Lífið Löngu tímabær sólóplata Bassaleikarinn Bjarni Sveinbjörnsson hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, sem nefnist About Time. Lögin á plötunni voru samin þegar Bjarni var í námi í Los Angales og einnig eru á henni nýrri lagasmíðar. Lífið 26.11.2009 03:30 Laddi lætur úlnliðsbrot ekki stoppa sig „Ég flækti fótinn í einhverri stóllöpp og hrasaði bara," segir Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi. Hann úlnliðsbrotnaði heima hjá sér og er nú með vinstri höndina í gifsi. „Ég bar hana fyrir mig en maður er víst ekki jafn liðugur og í gamla daga heldur hlunkaðist ég bara niður með þessum afleiðingum." Lífið 26.11.2009 03:15 Kokkarnir vilja styrk frá Seðlabanka „Við erum búnir að leggja inn skriflega beiðni um styrk upp á 300 þúsund krónur fyrir kaupum á kertum frá Sólheimum í Grímsnesi. Við höfum fengið staðfestingu á að þeir hafi móttekið bréfið en þetta virðist eitthvað standa í þeim,“ segir Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari á Þremur Frökkum. Lífið 26.11.2009 02:30 Sportbílar og eld-gleypir á tískusýningu „Við ætlum að fara svolítið USA-leiðina og búa til alvöru tískusýningu með danssýningu og partíi eftir á,“ segir Sveinbjörn Gísli Þorsteinsson eða Sveinbi, eigandi superman.is, sem skipuleggur svokallað Fashion Party 2009 á Rúbín næstkomandi föstudag, 27. nóvember. Lífið 26.11.2009 02:00 Paul á plötu Ringo Starr Persónulegasta plata Ringo Starr heitir Y not og kemur út í byrjun næsta árs. Þetta er fyrsta platan sem Ringo hljóðvinnur sjálfur og segist hann borubrattur ætla að sjá um þetta framvegis. Þekkt lið eins og Ben Harper, Joss Stone, Joe Walsh, Dave Stewart, Glen Ballard, Richard Marx og Van Dyke Parks kemur við sögu á plötunni og Paul McCartney spilar á bassa í einu lagi og syngur með Ringo í laginu „Walk with You“. Það er sagt vera einlægt lag um gamalgróna vináttu. Lífið 26.11.2009 01:30 Varasamur rauður hnappur Spennumyndin The Box og hin ævisögulega Coco Chanel verða frumsýndar á morgun. Lífið 26.11.2009 01:00 FÖGNUÐU NÝRRI ÆVISÖGU Útgáfuhóf var haldið í Eymundsson á dögunum til að fagna ævisögunni Mynd af Ragnari í Smára sem Jón Karl Helgason ritaði. Jón Karl hefur um árabil rannsakað líf Ragnars í Smára, sem var goðsögn í lifanda lífi. Hann var áberandi í íslensku menningarlífi um áratugaskeið og átti hann í góðu sambandi við helstu listamenn þjóðarinnar. Lífið 26.11.2009 01:00 Snýr sér að leikstjórn Leikkonan Lindsay Lohan tilkynnti á Twitter-síðu sinni í gær að hún hefði lokið við að skrifa handrit að sjónvarpsþætti sem hún hefði selt til sjónvarpsstöðvar. Lífið 26.11.2009 00:30 Góðhjörtuð söngdíva Söngkonan Lady Gaga pantaði hátt í hundrað pitsur fyrir svanga aðdáendur sína sem höfðu beðið margar klukkustundir í röð til að fá eiginhandaráritun. Á Twitter-síðu sinni skrifaði söngkonan: „Pantaði pitsur fyrir litlu skrímslin mín sem biðu eftir mér í alla nótt fyrir utan Best Buy. Vona að þið séuð svöng... borðið ykkur södd." Söngkonan gaf pitsusendlinum líka dágóða summu í þjórfé. Lífið 26.11.2009 00:15 Allt að gerast hjá Merzedes Club - myndir Merzedes Club eru tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna sem „dansakt" (dansatriði) ársins fyrir lagið og myndbandið Frelsi á vefsíðunni http://www.eurodanceweb.net. Dómnefnd plötusnúða, útgefenda og pródúsenta velur lög inn í keppnina og aðeins eitt lag kemst frá hverju landi. Ekki er hægt að sækja um þátttöku í þessari keppni heldur kom tilkynning til Merzedes Club um að þau hefðu verið valin inn í keppnina. Ekki hefur íslenskt atriði verið valið inn í þessa keppni áður. Kosning netverja gildir á móti dómnefndinni um dansatriði ársins en undanfarin 3 ár hafa; Basshunter, Ultrabeat VS. Darren Styles og Alex C. Feat. Yass unnið þessa keppni sem hefur staðið yfir árlega frá því 2001. Hægt er að kjósa hér: Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru í Portúgal við tökur á óútkomnu myndbandi sveitarinnar og í kringum tónleika sem hún hélt þar. Lífið 25.11.2009 15:30 Skilja á sviðinu „Það er búið að vera mjög skemmtilegt. Reyndar er það svo að þegar við förum inn á sviðið hættir hann að vera maðurinn minn og verður í huga mínum hinn viðkunnalegi en dularfulli Höskuldur," svarar Tinna Hrafnsdóttir leikkona spurð hvernig er að leika með unnusta sínum, Sveini Geirrsyni en þau leika saman í leikritinu „Fyrir framan annað fólk" eftir Kristján Þórð Hrafnsson sem sýnt er í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Takið þið þá nokkuð vinnuna með heim? „Við byrjuðum reyndar að æfa leikritið með leikstjóranum á heimili okkar svo það má kannski frekar segja að við höfum tekið heimilið inn í vinnuna. En að öðru leyti tekst okkur vel að aðskilja vinnu og einkalíf," segir Tinna. Sjá heimasíðu Hafnarfjarðarleikhússins. Lífið 25.11.2009 14:30 Hönnuðir láta gott af sér leiða „Hugmyndin er að koma íslenskum kvenkynshönnuðum á framfæri og láta gott af okkur leiða um leið," segir Þorbjörg Marinósdóttir blaðamaður, en hún stendur fyrir hönnunarpartíi á b5 fimmtudaginn 3. desember. Þar munu íslenskir kvenkynshönnuðir kynna og selja vörur sínar og hver hönnuður mun gefa eina vöru til góðgerðarmála. Þá er fólk hvatt til að mæta með lítinn jólapakka merktan aldri og kyni sem mun fara til þeirra sem minna mega sín. Lífið 25.11.2009 06:00 Merzedes Club keppir í alþjóðlegri söngvakeppni „Við fundum þetta lag og okkur fannst það fullkomið fyrir Eurodanceweb,“ segir Ítalinn Boris Zuccon, stjórnandi síðunnar Eurodanceweb.net. Lag hljómsveitarinnar Merzedes Club, Meira frelsi, hefur verið valið í alþjóðlega söngvakeppni síðunnar sem er nú haldin í níunda sinn. Lífið 25.11.2009 06:00 Jackson með fernu Popparinn sálugi Michael Jackson vann fern verðlaun á Bandarísku tónlistarverðlaununum sem voru haldin hátíðleg í Los Angeles. Með verðlaununum skráði Jackson nafn sitt í sögubækur hátíðarinnar því hann hefur þá unnið 23 verðlaun, fleiri en nokkur annar. Hann fékk meðal annars verðlaun í flokknum besti popp- og rokktónlistarmaðurinn og sem besti sálar- og R&B-tónlistarmaðurinn. Það var Jermaine Jackson sem tók á móti verðlaununum fyrir hönd bróður síns. Lífið 25.11.2009 05:00 Opnunarhátíð í Vonarstræti Það var góð stemning á opnunarhátíð Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Hönnunarsjóðs Auroru og Kraums tónlistarsjóðs sem haldin var í tilefni að flutningi starfsemi þeirra í Vonarstræti 4b. Húsið var upphaflega byggt árið 1928 sem verksmiðjuhús til brjóstsykurs- og konfektgerðar. Lífið 25.11.2009 04:00 Dansverkið Shit frumsýnt Leikhúslistamaðurinn Kristján Ingimarsson er staddur hér á landi þar sem hann setur upp sýningu ásamt Íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu. Kristján hefur verið búsettur í Danmörku frá árinu 1992 þar sem hann stundaði nám í sviðslistum. Kristján starfar einnig sem sjálfstæður leikstjóri og leikari. Lífið 25.11.2009 03:30 Mikil gróska í prjónaskap Það ríkir mikið prjónaæði á Íslandi um þessar mundir. Til marks um það er komin út ný prjónabók og kennsludiskur fyrir byrjendur og lengra komna. „Við vildum forvitnast hvað sé að gerast í allri þessari prjónagrósku á Íslandi,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, sem gefur út bókina Prjónaperlur – prjónað frá grasrótinni, ásamt frænku sinni, Halldóru Skarphéðinsdóttur. Lífið 25.11.2009 03:00 Doðrantur Halldórs um hrunið „Þegir Egill Örn hjá Forlaginu stakk uppá því að gefa út aðra bók stakk ég uppá því að bókin yrði 320 blaðsíður. Þetta er því alvöru doðrantur um hrunið," segir skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson. Í dag kemur út bókin Skuldadagar þar sem finna má teikningar hans frá árunum 2007 og til dagsins í dag. Lífið 25.11.2009 02:30 Syngur í Háskólabíói í febrúar Emilíana Torrini heldur tónleika með hljómsveit sinni í Háskólabíói laugardaginn 20. febrúar. Hún hélt tvenna tónleika í Háskólabíói í desember í fyrra til að kynna plötu sína Me and Armini og seldist upp á þá báða. Síðan þá hefur frægðarsól hennar risið hratt, sérstaklega vegna hins vinsæla Jungle Drum sem sat á toppi þýska vinsældalistans í margar vikur. Lífið 25.11.2009 02:00 Grínádeila á blekkingarheim Facebook „Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason, sem hefur sent frá sér skáldsöguna Flottastur@feisbúkk ásamt vini sínum Helga Jean Claessen. „Þetta var gert til að búa til bros eða jafnvel tvö.“ Lífið 25.11.2009 01:30 Til heiðurs Iron Maiden Tónleikar til heiðurs þungarokksveitinni Iron Maiden verða haldnir á Sódómu Reykjavík á laugardagskvöld. Hljómsveitin sem flytur tónlist „Járnfrúarinnar" kallar sig MaidenIced og er skipuð fimm meðlimum nokkurra íslenskra þungarokksveita. Lífið 25.11.2009 01:00 Troðfullt - myndir Eins og myndirnar sýna var mikill mannfjöldi sem safnaðist saman á Kjarvalsstöðum þegar sýning Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar var opnuð síðastliðinn laugardag, 21. nóvember. Myndirnar tók ljósmyndarinn Joseph Henry Ritter. Lífið 24.11.2009 15:00 Kona Stebba Hilmars breytir heimilinu í jólaþorp Stefán Hilmarsson hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu sem ber heitið Húm. Margir af fremstu lagasmiðum landsins lögðu Stefáni til lög og óhætt er að segja að platan sé uppfull af gæðatónlist. Vísir hafði samband við Stefán til að forvitnast hvað kemur honum í jólagírinn. Lífið 24.11.2009 14:00 Hafdís Huld flytur til Íslands „Ég var orðin leið á að vera með heimþrá,“ segir söngkonan Hafdís Huld sem flytur til landsins eftir tvær vikur. Hafdís hefur verið búsett í Bretlandi undanfarin sjö ár, en hún og Alisdair Wright, sambýlismaður hennar, hafa fundið sér hús í Mosfellsdalnum og eru nú í óðaönn að pakka. Lífið 24.11.2009 06:00 Færeyingar vilja Sirkús Hinn goðsagnakenndi skemmtistaður Sirkús mun opna þann 11. desember í Þórshöfn í Færeyjum. Það eru þau Jóel Briem, sonur Sigríðar Guðlaugsdóttur, fyrrum eiganda Sirkús, og Sunneva Eysturstein sem eiga staðinn ásamt Sigríði. Lífið 24.11.2009 05:30 Jennifer bíður eftir Brad Samkvæmt tímaritinu In Touch mun Jennifer Aniston bíða þolinmóð eftir því að fyrrverandi eiginmaður hennar, Brad Pitt, skilji við Angelinu Jolie og taki aftur saman við sig. Á meðan Aniston dvaldi í Mexíkó átti hún í einhverjum símasamskiptum við Pitt og samkvæmt heimildarmanni voru þau nokkuð innileg. Lífið 24.11.2009 05:30 Sigur Rósar-kvöld í París Sérstakt Sigur Rósar-kvöld verður haldið í kvikmyndahúsinu Elysées Biarritz í París næsta laugardag. Þar verða sýndar heimildarmyndirnar Heima og Hlemmur, sem hafa báðar að geyma tónlist Sigur Rósar, ásamt stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, Síðasti bærinn, með tónlist hljómborðsleikarans Kjartans Sveinssonar. Lífið 24.11.2009 04:00 Unga fólkið í aðalhlutverki Grunnskólanemendur sýndu færni sína með myndavélarnar í keppni sem 66° Norður stóð fyrir. Menntamálaráðherra taldi sig sjá framtíðarkvikmyndagerðarfólk í keppninni. Lífið 24.11.2009 03:00 Stjörnurnar sáu Bræður Sigurjóns í New York „Undirtektirnar voru sannast sagt ótrúlegar og í rauninni bjóst ég ekki við þeim svona sterkum,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi. Forsýning var á kvikmynd hans, Brothers, á sunnudagskvöldið í SVA Theater í New York að viðstöddum aðalleikurum myndarinnar, þeim Natalie Portman og Tobey Maguire, og leikstjóranum Jim Sheridan. Fjöldi nafntogaðra gesta lagði leið sína í kvikmyndahúsið og nægir þar að nefna The Edge, gítarleikara U2, en sveitin á einmitt titilag myndarinnar. Þá var Ang Lee einnig meðal gesta sem og gamli Karate Kid-leikarinn, Ralph Macchio. Lífið 24.11.2009 02:00 Ekki vinsæl Samkvæmt nýjustu heimildum semur Khloe Kardashian ekki sérstaklega vel við aðrar eiginkonur leikmanna LA Lakers, en Khloe giftist nýlega körfuboltamanninum Lamar Odum sem spilar með liðinu. Lífið 24.11.2009 00:30 « ‹ ›
Löngu tímabær sólóplata Bassaleikarinn Bjarni Sveinbjörnsson hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, sem nefnist About Time. Lögin á plötunni voru samin þegar Bjarni var í námi í Los Angales og einnig eru á henni nýrri lagasmíðar. Lífið 26.11.2009 03:30
Laddi lætur úlnliðsbrot ekki stoppa sig „Ég flækti fótinn í einhverri stóllöpp og hrasaði bara," segir Þórhallur Sigurðsson, betur þekktur sem Laddi. Hann úlnliðsbrotnaði heima hjá sér og er nú með vinstri höndina í gifsi. „Ég bar hana fyrir mig en maður er víst ekki jafn liðugur og í gamla daga heldur hlunkaðist ég bara niður með þessum afleiðingum." Lífið 26.11.2009 03:15
Kokkarnir vilja styrk frá Seðlabanka „Við erum búnir að leggja inn skriflega beiðni um styrk upp á 300 þúsund krónur fyrir kaupum á kertum frá Sólheimum í Grímsnesi. Við höfum fengið staðfestingu á að þeir hafi móttekið bréfið en þetta virðist eitthvað standa í þeim,“ segir Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari á Þremur Frökkum. Lífið 26.11.2009 02:30
Sportbílar og eld-gleypir á tískusýningu „Við ætlum að fara svolítið USA-leiðina og búa til alvöru tískusýningu með danssýningu og partíi eftir á,“ segir Sveinbjörn Gísli Þorsteinsson eða Sveinbi, eigandi superman.is, sem skipuleggur svokallað Fashion Party 2009 á Rúbín næstkomandi föstudag, 27. nóvember. Lífið 26.11.2009 02:00
Paul á plötu Ringo Starr Persónulegasta plata Ringo Starr heitir Y not og kemur út í byrjun næsta árs. Þetta er fyrsta platan sem Ringo hljóðvinnur sjálfur og segist hann borubrattur ætla að sjá um þetta framvegis. Þekkt lið eins og Ben Harper, Joss Stone, Joe Walsh, Dave Stewart, Glen Ballard, Richard Marx og Van Dyke Parks kemur við sögu á plötunni og Paul McCartney spilar á bassa í einu lagi og syngur með Ringo í laginu „Walk with You“. Það er sagt vera einlægt lag um gamalgróna vináttu. Lífið 26.11.2009 01:30
Varasamur rauður hnappur Spennumyndin The Box og hin ævisögulega Coco Chanel verða frumsýndar á morgun. Lífið 26.11.2009 01:00
FÖGNUÐU NÝRRI ÆVISÖGU Útgáfuhóf var haldið í Eymundsson á dögunum til að fagna ævisögunni Mynd af Ragnari í Smára sem Jón Karl Helgason ritaði. Jón Karl hefur um árabil rannsakað líf Ragnars í Smára, sem var goðsögn í lifanda lífi. Hann var áberandi í íslensku menningarlífi um áratugaskeið og átti hann í góðu sambandi við helstu listamenn þjóðarinnar. Lífið 26.11.2009 01:00
Snýr sér að leikstjórn Leikkonan Lindsay Lohan tilkynnti á Twitter-síðu sinni í gær að hún hefði lokið við að skrifa handrit að sjónvarpsþætti sem hún hefði selt til sjónvarpsstöðvar. Lífið 26.11.2009 00:30
Góðhjörtuð söngdíva Söngkonan Lady Gaga pantaði hátt í hundrað pitsur fyrir svanga aðdáendur sína sem höfðu beðið margar klukkustundir í röð til að fá eiginhandaráritun. Á Twitter-síðu sinni skrifaði söngkonan: „Pantaði pitsur fyrir litlu skrímslin mín sem biðu eftir mér í alla nótt fyrir utan Best Buy. Vona að þið séuð svöng... borðið ykkur södd." Söngkonan gaf pitsusendlinum líka dágóða summu í þjórfé. Lífið 26.11.2009 00:15
Allt að gerast hjá Merzedes Club - myndir Merzedes Club eru tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna sem „dansakt" (dansatriði) ársins fyrir lagið og myndbandið Frelsi á vefsíðunni http://www.eurodanceweb.net. Dómnefnd plötusnúða, útgefenda og pródúsenta velur lög inn í keppnina og aðeins eitt lag kemst frá hverju landi. Ekki er hægt að sækja um þátttöku í þessari keppni heldur kom tilkynning til Merzedes Club um að þau hefðu verið valin inn í keppnina. Ekki hefur íslenskt atriði verið valið inn í þessa keppni áður. Kosning netverja gildir á móti dómnefndinni um dansatriði ársins en undanfarin 3 ár hafa; Basshunter, Ultrabeat VS. Darren Styles og Alex C. Feat. Yass unnið þessa keppni sem hefur staðið yfir árlega frá því 2001. Hægt er að kjósa hér: Meðfylgjandi má sjá myndir sem teknar voru í Portúgal við tökur á óútkomnu myndbandi sveitarinnar og í kringum tónleika sem hún hélt þar. Lífið 25.11.2009 15:30
Skilja á sviðinu „Það er búið að vera mjög skemmtilegt. Reyndar er það svo að þegar við förum inn á sviðið hættir hann að vera maðurinn minn og verður í huga mínum hinn viðkunnalegi en dularfulli Höskuldur," svarar Tinna Hrafnsdóttir leikkona spurð hvernig er að leika með unnusta sínum, Sveini Geirrsyni en þau leika saman í leikritinu „Fyrir framan annað fólk" eftir Kristján Þórð Hrafnsson sem sýnt er í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Takið þið þá nokkuð vinnuna með heim? „Við byrjuðum reyndar að æfa leikritið með leikstjóranum á heimili okkar svo það má kannski frekar segja að við höfum tekið heimilið inn í vinnuna. En að öðru leyti tekst okkur vel að aðskilja vinnu og einkalíf," segir Tinna. Sjá heimasíðu Hafnarfjarðarleikhússins. Lífið 25.11.2009 14:30
Hönnuðir láta gott af sér leiða „Hugmyndin er að koma íslenskum kvenkynshönnuðum á framfæri og láta gott af okkur leiða um leið," segir Þorbjörg Marinósdóttir blaðamaður, en hún stendur fyrir hönnunarpartíi á b5 fimmtudaginn 3. desember. Þar munu íslenskir kvenkynshönnuðir kynna og selja vörur sínar og hver hönnuður mun gefa eina vöru til góðgerðarmála. Þá er fólk hvatt til að mæta með lítinn jólapakka merktan aldri og kyni sem mun fara til þeirra sem minna mega sín. Lífið 25.11.2009 06:00
Merzedes Club keppir í alþjóðlegri söngvakeppni „Við fundum þetta lag og okkur fannst það fullkomið fyrir Eurodanceweb,“ segir Ítalinn Boris Zuccon, stjórnandi síðunnar Eurodanceweb.net. Lag hljómsveitarinnar Merzedes Club, Meira frelsi, hefur verið valið í alþjóðlega söngvakeppni síðunnar sem er nú haldin í níunda sinn. Lífið 25.11.2009 06:00
Jackson með fernu Popparinn sálugi Michael Jackson vann fern verðlaun á Bandarísku tónlistarverðlaununum sem voru haldin hátíðleg í Los Angeles. Með verðlaununum skráði Jackson nafn sitt í sögubækur hátíðarinnar því hann hefur þá unnið 23 verðlaun, fleiri en nokkur annar. Hann fékk meðal annars verðlaun í flokknum besti popp- og rokktónlistarmaðurinn og sem besti sálar- og R&B-tónlistarmaðurinn. Það var Jermaine Jackson sem tók á móti verðlaununum fyrir hönd bróður síns. Lífið 25.11.2009 05:00
Opnunarhátíð í Vonarstræti Það var góð stemning á opnunarhátíð Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Hönnunarsjóðs Auroru og Kraums tónlistarsjóðs sem haldin var í tilefni að flutningi starfsemi þeirra í Vonarstræti 4b. Húsið var upphaflega byggt árið 1928 sem verksmiðjuhús til brjóstsykurs- og konfektgerðar. Lífið 25.11.2009 04:00
Dansverkið Shit frumsýnt Leikhúslistamaðurinn Kristján Ingimarsson er staddur hér á landi þar sem hann setur upp sýningu ásamt Íslenska dansflokknum í Borgarleikhúsinu. Kristján hefur verið búsettur í Danmörku frá árinu 1992 þar sem hann stundaði nám í sviðslistum. Kristján starfar einnig sem sjálfstæður leikstjóri og leikari. Lífið 25.11.2009 03:30
Mikil gróska í prjónaskap Það ríkir mikið prjónaæði á Íslandi um þessar mundir. Til marks um það er komin út ný prjónabók og kennsludiskur fyrir byrjendur og lengra komna. „Við vildum forvitnast hvað sé að gerast í allri þessari prjónagrósku á Íslandi,“ segir Erla Sigurlaug Sigurðardóttir, sem gefur út bókina Prjónaperlur – prjónað frá grasrótinni, ásamt frænku sinni, Halldóru Skarphéðinsdóttur. Lífið 25.11.2009 03:00
Doðrantur Halldórs um hrunið „Þegir Egill Örn hjá Forlaginu stakk uppá því að gefa út aðra bók stakk ég uppá því að bókin yrði 320 blaðsíður. Þetta er því alvöru doðrantur um hrunið," segir skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson. Í dag kemur út bókin Skuldadagar þar sem finna má teikningar hans frá árunum 2007 og til dagsins í dag. Lífið 25.11.2009 02:30
Syngur í Háskólabíói í febrúar Emilíana Torrini heldur tónleika með hljómsveit sinni í Háskólabíói laugardaginn 20. febrúar. Hún hélt tvenna tónleika í Háskólabíói í desember í fyrra til að kynna plötu sína Me and Armini og seldist upp á þá báða. Síðan þá hefur frægðarsól hennar risið hratt, sérstaklega vegna hins vinsæla Jungle Drum sem sat á toppi þýska vinsældalistans í margar vikur. Lífið 25.11.2009 02:00
Grínádeila á blekkingarheim Facebook „Þetta var mjög skemmtilegt,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason, sem hefur sent frá sér skáldsöguna Flottastur@feisbúkk ásamt vini sínum Helga Jean Claessen. „Þetta var gert til að búa til bros eða jafnvel tvö.“ Lífið 25.11.2009 01:30
Til heiðurs Iron Maiden Tónleikar til heiðurs þungarokksveitinni Iron Maiden verða haldnir á Sódómu Reykjavík á laugardagskvöld. Hljómsveitin sem flytur tónlist „Járnfrúarinnar" kallar sig MaidenIced og er skipuð fimm meðlimum nokkurra íslenskra þungarokksveita. Lífið 25.11.2009 01:00
Troðfullt - myndir Eins og myndirnar sýna var mikill mannfjöldi sem safnaðist saman á Kjarvalsstöðum þegar sýning Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar var opnuð síðastliðinn laugardag, 21. nóvember. Myndirnar tók ljósmyndarinn Joseph Henry Ritter. Lífið 24.11.2009 15:00
Kona Stebba Hilmars breytir heimilinu í jólaþorp Stefán Hilmarsson hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu sem ber heitið Húm. Margir af fremstu lagasmiðum landsins lögðu Stefáni til lög og óhætt er að segja að platan sé uppfull af gæðatónlist. Vísir hafði samband við Stefán til að forvitnast hvað kemur honum í jólagírinn. Lífið 24.11.2009 14:00
Hafdís Huld flytur til Íslands „Ég var orðin leið á að vera með heimþrá,“ segir söngkonan Hafdís Huld sem flytur til landsins eftir tvær vikur. Hafdís hefur verið búsett í Bretlandi undanfarin sjö ár, en hún og Alisdair Wright, sambýlismaður hennar, hafa fundið sér hús í Mosfellsdalnum og eru nú í óðaönn að pakka. Lífið 24.11.2009 06:00
Færeyingar vilja Sirkús Hinn goðsagnakenndi skemmtistaður Sirkús mun opna þann 11. desember í Þórshöfn í Færeyjum. Það eru þau Jóel Briem, sonur Sigríðar Guðlaugsdóttur, fyrrum eiganda Sirkús, og Sunneva Eysturstein sem eiga staðinn ásamt Sigríði. Lífið 24.11.2009 05:30
Jennifer bíður eftir Brad Samkvæmt tímaritinu In Touch mun Jennifer Aniston bíða þolinmóð eftir því að fyrrverandi eiginmaður hennar, Brad Pitt, skilji við Angelinu Jolie og taki aftur saman við sig. Á meðan Aniston dvaldi í Mexíkó átti hún í einhverjum símasamskiptum við Pitt og samkvæmt heimildarmanni voru þau nokkuð innileg. Lífið 24.11.2009 05:30
Sigur Rósar-kvöld í París Sérstakt Sigur Rósar-kvöld verður haldið í kvikmyndahúsinu Elysées Biarritz í París næsta laugardag. Þar verða sýndar heimildarmyndirnar Heima og Hlemmur, sem hafa báðar að geyma tónlist Sigur Rósar, ásamt stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, Síðasti bærinn, með tónlist hljómborðsleikarans Kjartans Sveinssonar. Lífið 24.11.2009 04:00
Unga fólkið í aðalhlutverki Grunnskólanemendur sýndu færni sína með myndavélarnar í keppni sem 66° Norður stóð fyrir. Menntamálaráðherra taldi sig sjá framtíðarkvikmyndagerðarfólk í keppninni. Lífið 24.11.2009 03:00
Stjörnurnar sáu Bræður Sigurjóns í New York „Undirtektirnar voru sannast sagt ótrúlegar og í rauninni bjóst ég ekki við þeim svona sterkum,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi. Forsýning var á kvikmynd hans, Brothers, á sunnudagskvöldið í SVA Theater í New York að viðstöddum aðalleikurum myndarinnar, þeim Natalie Portman og Tobey Maguire, og leikstjóranum Jim Sheridan. Fjöldi nafntogaðra gesta lagði leið sína í kvikmyndahúsið og nægir þar að nefna The Edge, gítarleikara U2, en sveitin á einmitt titilag myndarinnar. Þá var Ang Lee einnig meðal gesta sem og gamli Karate Kid-leikarinn, Ralph Macchio. Lífið 24.11.2009 02:00
Ekki vinsæl Samkvæmt nýjustu heimildum semur Khloe Kardashian ekki sérstaklega vel við aðrar eiginkonur leikmanna LA Lakers, en Khloe giftist nýlega körfuboltamanninum Lamar Odum sem spilar með liðinu. Lífið 24.11.2009 00:30