Íslenski boltinn

Keimlíkir - annar Þórsari en hinn KR-ingur

Nafnarnir Arnar Logi Tómasson, KR-ingur, og Arnar Logi Viðarsson, Þórsari, hittust á Norðurálsmótinu á Akranesi fyrr í sumar. Þeir eru nauðalíkir í útliti, fæddir sama árið og í sama mánuðinum. Þeir eru áhugasamir um fótbolta þótt þeir styðji sitthvort liðið.

Íslenski boltinn

Atli Sigurjónsson: Við erum vanir þessu

Atli Sigurjónsson leikmaður Þórs gefur lítið fyrir að Akureyringar verði á nálum þegar þeir mæta KR í úrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu á morgun. Hann segir leikinn hljóta að vera stóra stund fyrir Akureyrarbæ.

Íslenski boltinn

Guðmundur leggur flest upp í Pepsi-deildinni

Guðmundur Steinarsson hefur ekki skoraði í 805 mínútur í Pepsi-deildinni en hefur á sama tíma tekið forystuna á listanum yfir þá sem hafa átt flestar stoðsendingar. Guðmundur ætlar að bæta tvö félagsmet í næsta leik Keflavíkur.

Íslenski boltinn

Heimir Hallgrímson fær UEFA Pro þjálfaragráðu

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla, hefur útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu. Heimir, sem starfar dagsdaglega sem tannlæknir, er áttundi Íslendingurinn til þess að útskrifast með gráðuna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Hversu langt getur liðið sokkið?

Íslenska landsliðið í fótbolta beið afhroð í vináttulandsleik á móti Ungverjum í Búdapest í gærkvöldi en liðið steinlá 0-4 og hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ungverjar refsuðu íslensku strákunum fyrir mistökin og brutu á endanu

Íslenski boltinn

Niðurlæging í Búdapest

Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.

Íslenski boltinn

Stelpurnar hafa sýnt okkur áhuga

Jesper Holdt Jensen, danski miðjumaðurinn hjá Stjörnunni, fór á kostum í 5-1 sigri Garðbæinga á Þór á sunnudaginn. Jesper skoraði eitt mark, lagði upp tvö og er leikmaður 14. umferðar að mati Fréttablaðsins.

Íslenski boltinn

Sárt að þurfa að segja sig úr landsliðshópnum

Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn.

Íslenski boltinn

Stjörnukonur komnar með sjö stiga forskot á toppnum

Stjörnukonur stigu stórt skref í átt að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagins með því að vinna 3-2 sigur á KR í Vesturbænum í kvöld. Stjarnan er nú komið með sjö stiga forskot á toppnum þar sem að Valskonur töpuðu stigum yfir norðan. Það urðu óvænt úrslit í Kópavoginum þegar nýliðar Grindavíkur unnu sinn annan leik í röð og komust þar með af botninum.

Íslenski boltinn

Þór/KA náði stigi á móti Val með marki úr víti í uppbótartíma

Valur tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Þórsvellinum í kvöld þegar Þór/KA og Valur gerðu 1-1 jafntefli í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna. Mateja Zver tryggði Þór/KA stig með því að jafna metin úr vítaspyrnu á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Staða Stjörnunnar á toppnum gæti því vænkast enn frekar eftir þessa umferð.

Íslenski boltinn