Íslenski boltinn

FH-grýla hjá Magnúsi Gylfasyni - 1 stig af 27 mögulegum

Það hefur ekki gengið vel hjá liðum Magnúsar Gylfasonar á móti FH í efstu deild karla. Magnús mætir með Eyjamenn í Kaplakrikann í kvöld en leiknum var frestað í byrjun júlí vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppninni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.00.

Íslenski boltinn

Kristinn dæmir hjá Marseille á morgun

Knattspyrnudómarinn Kristinn Jakobsson hefur fengið verkefni í Evrópudeildinni í fótbolta en hann mun dæma seinni leik Marseille og FK Sheriff frá Moldavíu í Evrópudeild UEFA sem fram í á Stade Velodrome í Marseille í Frakklandi á morgun.

Íslenski boltinn

Engin norsk sjónvarpsstöð vill sýna leik Íslands og Noregs

Ísland og Noregur mætast í fyrsta leik undankeppni HM 2014 á Laugardalsvellinum í næstu viku og vanalega er mikil spenna í Noregi fyrir leikjum fótboltalandsliðsins en svo er ekki nú. Það vill nefnilega engin norsk sjónvarpsstöð sýna leikinn og Norðmenn verða því að skella sér til Íslands ætli þeir að sjá leikinn.

Íslenski boltinn

Góður möguleiki í báðum leikjum

Ísland á góðan möguleika á að leggja bæði Noreg og Kýpur að velli í fyrstu landsleikjum liðsins í undankeppni HM 2014 að mati þjálfarans Lars Lagerbäck. Óvissa ríkir um þátttöku Kolbeins Sigþórssonar.

Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 17. umferð

Tveir síðustu leikirnir í 17. umferð Pepsi-deildar karla fóru fram í kvöld þar sem KR og Fram skildu jöfn, 1-1. Valsmenn gerðu góða ferð til Keflavíkur og lögðu heimamenn 4-0. Í myndbandinu má sjá öll mörkin og tilþrifin úr leikjunum í 17. umferð. Myndbandið var sýnt í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport. Tónlistin er frá Kavinsky - Road Game heitir lagið.

Íslenski boltinn

Guðjón: Það þarf kraftaverk

"Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikurinn en það voru ágætir kaflar í honum. Það var þungt að þurfa að tapa þessu. Við erum í erfiðri stöðu,“ sagði Guðjón Þórðarson þjálfari Grindavíkur eftir tapleikinn gegn ÍA í kvöld.

Íslenski boltinn