Hafdís Huld flytur til Íslands 24. nóvember 2009 06:00 Í óðaönn að pakka Hafdís Huld og Alisdair Wright, sambýlismaður hennar, hafa fundið sér hús í Mosfellsdalnum og flytja til landsins eftir tvær vikur. „Ég var orðin leið á að vera með heimþrá,“ segir söngkonan Hafdís Huld sem flytur til landsins eftir tvær vikur. Hafdís hefur verið búsett í Bretlandi undanfarin sjö ár, en hún og Alisdair Wright, sambýlismaður hennar, hafa fundið sér hús í Mosfellsdalnum og eru nú í óðaönn að pakka. „Ég er búin að vera með þessa hugmynd í maganum í þrjú ár en þegar maður er búinn að búa úti svona lengi er aldrei rétti tíminn til að flytja heim. Umboðs- og plötufyrirtækjum finnst alltaf hentugra að hafa mann í næstu götu, en ég tók bara ákvörðun að nú væri rétti tíminn og það er ekki nema tveggja og hálfs tíma flug til London,“ útskýrir Hafdís. „Við Alisdair höfum verið að leita eftir húsi rétt fyrir utan borgina þar sem hægt er að setja upp stúdíó. Við fundum rétta húsið inni í Mosfellsdal og verðum næstu árin að gera það upp. Þetta er alveg draumastaður og ég sé Esjuna þaðan,“ segir hún. Aðspurð segir hún það mikið verk að pakka niður og plana flutningana, en Hafdís gaf nýverið út plötuna Synchronised swimmers og hefur því í mörgu að snúast. „Planið er að senda gámana heim til Íslands daginn áður en við förum í órafmagnað tónleikaferðalag um Sviss og Þýskaland, fara svo heim og þá verða gámarnir komnir. Þá hef ég viku til að mála stofuna, hengja upp jólaksraut og fá ensku tengdafjölskylduna í heimsókn yfir jólin. Mér ætti því ekki að leiðast, ég verð bara í málningagallanum með jólalögin í botni,“ segir hún og hlær. -ag Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Ég var orðin leið á að vera með heimþrá,“ segir söngkonan Hafdís Huld sem flytur til landsins eftir tvær vikur. Hafdís hefur verið búsett í Bretlandi undanfarin sjö ár, en hún og Alisdair Wright, sambýlismaður hennar, hafa fundið sér hús í Mosfellsdalnum og eru nú í óðaönn að pakka. „Ég er búin að vera með þessa hugmynd í maganum í þrjú ár en þegar maður er búinn að búa úti svona lengi er aldrei rétti tíminn til að flytja heim. Umboðs- og plötufyrirtækjum finnst alltaf hentugra að hafa mann í næstu götu, en ég tók bara ákvörðun að nú væri rétti tíminn og það er ekki nema tveggja og hálfs tíma flug til London,“ útskýrir Hafdís. „Við Alisdair höfum verið að leita eftir húsi rétt fyrir utan borgina þar sem hægt er að setja upp stúdíó. Við fundum rétta húsið inni í Mosfellsdal og verðum næstu árin að gera það upp. Þetta er alveg draumastaður og ég sé Esjuna þaðan,“ segir hún. Aðspurð segir hún það mikið verk að pakka niður og plana flutningana, en Hafdís gaf nýverið út plötuna Synchronised swimmers og hefur því í mörgu að snúast. „Planið er að senda gámana heim til Íslands daginn áður en við förum í órafmagnað tónleikaferðalag um Sviss og Þýskaland, fara svo heim og þá verða gámarnir komnir. Þá hef ég viku til að mála stofuna, hengja upp jólaksraut og fá ensku tengdafjölskylduna í heimsókn yfir jólin. Mér ætti því ekki að leiðast, ég verð bara í málningagallanum með jólalögin í botni,“ segir hún og hlær. -ag
Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning