Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur Ó. - Fram 1-2 Stefán Árni Pálsson á Ólafsvíkurvelli skrifar 5. maí 2013 00:01 Fram vann fínan sigur, 2-1, á Víking Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu og byrja nýliðarnir á tapi í ár. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur og komu öll mörk leiksins á fyrstu 45 mínútunum. Síðari hálfleikurinn náði aldrei neinu flugi og fátt markvert gerðist í hálfleiknum. Almarr Ormarsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson gerði sitt markið hvor fyrir Fram í leiknum en Steinar Már Ragnarsson skoraði eina mark Víkings. Leikurinn hófst heldur rólega en Framarar voru samt sem áður alltaf einu skrefi á undan. Það virtist vera ákveðin taugatitringur í liði heimamanna en liðið að leika sinn fyrsta leik í efstu deild. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, gerði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega tíu mínútna leik en hann fékk boltann í miðjum vítateig Víkings og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Leikurinn róaðist nokkuð eftir mark Framara, en gestirnir náðu að skora annað mark leiksins þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum en þar var að verki Bjarni Hólm Aðalsteinsson sem þrumaði boltanum í netið. Víkingar neituðu að gefast upp og náðu eftir mikla baráttu að minnka muninn aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Steinar Már Ragnarsson skoraði laglegt mark. Staðan var 2-1 fyrir Fram í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst heldur rólega og voru liðin lengi í gang. Framarar voru ívið sterkari til að byrja með í hálfleiknum og voru líklegir að skora þriðja mark liðsins. Gestirnir náðu ekki að skora fleiri mörk í leiknum en heimamenn náðu aftur á móti ekki að jafna metin og því niðurstaðan fínn sigur Framara 2-1. Framarar hafa ekki byrjað vel á Íslandsmótinu undanfarinn tímabil og því var sigurinn virkilega mikilvægur fyrir Safamýrapilta. Þorvaldur: Ánægjulegt að byrja á sigri„Það er virkilega ánægjulegt að byrja tímabilið á sigri,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Við vorum vel tilbúnir í þennan leik og gríðarlega einbeittir. Menn gerðu bara mjög vel í dag.“ „Við vorum með öll völd á vellinum í dag og áttum aldrei að hleypa þeim inn í leikinn þegar þeir minnka muninn.“ „Það er alltaf hættulegt að vera með 2-1 forystu og sérstaklega í svona aðstæðum eins og í dag. Það blés mikið og auðveld að fá á sig mörk í svona aðstæðum.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þorvald hér að ofan. Guðmundur Steinn: Gerðist ekkert hjá okkur í síðari hálfleiknum„Við mættum bara alls ekki klárir í þennan leik,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, eftir tapið í dag. „Veit ekki hvort spennustigið hafi verið of hátt hjá leikmönnum, ég bara skil þetta ekki í raun. Við klúðruðum leiknum á fyrsta hálftímanum.“ „Framarar mættu ákveðnari og voru tilbúnir í öll návígi, við vorum aftur á móti allt of mikið til baka og gáfum þeim of mikið pláss.“ „Við náum síðan að minnka muninn sem sýnir ákveðin styrk að koma til baka í stað þess að koðna bara niður.“ „Það gerðist ekkert hjá okkur í síðari hálfleiknum og því fór sem fór. Þetta er bara fyrsti leikurinn og við erum hvergi nærri hættir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Almarr: Frábært að ná í þrjú stig á þessum velli„Það er virkilega gott að ná í þrjú stig hér á þessum erfiða útivelli,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn í dag. „Þó að þetta sé nýtt lið í deildinni þá eiga þeir eftir að ná í fullt af stigum á þessum velli í sumar. Þeir börðust allan leikinn en við vorum einfaldlega ákveðnari og áttum þennan sigur fyllilega skilið.“ „Ég hefði viljað fara með 2-0 forystu inn í hálfleikinn en það gekk ekki eftir og við hleyptum þeim óþarflega nálægt okkur.“ „Það bætti aðeins í vindinn í síðari hálfleiknum og það sást á spilamennsku beggja liða, en gott að ná þessum sigri í hús.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Almarr með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Fram vann fínan sigur, 2-1, á Víking Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu og byrja nýliðarnir á tapi í ár. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur og komu öll mörk leiksins á fyrstu 45 mínútunum. Síðari hálfleikurinn náði aldrei neinu flugi og fátt markvert gerðist í hálfleiknum. Almarr Ormarsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson gerði sitt markið hvor fyrir Fram í leiknum en Steinar Már Ragnarsson skoraði eina mark Víkings. Leikurinn hófst heldur rólega en Framarar voru samt sem áður alltaf einu skrefi á undan. Það virtist vera ákveðin taugatitringur í liði heimamanna en liðið að leika sinn fyrsta leik í efstu deild. Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, gerði fyrsta mark leiksins eftir rúmlega tíu mínútna leik en hann fékk boltann í miðjum vítateig Víkings og afgreiddi boltann snyrtilega í netið. Leikurinn róaðist nokkuð eftir mark Framara, en gestirnir náðu að skora annað mark leiksins þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum en þar var að verki Bjarni Hólm Aðalsteinsson sem þrumaði boltanum í netið. Víkingar neituðu að gefast upp og náðu eftir mikla baráttu að minnka muninn aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Steinar Már Ragnarsson skoraði laglegt mark. Staðan var 2-1 fyrir Fram í hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst heldur rólega og voru liðin lengi í gang. Framarar voru ívið sterkari til að byrja með í hálfleiknum og voru líklegir að skora þriðja mark liðsins. Gestirnir náðu ekki að skora fleiri mörk í leiknum en heimamenn náðu aftur á móti ekki að jafna metin og því niðurstaðan fínn sigur Framara 2-1. Framarar hafa ekki byrjað vel á Íslandsmótinu undanfarinn tímabil og því var sigurinn virkilega mikilvægur fyrir Safamýrapilta. Þorvaldur: Ánægjulegt að byrja á sigri„Það er virkilega ánægjulegt að byrja tímabilið á sigri,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Við vorum vel tilbúnir í þennan leik og gríðarlega einbeittir. Menn gerðu bara mjög vel í dag.“ „Við vorum með öll völd á vellinum í dag og áttum aldrei að hleypa þeim inn í leikinn þegar þeir minnka muninn.“ „Það er alltaf hættulegt að vera með 2-1 forystu og sérstaklega í svona aðstæðum eins og í dag. Það blés mikið og auðveld að fá á sig mörk í svona aðstæðum.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Þorvald hér að ofan. Guðmundur Steinn: Gerðist ekkert hjá okkur í síðari hálfleiknum„Við mættum bara alls ekki klárir í þennan leik,“ sagði Guðmundur Steinn Hafsteinsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, eftir tapið í dag. „Veit ekki hvort spennustigið hafi verið of hátt hjá leikmönnum, ég bara skil þetta ekki í raun. Við klúðruðum leiknum á fyrsta hálftímanum.“ „Framarar mættu ákveðnari og voru tilbúnir í öll návígi, við vorum aftur á móti allt of mikið til baka og gáfum þeim of mikið pláss.“ „Við náum síðan að minnka muninn sem sýnir ákveðin styrk að koma til baka í stað þess að koðna bara niður.“ „Það gerðist ekkert hjá okkur í síðari hálfleiknum og því fór sem fór. Þetta er bara fyrsti leikurinn og við erum hvergi nærri hættir.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Almarr: Frábært að ná í þrjú stig á þessum velli„Það er virkilega gott að ná í þrjú stig hér á þessum erfiða útivelli,“ sagði Almarr Ormarsson, leikmaður Fram, eftir sigurinn í dag. „Þó að þetta sé nýtt lið í deildinni þá eiga þeir eftir að ná í fullt af stigum á þessum velli í sumar. Þeir börðust allan leikinn en við vorum einfaldlega ákveðnari og áttum þennan sigur fyllilega skilið.“ „Ég hefði viljað fara með 2-0 forystu inn í hálfleikinn en það gekk ekki eftir og við hleyptum þeim óþarflega nálægt okkur.“ „Það bætti aðeins í vindinn í síðari hálfleiknum og það sást á spilamennsku beggja liða, en gott að ná þessum sigri í hús.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Almarr með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira