Japanir svalari en við 16. desember 2009 03:00 Heimsfrægur rithöfundur Andri Snær Magnason sagðist vita að bók hans, Blái hnötturinn, yrði vinsæl áður en hann hóf að skrifa hana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Andri Snær Magnason hefur lifað lífi heimsborgarans á árinu og verið á stöðugu flandri undanfarna mánuði. Hann er loks kominn heim og hyggst taka sér smá frí frá ferðalögum. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur verið á ferð og flugi undanfarna mánuði við að kynna hina vinsælu bók Draumalandið, sem kom nýverið út í Japan og Danmörku, en auk þess var barnabókin Blái hnötturinn gefin út í Kína og Litháen fyrir stuttu. Blái hnötturinn kom fyrst út árið 1999 en hefur verið uppseld hérlendis um nokkra hríð. Kvikmyndin Draumalandið var að auki frumsýnd í Amsterdam og í Berlín í nóvember síðastliðnum. „Maður hefur verið úti næstum mánaðarlega síðan í vor við að kynna eitthvað. Ég ákvað að taka heimsborgarann á þetta fyrst maður var byrjaður. Þegar Blái hnötturinn kom út í Japan á sínum tíma fór ég ekki til að fylgja henni eftir og þá er hætta á að bækurnar sökkvi og hverfi. Ég ákvað því þegar Draumalandið var gefin út í Japan að fyrst bókin kæmi út í einu stærsta hagkerfi heims þá yrði ég að fara út,“ útskýrir Andri Snær sem er nýkominn að utan. Hann segir heimsóknina til Japans hafa verið einstaka upplifun og Tókýó vera skemmtilegustu borg sem hann hafi komið til. „Ég var viðbúinn menningarsjokkinu en mannmergðin var ótrúleg. Tískan þarna er líka mjög öfgafull og þarna er fjöldinn allur af stelpum klæddar eins og Lísa í Undralandi og hópar af strákum klæddir eins og Elvis Presley, þetta fólk er allt miklu svalara en við hérna í Evrópu. Þarna eru upphitaðar klósettsetur staðalbúnaður sem við Evrópubúar erum algjörlega að fara á mis við.“ Meðan á dvöl hans stóð kom Andri Snær fram í fjölda sjónvarps- og blaðaviðtala. Hann segist gjarnan hafa verið spurður út í efnahagskreppuna á Íslandi í viðtölunum og segir marga halda að landið sé rjúkandi rústir eftir bankahrunið. „Ég eyði miklum tíma í að leiðrétta ranghugmyndir um að þjóðin sé farin til fjandans og það sé ástæða að hafa áhyggjur af öðrum en okkur. En hins vegar bendi ég á að Ísland sé gott sýnidæmi um hvernig hugmyndafræði geti leitt fólk í ógöngur.“ Barnabók Andra Snæs, Blái hnötturinn, hefur nú verið gefin út í 21 landi og segist Andri Snær hafa stefnt að því að gefa hana út alls staðar í heiminum strax í upphafi. „Þetta hljómar eins og gorgeir af manni sem þá var að skrifa sína fyrstu barnabók. En ég vissi að hugmyndin var góð og ef ég gæti landað henni rétt þá yrði bókin góð. Sagan hefur verið sett upp sem leiksýning víða um heim og ég vissi fyrir víst að ég var orðinn frægur þegar leikritið var sett upp í alþjóðlegum skóla í Pakistan,“ segir Andri Snær og hlær. Rithöfundurinn mun taka sér frí frá ferðalögum þar til í byrjun næsta árs en þangað til ætlar hann að nýta tímann í ritstörf. Aðspurður segist hann vera með tvær nýjar bækur í smíðum auk leikrits sem hann skrifar ásamt Þorleifi Erni Arnarsyni, en leikritið er skrifað með aðstoð spjallrásar þar sem Þorleifur er staddur í Toronto. - sm Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Andri Snær Magnason hefur lifað lífi heimsborgarans á árinu og verið á stöðugu flandri undanfarna mánuði. Hann er loks kominn heim og hyggst taka sér smá frí frá ferðalögum. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason hefur verið á ferð og flugi undanfarna mánuði við að kynna hina vinsælu bók Draumalandið, sem kom nýverið út í Japan og Danmörku, en auk þess var barnabókin Blái hnötturinn gefin út í Kína og Litháen fyrir stuttu. Blái hnötturinn kom fyrst út árið 1999 en hefur verið uppseld hérlendis um nokkra hríð. Kvikmyndin Draumalandið var að auki frumsýnd í Amsterdam og í Berlín í nóvember síðastliðnum. „Maður hefur verið úti næstum mánaðarlega síðan í vor við að kynna eitthvað. Ég ákvað að taka heimsborgarann á þetta fyrst maður var byrjaður. Þegar Blái hnötturinn kom út í Japan á sínum tíma fór ég ekki til að fylgja henni eftir og þá er hætta á að bækurnar sökkvi og hverfi. Ég ákvað því þegar Draumalandið var gefin út í Japan að fyrst bókin kæmi út í einu stærsta hagkerfi heims þá yrði ég að fara út,“ útskýrir Andri Snær sem er nýkominn að utan. Hann segir heimsóknina til Japans hafa verið einstaka upplifun og Tókýó vera skemmtilegustu borg sem hann hafi komið til. „Ég var viðbúinn menningarsjokkinu en mannmergðin var ótrúleg. Tískan þarna er líka mjög öfgafull og þarna er fjöldinn allur af stelpum klæddar eins og Lísa í Undralandi og hópar af strákum klæddir eins og Elvis Presley, þetta fólk er allt miklu svalara en við hérna í Evrópu. Þarna eru upphitaðar klósettsetur staðalbúnaður sem við Evrópubúar erum algjörlega að fara á mis við.“ Meðan á dvöl hans stóð kom Andri Snær fram í fjölda sjónvarps- og blaðaviðtala. Hann segist gjarnan hafa verið spurður út í efnahagskreppuna á Íslandi í viðtölunum og segir marga halda að landið sé rjúkandi rústir eftir bankahrunið. „Ég eyði miklum tíma í að leiðrétta ranghugmyndir um að þjóðin sé farin til fjandans og það sé ástæða að hafa áhyggjur af öðrum en okkur. En hins vegar bendi ég á að Ísland sé gott sýnidæmi um hvernig hugmyndafræði geti leitt fólk í ógöngur.“ Barnabók Andra Snæs, Blái hnötturinn, hefur nú verið gefin út í 21 landi og segist Andri Snær hafa stefnt að því að gefa hana út alls staðar í heiminum strax í upphafi. „Þetta hljómar eins og gorgeir af manni sem þá var að skrifa sína fyrstu barnabók. En ég vissi að hugmyndin var góð og ef ég gæti landað henni rétt þá yrði bókin góð. Sagan hefur verið sett upp sem leiksýning víða um heim og ég vissi fyrir víst að ég var orðinn frægur þegar leikritið var sett upp í alþjóðlegum skóla í Pakistan,“ segir Andri Snær og hlær. Rithöfundurinn mun taka sér frí frá ferðalögum þar til í byrjun næsta árs en þangað til ætlar hann að nýta tímann í ritstörf. Aðspurður segist hann vera með tvær nýjar bækur í smíðum auk leikrits sem hann skrifar ásamt Þorleifi Erni Arnarsyni, en leikritið er skrifað með aðstoð spjallrásar þar sem Þorleifur er staddur í Toronto. - sm
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira