Lífið

Löngu tímabær sólóplata

bjarni sveinbjörnsson Bassaleikarinn hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, sem nefnist About Time.fréttablaðið/pjetur
bjarni sveinbjörnsson Bassaleikarinn hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, sem nefnist About Time.fréttablaðið/pjetur

Bassaleikarinn Bjarni Sveinbjörnsson hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, sem nefnist About Time. Lögin á plötunni voru samin þegar Bjarni var í námi í Los Angales og einnig eru á henni nýrri lagasmíðar.

„Þetta er búinn að vera langur aðdragandi en svo loksins lét ég verða af þessu. Þess vegna ber þetta titilinn About Time. Það var kominn tími til að gera þetta,“ segir Bjarni, sem byrjaði að spila á bassa þegar hann var sextán ára. „Þetta er uppsafnað efni á mörgum árum. Ég er búinn að spila í þrjátíu ár og elsta lagið nær tuttugu ár aftur í tímann.“

Bjarni hefur spilað í Tríói Guðmundar Ingólfssonar, Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar á Broadway, fusion-hljómsveitinni Gömmum með Birni Thoroddsen og sinnt mörgum fleiri verkefnum. Hann stofnaði Tónskóla Eddu Borg árið 1989 ásamt eiginkonu sinni Eddu og starfar þar enn. Næstu tónleikar Bjarna verða á Rosenberg á miðvikudagskvöld. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.