Beðið eftir hvíta tjaldinu 15. desember 2009 06:00 Vinsælir höfundar <B>Stefán Máni</B> hefur verið duglegur að selja kvikmyndaréttinn að bókum sínum; Skipið, Svartur á leik og Ódáðahraun eru allar komnar inn á borð hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum. Ameríkanar hafa verið áhugasamir um bækur <B>Ólafs Jóhanns Ólafssonar</B> en Liz Manne á réttinn að Höll minninganna og Steven Haft keypti Slóð fiðrildanna. <B>Kristín Helga</B> seldi kvikmyndaréttinn að bókinni Draugaslóð til ZikZak fyrr á þessu ári og Túndra keypti réttinn að Fólkinu í kjallaranum eftir <B>Auði Jónsdóttur</B>. Fyrir jólin berast iðulega fregnir af því að kvikmyndafyrirtæki kaupi kvikmyndarétt að skáldsögum. Ef kvikmynd ratar á hvíta tjaldið getur það haft mikið auglýsingagildi. Tuttugu og átta kvikmyndaréttir eru nú til taks hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins. Þrjár eru vel á veg komnir: Rokland, sem byggð er á bók Hallgríms Helgasonar, var í tökum fyrr á þessu ári, Svartur á leik eftir Stefán Mána fer í tökur á næsta ári þar sem Þorvaldur Davíð leikur aðalhlutverkið og Órói eftir Ingibjörgu Reynisdóttur er komin vel á veg. Hún var einnig í tökum á þessu ári en leikstjóri er Baldvn Z. Ein elsta myndin á listanum yfir bækur sem hafa verið seldar er Slóð fiðrildanna eða A Journey Home eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Upphaflega stóð til að Liv Ullman myndi leikstýra þeirri mynd og hjónakornin Jennifer Connelly og Paul Bettany höfðu verið ráðin til að leika aðalhlutverkin. Fréttir um að Connelly væri farin að læra íslensku fyrir hlutverkið bárust hingað til Íslands. Ullman datt aftur á móti út og Bille August var sagður eiga að leikstýra myndinni en fátt hefur gerst síðan þá. Hollywood-framleiðandinn Steven Haft á réttinn að myndinni. Til að byrja með er rétt að geta þess að þetta eru engir tugir milljóna sem þarna skipta um hendur. Kvikmyndaréttarsamningum hefur verið skipt í tvo flokka. Annars vegar leiga á rétti þar sem höfundur fær eina greiðslu á ári í einhvern tiltekinn tíma, oftast þrjú ár, og hins vegar beinhörð kaup á kvikmyndarétti. Þá fær höfundur eina greiðslu við undirskrift og aðra ef bókin verður síðan loks að kvikmynd. Fyrir tveimur árum var leigan í kringum 300 þúsund krónur á ári en þegar samið var um kaup á kvikmyndarétti fékk höfundurinn í kringum hálfa milljón við undirskrift og sömu upphæð ef kvikmyndin verður að veruleika. Á þessu ári hefur ekki verið neinn hörgull af fréttum um kvikmyndaréttasamninga. Konur eftir Steinar Braga reið á vaðið í október en þá keypti ZikZak réttinn að þeirri bók. ZikZak samdi einnig við Kristínu Helgu Gunnarsdóttur um gerð kvikmyndar eftir barnabókinni Draugaslóð. Í kjölfarið kom svo frétt um að Björn Brynjólfur Björnsson hefði samið við Viktor Arnar Ingólfsson um hugsanlega kvikmynd- eða sjónvarpsþáttaröð eftir Flateyjargátu. Samvinna þeirra tveggja hafði áður getið af sér sjónvarpsþáttaröðina Mannaveiðar sem sýnd var á RÚV. Nýverið var síðan greint frá tveimur samningum til viðbótar; annars vegar keypti Saga Film réttinn að Ódáðahrauni eftir Stefán Mána og svo blandaði skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sér óvænt inn í kvikmyndabransann ásamt Hrafnhildi Gunnarsdóttur frá Krumma Films og keypti réttinn að Baróninum eftir Þórarin Eldjárn. freyrgigja@frettabladid.is Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur. Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur adflk Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Fyrir jólin berast iðulega fregnir af því að kvikmyndafyrirtæki kaupi kvikmyndarétt að skáldsögum. Ef kvikmynd ratar á hvíta tjaldið getur það haft mikið auglýsingagildi. Tuttugu og átta kvikmyndaréttir eru nú til taks hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum samkvæmt lauslegri könnun Fréttablaðsins. Þrjár eru vel á veg komnir: Rokland, sem byggð er á bók Hallgríms Helgasonar, var í tökum fyrr á þessu ári, Svartur á leik eftir Stefán Mána fer í tökur á næsta ári þar sem Þorvaldur Davíð leikur aðalhlutverkið og Órói eftir Ingibjörgu Reynisdóttur er komin vel á veg. Hún var einnig í tökum á þessu ári en leikstjóri er Baldvn Z. Ein elsta myndin á listanum yfir bækur sem hafa verið seldar er Slóð fiðrildanna eða A Journey Home eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Upphaflega stóð til að Liv Ullman myndi leikstýra þeirri mynd og hjónakornin Jennifer Connelly og Paul Bettany höfðu verið ráðin til að leika aðalhlutverkin. Fréttir um að Connelly væri farin að læra íslensku fyrir hlutverkið bárust hingað til Íslands. Ullman datt aftur á móti út og Bille August var sagður eiga að leikstýra myndinni en fátt hefur gerst síðan þá. Hollywood-framleiðandinn Steven Haft á réttinn að myndinni. Til að byrja með er rétt að geta þess að þetta eru engir tugir milljóna sem þarna skipta um hendur. Kvikmyndaréttarsamningum hefur verið skipt í tvo flokka. Annars vegar leiga á rétti þar sem höfundur fær eina greiðslu á ári í einhvern tiltekinn tíma, oftast þrjú ár, og hins vegar beinhörð kaup á kvikmyndarétti. Þá fær höfundur eina greiðslu við undirskrift og aðra ef bókin verður síðan loks að kvikmynd. Fyrir tveimur árum var leigan í kringum 300 þúsund krónur á ári en þegar samið var um kaup á kvikmyndarétti fékk höfundurinn í kringum hálfa milljón við undirskrift og sömu upphæð ef kvikmyndin verður að veruleika. Á þessu ári hefur ekki verið neinn hörgull af fréttum um kvikmyndaréttasamninga. Konur eftir Steinar Braga reið á vaðið í október en þá keypti ZikZak réttinn að þeirri bók. ZikZak samdi einnig við Kristínu Helgu Gunnarsdóttur um gerð kvikmyndar eftir barnabókinni Draugaslóð. Í kjölfarið kom svo frétt um að Björn Brynjólfur Björnsson hefði samið við Viktor Arnar Ingólfsson um hugsanlega kvikmynd- eða sjónvarpsþáttaröð eftir Flateyjargátu. Samvinna þeirra tveggja hafði áður getið af sér sjónvarpsþáttaröðina Mannaveiðar sem sýnd var á RÚV. Nýverið var síðan greint frá tveimur samningum til viðbótar; annars vegar keypti Saga Film réttinn að Ódáðahrauni eftir Stefán Mána og svo blandaði skartgripahönnuðurinn Hendrikka Waage sér óvænt inn í kvikmyndabransann ásamt Hrafnhildi Gunnarsdóttur frá Krumma Films og keypti réttinn að Baróninum eftir Þórarin Eldjárn. freyrgigja@frettabladid.is Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur. Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur adflk
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira