Stjörnurnar sáu Bræður Sigurjóns í New York 24. nóvember 2009 02:00 Sheridan og Sigurjón Þeir Jim Sheridan og Sigurjón Sighvatsson voru ánægðir á forsýningu kvikmyndarinnar Brothers sem haldin var í New York á sunnudagskvöldinu. Gagnrýnandi Screen Daily fer lofsamlegum orðum um myndina og spáir því að hún eigi eftir að berjast um helstu verðlaunin í kvikmyndabransanum. „Undirtektirnar voru sannast sagt ótrúlegar og í rauninni bjóst ég ekki við þeim svona sterkum,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi. Forsýning var á kvikmynd hans, Brothers, á sunnudagskvöldið í SVA Theater í New York að viðstöddum aðalleikurum myndarinnar, þeim Natalie Portman og Tobey Maguire, og leikstjóranum Jim Sheridan. Fjöldi nafntogaðra gesta lagði leið sína í kvikmyndahúsið og nægir þar að nefna The Edge, gítarleikara U2, en sveitin á einmitt titilag myndarinnar. Þá var Ang Lee einnig meðal gesta sem og gamli Karate Kid-leikarinn, Ralph Macchio. Sigurjón lýsir myndinni sem tilfinningalega sterkri. „Og allt sem gerist í henni kristallar það sem er að gerast í amerísku þjóðfélagi um þessar mundir,“ útskýrir hann en Brothers er endurgerð á danskri kvikmynd og segir frá örlögum tveggja bræðra og hvernig líf þeirra breytist þegar annar þeirra er heimtur úr helju frá stríðinu í Afganistan eftir að hafa verið talinn af. Hinn bróðirinn er þá orðinn ástfangin af mágkonu sinni og hefur gengið frænkum sínum í föðurstað. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu tekur kvikmyndin virkan þátt í Óskarskapphlaupinu og verður 400 millljónum íslenskra króna varið í að kynna hana fyrir meðlimum Óskarsakademíunnar. Ef marka má fyrstu viðbrögð gagnrýnenda er ljóst að Sigurjón og félagar hafa ef til vill veðjað á réttan hest. Screen Daily fer lofsamlegum orðum um myndina, telur hana eiga eftir að berjast um helstu verðlaunin. Leikstjórinn Sheridan fær sitt hrós en það eru leikararnir þrír, þau Portman, Jake Gyllenhaal og Maguire sem er hrósað hvað mest. „Þetta er besta frammistaðan hjá þeim öllum á þeirra ferli,“ skrifar gagnrýnandi Screen Daily, Mike Goodridge. Sigurjón viðurkennir að á löngum ferli sínum sé þetta sennilega sú kvikmynd sem mest hefur verið lagt í á svokölluðum Hollywood-mælikvarða. „En auðvitað er enn langur vegur framundan og það er ekkert öruggt í hendi.“ -freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira
„Undirtektirnar voru sannast sagt ótrúlegar og í rauninni bjóst ég ekki við þeim svona sterkum,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi. Forsýning var á kvikmynd hans, Brothers, á sunnudagskvöldið í SVA Theater í New York að viðstöddum aðalleikurum myndarinnar, þeim Natalie Portman og Tobey Maguire, og leikstjóranum Jim Sheridan. Fjöldi nafntogaðra gesta lagði leið sína í kvikmyndahúsið og nægir þar að nefna The Edge, gítarleikara U2, en sveitin á einmitt titilag myndarinnar. Þá var Ang Lee einnig meðal gesta sem og gamli Karate Kid-leikarinn, Ralph Macchio. Sigurjón lýsir myndinni sem tilfinningalega sterkri. „Og allt sem gerist í henni kristallar það sem er að gerast í amerísku þjóðfélagi um þessar mundir,“ útskýrir hann en Brothers er endurgerð á danskri kvikmynd og segir frá örlögum tveggja bræðra og hvernig líf þeirra breytist þegar annar þeirra er heimtur úr helju frá stríðinu í Afganistan eftir að hafa verið talinn af. Hinn bróðirinn er þá orðinn ástfangin af mágkonu sinni og hefur gengið frænkum sínum í föðurstað. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu tekur kvikmyndin virkan þátt í Óskarskapphlaupinu og verður 400 millljónum íslenskra króna varið í að kynna hana fyrir meðlimum Óskarsakademíunnar. Ef marka má fyrstu viðbrögð gagnrýnenda er ljóst að Sigurjón og félagar hafa ef til vill veðjað á réttan hest. Screen Daily fer lofsamlegum orðum um myndina, telur hana eiga eftir að berjast um helstu verðlaunin. Leikstjórinn Sheridan fær sitt hrós en það eru leikararnir þrír, þau Portman, Jake Gyllenhaal og Maguire sem er hrósað hvað mest. „Þetta er besta frammistaðan hjá þeim öllum á þeirra ferli,“ skrifar gagnrýnandi Screen Daily, Mike Goodridge. Sigurjón viðurkennir að á löngum ferli sínum sé þetta sennilega sú kvikmynd sem mest hefur verið lagt í á svokölluðum Hollywood-mælikvarða. „En auðvitað er enn langur vegur framundan og það er ekkert öruggt í hendi.“ -freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Fleiri fréttir Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Sjá meira