Íslenski boltinn

Stóra stundin er runnin upp

Boltinn byrjar að rúlla í Pepsi-deild karla á morgun en opnunarleikur Íslandsmótsins verður leikur ÍBV og ÍA í Vestmannaeyjum. Spekingar Fréttablaðsins spá því að FH verji Íslandsmeistaratitill sinn frá því í fyrra en mörg sterk lið standa í veginum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fram 1-2

Fram vann fínan sigur, 2-1, á Víking Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu og byrja nýliðarnir á tapi í ár. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur og komu öll mörk leiksins á fyrstu 45 mínútunum. Síðari hálfleikurinn náði aldrei neinu flugi og fátt markvert gerðist í hálfleiknum. Almarr Ormarsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson gerði sitt markið hvor fyrir Fram í leiknum en Steinar Már Ragnarsson skoraði eina mark Víkings.

Íslenski boltinn

Litríkari toppbarátta

Pepsi-deild karla hefst á morgun en eftir tvö svart-hvít sumur í röð en von fjölmennari toppbaráttu í sumar þar sem fjögur lið þykja líklegust til afreka.

Íslenski boltinn

Gætu refsað fyrir tíst

Knattspyrnusamband Íslands hefur sent þau skilaboð til félaga hér á landi að brýna fyrir leikmönnum, þjálfurum og öðru starfsfólki að hegða sér vel á samfélagsmiðlum.

Íslenski boltinn

James Hurst í Val

Valur hefur gengið frá samningi við enska bakvörðinn James Hurst. Hurst lék með ÍBV í efstu deild sumarið 2011 og stóð sig vel.

Íslenski boltinn

Enn snjór fyrir norðan

Forsvarsmenn knattspyrnudeildar KA á Akureyri hafa undanfarin þrjú ár skellt sér á Akureyrarvöll og myndað ástand vallarins. Óhætt er að segja að ástandið hafi oft verið betra.

Íslenski boltinn

Sandra laus við hækjurnar

Landsliðskonan Sandra María Jessen var ekki í leikmannahópi Þórs/KA gegn Stjörnunni í gær. Sandra meiddist á hné í upphafi apríl og hefur verið á hækjum síðan.

Íslenski boltinn