Íslenski boltinn

Vilhjálmur Darri: Dauðskammast mín

Vilhjálmur Darri Einarsson, leikmaður KV, fór mjög niðrandi orðum um þjálfarann sinn eftir að hafa verið skipt af velli í leik í Reykjavíkurmóti karla í gær en fótbolti.net birti frétt og myndband af því þegar leikmaðurinn hraunaði yfir þjálfara sinn Pál Kristjánsson.

Íslenski boltinn

Kári Ársælsson til liðs við Djúpmenn

BÍ/Bolungarvík og Kári Ársælsson hafa komist að samkomulagi um að sá síðarnefndi leiki með liðinu á komandi keppnistímabili. Kári skrifaði undir eins árs samning við félagið og mun leika sinn fyrsta leik núna á laugardaginn gegn Selfoss í fotbolti.net mótinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Djúpmanna.

Íslenski boltinn

Arnór Sveinn kominn heim í Breiðablik

Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik og mun spila með Kópavogsliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Knattspyrnudeild Breiðabliks.

Íslenski boltinn

Þorsteinn Már með bæði mörk KR-inga

Íslandsmeistarar KR byrja tímabilið vel en þeir unnu 2-0 sigur á ÍR í kvöld í fyrsta leik liðanna á Reykjavíkurmótinu í fótbolta. Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði bæði mörk KR-liðsins í leiknum sem fór fram í Egilshöllinni.

Íslenski boltinn

Elísa verður ekki með ÍBV í sumar

Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði og lykilmaður kvennaliðs ÍBV, mun ekki spila með ÍBV-liðinu í Pepsi-deild kvenna í fótbolta á komandi tímabili en þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu Elísu og ÍBV.

Íslenski boltinn