Íslenski boltinn

Haraldur: Það vantaði herslumuninn

„Ég er enginn hetja, það eru 11 menn inná vellinum í einu og við stóðum okkur allir vel í kvöld, en það vantaði herslumuninn,“ sagði Haraldur Björnsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld.

Íslenski boltinn

Ragnar Hauksson gengur til liðs við Þór

Þórsarar hafa fengið liðstyrk fyrir átökin framundan í Pepsi-deild karla. Sóknarmaðurinn Ragnar Hauksson hefur gengið til liðs við félagið. Unnsteinn Jónsson formaður knattspyrnudeildar Þórs staðfesti þetta við Vísi fyrir stundu.

Íslenski boltinn

Valur getur endurheimt efsta sætið

Valsmenn geta endurheimt toppsætið í Pepsi-deild karla í knattspyrnu takist liðinu að leggja Stjörnumenn að velli á Hlíðarenda í kvöld. KR-ingar skutust upp fyrir Valsmenn með 3-0 sigri á Fylki í gærkvöld.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Valsmenn náðu ekki að endurheimta toppsætið

Valur og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 10.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Hlíðarenda. Valsmenn áttu möguleika á því að komast á toppinn í deildinni en Stjörnumenn komu í veg fyrir það og jafntefli niðurstaðan. Stjarnan var mun sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og Valsmenn voru heppnir að fá stig úr leiknum, en markvörður þeirra Haraldur Björnsson átti frábæran leik og bjargaði þeim oft á tíðum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni

Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast.

Íslenski boltinn

Fallslagur í Laugardalnum og Valur gæti komist á toppinn

Þrír leikir fara fram í kvöld í Pepsi-deild karla þegar 10. umferð lýkur. Valur og Stjarnan eigast við á Vodafonevellinum en Valsmenn geta með sigri náð efsta sætinu af KR-ingum sem eiga reyndar einn leik til góða á Val. Leikurinn hefst kl. 20.00 og verðu hann í beinni útsendingu á Stöð2 sport. Farið verður yfir öll helstu atvikin og mörkin úr 10. umferð í Pepsimörkunum kl. 22.00 á Stöð 2 sport.

Íslenski boltinn

Tryggvi nálgast met Inga Björns, 120 mörk

Eyjamaðurinn, Tryggvi Guðmundsson, nálgast markametið í efstu deild karla óðum, en Tryggvi hefur nú skorað 120 mörk í efstu deild. Ingi Björn Albertsson skoraði 126 mörk í efstu deild og því vantar Tryggva aðeins sjö mörk til að bæta metið.

Íslenski boltinn

Myndaveisla af Kópavogsvelli

Breiðablik lagði Þór 4-1 í blíðskaparveðri í Kópavogi í gær. Sigurinn var gott veganesti fyrir Blika sem mæta Rosenborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á miðvikudag. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis var á vellinum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Eyjamenn lögðu FH-inga í Eyjum

ÍBV vann 3-1 sigur á FH í leik liðanna á Hásteinsvelli í dag. Eyjamenn voru sterkari aðilinn og unnu sanngjarnan sigur. ÍBV er með sigrinum komið í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig en FH-ingar hafa 15 stig í því fjórða.

Íslenski boltinn