Lífið

ný tímarit

Saga – tímarit Sögufélagsins er nýkomið út og efnið er fjölbreytt að vanda. Ritstjóri er Sigrún Pálsdóttir. Hvaða lærdóm má draga af hagþróun og hagstjórn á Íslandi á 20. öld, er spurning heftisins og svara henni þrettán sérfræðingar.

Lífið

Langar í eiginmann

Jessicu Simpson varð um og ó þegar hún frétti af demantshring sem fyrrum kærasti hennar, íþróttakappinn Tony Romo, gaf nýju kærustu sinni, Candice Crawford. Vinir söngkonunnar segja að hún hafi fylgst með sambandi Romo og Crawford frá því að þau byrjuðu að stinga saman nefjum.

Lífið

Rændur um miðjan dag

Þjófagengi braust inn á heimili Arnars Gauta Sverrissonar, fyrrum sjónvarpsmanns og framkvæmdastjóra, í Melahvarfi á mánudag og hafði á brott með sér mikil verðmæti.

Lífið

Sopranos í Hafnarborg

Sopranos verða með jólatónleika í Hafnarborg í kvöld kl. 20. Tríóið Sopranos er landsmönnum að góðu kunnugt en það skipa söngkonurnar Hörn Hrafnsdóttir, Margrét Grétarsdóttir og Svana Berglind Karlsdóttir. Á tónleikunum verður bland af hátíðlegum gullmolum og léttum og skemmtilegum jólalögum í útsetningu Sopranos og Egils Gunnarssonar og eins og stelpunum einum er lagið verður ekki langt í grínið.

Lífið

Danstónlistarfíklar ranka við sér

Annan í jólum – sem er laugardagur – verða gömlu vínyl-kassarnir dregnir fram og dansstemning frá árdögum danssenunnar 1990 til dansársins mikla 1995 rifjuð upp á Jakobsen. Kvöldið gengur undir nafninu Party Zone "95 kvöld, enda stendur samnefndur danstónlistarþáttur fyrir því.

Lífið

Bresku tískuverð- launin afhent

Stærstu nöfnin í tískuheiminum komu saman í London í síðustu viku á tískuverðlaunahátíðinni British fashion awards. Cristopher Bailey var kjörinn hönnuður ársins og Burberry var valið hönnunarmerki ársins eftir glæsilega endurkomu á tískuvikunni í London. Georgia May Jagger var kjörin fyrirsæta ársins, en Kate Moss hlaut London 25-verðlaunin sem voru veitt einstaklingi sem fangað hefur tískuandann í London í tilefni af 25 ára afmæli tískuvikunnar þar í borg. Þá hlaut John Galliano British fashion council-verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í fatahönnun. - ag

Lífið

Opnar álfakaffihús í Hellisgerði

„Ég missti vinnuna svo núna er ég bara að skapa mér atvinnutækifæri og lífga við þennan garð,“ segir Sigríður Friðriksdóttir sem opnaði um helgina Græna kaffihúsið í lystigarðinum Hellisgerði í Hafnarfirði.

Lífið

Japanir svalari en við

Andri Snær Magnason hefur lifað lífi heimsborgarans á árinu og verið á stöðugu flandri undanfarna mánuði. Hann er loks kominn heim og hyggst taka sér smá frí frá ferðalögum.

Lífið

Stjörnur eitt augnablik

Sýningin Stjörnur eitt augnablik, heitir eftir samnefndri myndröð ljósmyndarans Laurents Friob sem hann tók á Íslandi, nánar tiltekið af Goðafossi árið 2008. Nú opnar Friob sýningu á verkum úr röðinni á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsi. Um sýningu og viðfangsefnið segir Friob:

Lífið

Egilsstaðarokk til LA

Þungarokksveitin Bad Carburetor frá Egilsstöðum á lag á safndisknum Riot on Sunset Vol. 19 sem plötuútgáfan 272 Records í Los Angeles gefur út. Útgáfan sérhæfir sig í að finna hljómsveitir á netinu og safna saman lögum frá þeim. Áður hafa Atómstöðin og Vax, báðar frá Egilsstöðum, átt lög á diskum í röðinni sem og hljómsveitin Foreign Monkeys frá Vestmannaeyjum. Bad Carburetor skipa þeir Davíð Logi Hlynsson trommari, Hafþór Máni Valsson, söngvari og gítarleikari, og Ari Frank Inguson bassaleikari og þeir ætla sér stóra hluti í framtíðinni.

Lífið

Madonnu sagt upp

Madonna hefur verið andlit tískurisans Louis Vuitton undanfarið, en nú hefur tískuhúsið ákveðið að segja upp samningi sínum við söngkonuna og ráða í hennar stað yngri fyrirsætu.

Lífið

Hurt Locker best

Kvikmyndin The Hurt Locker, sem fjallar um sprengjusérfræðinga í Írak, var kjörin besta myndin af samtökum gagnrýnenda í Los Angeles. Leikstjóri myndarinnar, Kathryn Bigelow, fékk einnig viðurkenningu. Þrátt fyrir góða dóma víðast hvar þegar myndin var sýnd í sumar fékk hún heldur dræma aðsókn og þénaði aðeins þrettán milljónir dollara vestanhafs.

Lífið

LeAnn er sár

Söngkonan LeAnn Rimes hefur baðað kærasta sinn, leikarann Eddie Cibrian, í gjöfum frá því þau tóku saman. Samkvæmt vini Rimes hefur hún keypt handa honum armbandsúr frá Hermes, armbönd, flíkur og annað slíkt til að gleðja sinn heittelskaða á erfiðum tímum. Annar vinur söngkonunnar segir sambandið ganga vel en eitt skyggi þó á gleði þeirra.

Lífið

Tiger segir skilið við golfið í bili

Tiger Woods sendi frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem hann viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni og segist jafnframt ætla að taka hlé frá atvinnumennsku um óákveðinn tíma svo hann geti sinnt fjölskyldu sinni betur. „Ég er meðvitaður um þann sársauka sem ég hef valdið konu minni og börnum. Mig langar að biðjast afsökunar og bið þess að mér verði fyrirgefið,“ sagði Woods.

Lífið

Undarlegt að fá verðlaun

Hjartaknúsarinn Johnny Depp segist alltaf eiga jafn erfitt með að venjast því að fá leiklistarverðlaun. Depp fékk verðlaun fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni á Bahamaeyjum.

Lífið

Sjálfstæð kærasta

Hjartaknúsarinn George Clooney hefur fundið ástina í örmum hinnar ítölsku Elisabettu Canalis. Þau hafa verið saman frá því í sumar og nýlega kynnti Clooney hana fyrir móður sinni. Vinir leikarans hafa þó tekið eftir því að Elisabetta lætur Clooney ekki stjana mikið við sig.

Lífið

Elskar eggjapúns

Nicole Richie frumsýndi nýja skartgripalínu sína, House of Harlow, fyrir stuttu. Á kynningarkvöldinu skartaði Richie að auki nýrri hárgreiðslu og dekkri háralit en áður.

Lífið

Tjáir sig ekki við fjölmiðla

Spænska leikkonan Penelope Cruz gerir hvað hún getur til að halda fjölmiðlum fjarri ástarsambandi sínu með leikaranum Javier Bardem. Hún óttast að sambandið versni um leið og hún fer að tjá sig opinberlega.

Lífið

Trúlofuð

Nýjar fregnir herma að leikarinn Orlando Bloom hafi beðið kærustu sinnar til þriggja ára. Leikarinn hefur átt í sambandi við áströlsku fyrirsætuna Miröndu Kerr undanfarin ár og á hann að hafa beðið hennar á meðan þau dvöldu í Marokkó.

Lífið

Laug að mömmu á jólunum

„Svo man ég að mamma hringir í mig klukkan sex 24. des. Ég hleyp inn í stofu og set músik í græjurnar og hún spyr mig hvernig ég hefði það," segir Logi Geirsson handboltakappi í viðtali við Jól.is. „Þá laug ég að henni að ég væri í svaka jólaveislu hjá þjálfaranum sem bauð mér í mat og hvaðeina." Viðtalið við Loga.

Lífið

Einkapartí fyrir útvalda - myndir

Gunnar Traustason veitingamaður, sem oftast er tengdur við Apótekið, opnaði nýjan skemmtistað í Pósthússtræti um helgina sem ber nafnið „P". Eins og sjá má á myndunum var góð stemning í lokuðu einkapartí sem hann hélt fyrir nokkra vel valda gesti.

Lífið

Beðið eftir hvíta tjaldinu

Fyrir jólin berast iðulega fregnir af því að kvikmyndafyrirtæki kaupi kvikmyndarétt að skáldsögum. Ef kvikmynd ratar á hvíta tjaldið getur það haft mikið auglýsingagildi.

Lífið

Stefán Karl sýnir fyrir stjörnurnar í Hollywood

„Þetta farið framúr mínum björtustu vonum því Los Angeles er engin sérstök leikhúsborg," segir Stefán Karl Stefánsson. Hann hefur nú leikið í fimmtíu sýningum af söngleiknum How the Grinch Stole Christmas í Pantages Theatre. Stefán leikur aðalhlutverkið, sjálfan Trölla en tímabilið hjá honum er hvergi nærri búið, enn eru eftir þrjátíu sýningar.

Lífið

Endurútgefur Páls Óskars-plötu

„Mér fannst yndislegt að vinna þetta upp á nýtt,“ segir kontratenórinn Sverrir Guðjónsson. Hann, í samvinnu við Skálholtsútgáfu, hefur endurútgefið plötuna „Og það varst þú“ sem hann tók upp með Páli Óskari Hjálmtýssyni fyrir 25 árum.

Lífið

Drengirnir og Diddú

Sigrún Hjálmtýsdóttir ásamt blásarasextett, í daglegu tali Diddú og drengirnir, heldur sína árlegu aðventutónleika í Mosfellskirkju í kvöld kl. 20.30. Efnisskrá er með hefðbundnum hætti, klassískir tónar og jólalög. Þar verður söngkonan mætt með sitt glaða fas og mun blanda saman hátíðleika og hispurs­leysi og blásarasveitin þarf að leika bæði milt og blítt en vísast puðra vel í hornin sér til svölunar og gestum til hressingar. Miðasala er í Þjónustuveri Mosfellsbæjar.- pbb

Lífið

Í sjokki yfir grein Politiken

„Ég er eiginlega í sjokki, ég vissi ekki að þetta yrði svona mikið," segir rithöfundurinn Þórarinn Leifsson. Á laugardaginn birtist við hann tveggja blaðsíðna viðtal í bókmenntakálfi danska dagblaðsins Politiken vegna barnabókar hans Leyndarmálið hans pabba. Einnig var heilsíðu teikning eftir hann birt í blaðinu „Ég hélt að þetta myndi fá hálfsíðu. Þetta var eins og köld vatnsgusa framan í mig því það er mjög óvenjulegt að barnabók fái svona mikla umfjöllun. Ég yrði sáttur við svona umfjöllun einu sinni á tíu árum," segir Þórarinn sigri hrósandi.

Lífið