétt eins og fyrsta plata. Á meðal laga á nýju plötunni eru Lukkutröllið, sem hefur hljómað töluvert í útvarpi að undanförnu, Stjáni, Fyllibyttublús og Meðlag.

Lífið

Nicholson tekur til í Óskars-hillunni

Jack Nicholson hefur ákveðið að taka við keflinu af gamanleikaranum Bill Murray í kvikmynd eftir James L. Brooks. Myndinni hefur enn ekki verið gefið nafn en er titluð sem Paul Rudd/Reese Witherspoon/Owen Wilson-myndin en hún ku vera rómantísk, væntanlega með smá gríni og glensi inni á milli.

Lífið

Fastagestir í fermingarkyrtlum á menningarhátíð

Menningarhátíð Grand rokk verður sett á morgun, fimmtudag, og að venju er boðið upp á ýmsar uppákomur fram á næsta sunnudagskvöld. Meðal óvenjulegra atriða í ár er ljósmyndasýning Magdalenu Hermannsóttur á fastagestum staðarins í fermingarkyrtlum.

Lífið

Sveppi og Hrafna í Húsdýragarðinum - myndir

20.000 manns gerðu sér glaðan dag á árlegum fjölskyldudegi Stöðvar 2 um helgina enda var margt í boði fyrir alla fjölskylduna. Frítt var í öll tæki og fyrir utan venjulega dagskrá garðsins var glæsileg skemmtidagskrá í boði þar sem fram komu Sveppi og Villi, Skoppa og Skrýtla og Hrafna Idolstjarna.

Lífið

Risa marglytta úr geimnum?

Mynd af risa marglyttu hefur birst á breskum akri í Kingstone Coombes, Oxfordskíri en ekki er vitað hvernig hann komst þangað, það er að segja, hver bjó hann til.

Lífið

Nýfæddur kópur í Húsdýragarðinum - myndir

Það ríkir mikil gleði í Húsdýragarðinum þessa dagana, sem endranær. Það sem gleður þó starfsfólk garðsins, sem og gesti og gangandi sérstaklega, er nýr íbúi. Langselsurtan Esja kæpti nefnilega sprækum kópi í gær.

Lífið

Drekkur bjór og reykir í gjörningi

„Fyrir Íslending eins og mig er frekar heitt. Það er búinn að vera þrjátíu stiga hiti síðustu daga og stefnir víst í brjálað sumar,“ segir Páll Haukur Björnsson, sem er staddur í Feneyjum með Ragnari Kjartanssyni listamanni, fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum. Páll vinnur með Ragnari að sýningu hans The End sem stendur yfir í sex mánuði og er einn liður verksins gjörningur þar sem Ragnar málar olíumálverk af Páli sitjandi við síki, drekkandi bjór og reykjandi sígarettur í sundskýlu einni fata.

Lífið

Íslenskur vefhönnuður hitti drottninguna

„Hún var fín. Mér fannst hún mjög innileg konan og gaman af því að hún nenni að taka í hendurnar á fólki sem stendur sig vel,“ segir Jón Rúnar Guðjónsson Jóhannesson, sem hitti Margréti Danadrottningu fyrir skömmu.

Lífið

Johansson fetar í fótspor Cruz

Leikkonan Scarlett Johanssson ætlar að feta í fótspor vinkonu sinnar Penelope Cruz sem andlit spænsku fataverslunarinnar Mango. Fljótlega munu auglýsingar með andliti hennar birtast vegna herferðar sem sett verður af stað vegna nýrrar haust- og vetrarlínu frá Mango.

Lífið

Einsleit nefnd um RÚV

Svo virðist sem starfshópur sem á að fjalla um málefni Ríkisútvarpsins komi aðeins úr einni átt: Annaðhvort úr Vinstri grænum eða Ríkisútvarpinu sjálfu nema hvoru tveggja sé.

Lífið

Kaup vekja upp deilur

Á laugardag, fáeinum dögum eftir að tilkynnt var að Kristján Guðmundsson fengi fyrstur íslenskra myndlistarmanna aðalverðlaun Carnegie, komst Sigurður Guðmundsson í fréttir þegar Morgunblaðið greindi frá því að Listasafn Íslands hefði fest kaup á ljósmynd hans, Mountain eða Fjalli, sem er lykilverk á ferli hans frá áttunda áratugnum.

Lífið

Gisele ríkasta fyrirsæta heims

Brasilíska ofurfyrirsætan Gisele Bündchen er launahæsta fyrirsæta heims samkvæmt viðskiptasíðunni Forbes.com, þriðja árið í röð. Tekjur hennar frá júní á síðasta ári þangað til í júní á þessu ári námu 25 milljónum dala, eða rúmum þremur milljörðum króna.

Lífið

Á lausu frekar en óhamingjusöm

Cameron Diaz segist frekar vilja vera einhleyp en að vera óhamingjusöm í sambandi, en Diaz, sem er 37 ára, sleit nýverið sambandi sínu við bresku fyrirsætuna Paul Sculfor.

Lífið

Óli Tynes hitti Dalai Lama

Fréttamaðurinn Óli Tynes hitti Dalai Lama, andlegan leiðtogi Tíbeta sem verið hefur í útlegð í hálfa öld, á fréttamannafundi í dag. Óli segir fundinn hafa verið merkan enda Dalai Lama einstakur maður.

Lífið

Lögð inn á sjúkrahús eftir tapið í úrslitunum

Breska söngstjarnan Susan Boyle hefur verið lögð inn á einkasjúkrahús eftir að hún varð aðeins í öðru sæti í hæfileikakeppninni Britains Got Talent. Úrslitin réðust á laugardaginn. Það var götudanshópurinn Diversity sem fór með sigur af hólmi. Framleiðendur hæfuleikakeppninnar sögðu að Susan Boyle væri andlega og líkamlega örmagna eftir álagið undanfarnar vikur.

Lífið