Íslenski boltinn

Sölvi: Ég er fullur af sjálfstrausti og vil alltaf spila

Sölvi Geir Ottesen verður væntanlega í sviðsljósinu í kvöld þegar íslenska landsliðið mætir Liechtenstein í æfingaleik á Laugardalsvellinum en leikurinn hefst klukkan 19.30. Sölvi Geir er að fara að spila sinn fyrsta landsleik sem leikmaður FCK frá Kaupmannahöfn en hann hefur byrjað vel með dönsku meisturunum á þessu tímabili.

Íslenski boltinn

Kvennalið Blika missir fimm lykilmenn

Breiðablik er að missa fimm leikmenn sem hafa verið lykilmenn í liðinu í sumar. Þetta eru Greta Mjöll Samúelsdóttir, Hekla Pálmadóttir, Sandra Sif Magnúsdóttir Maura Q Ryan og markmaðurinn Katherine Loomis.

Íslenski boltinn

Eiður Smári talar ekki við íslenska fjölmiðla

Eiður Smári Guðjohnsen var hvergi sjáanlegur við upphaf morgunæfingar íslenska A-landsliðsins í fótbolta á Framvellinum í dag en KSÍ bauð þá íslenskum fjölmiðlum aðgengi að landsliðsmönnunum í tilefni af vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á morgun.

Íslenski boltinn

Halldór: Við erum ekkert hættir að fagna

„Ég er gríðarlega sáttur, þetta var virkilega erfiður vinnusigur þar sem við hlupum úr okkur lungun. Við vissum að ef við myndum ná sigri í dag myndum við skilja við fallbaráttuna og því er þetta virkilega sætur sigur.

Íslenski boltinn