Handbolti

Sigurbergur: Auðveldara en ég átti von á

„Ég var búinn að undirbúa mig mjög vel og náði afar góðri byrjun sem var frábært," sagði Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson en hann spilaði líkt og hann væri andsetinn á fyrstu mínútum leiks Hauka og HK í Eimskipsbikarnum.

Handbolti

Lemgo lá heima

Íslendingaliðið Lemgo er í vondum málum í EHF-keppninni eftir þriggja marka tap á heimavelli fyrir portúgalska liðinu Benfica.

Handbolti

Fram skellti Tresnjevka

Kvennalið Fram í handknattleik stendur vel að vígi eftir fyrri leikinn gegn króatíska liðinu Tresnjevka í Áskorendakeppni Evrópu.

Handbolti

N1-deild kvenna: FH lagði HK

Einn leikur fór fram í N1-deild kvenna í dag er FH sótti lið HK heim. Bæði lið þurftu nauðsynlega á stigum að halda en það voru gestirnir sem fóru heim í Fjörðinn með bæði stigin.

Handbolti

Dagur áfram með Austurríki

Dagur Sigurðsson hefur framlengt samningi sínum við austurríska handknattleikssambandið fram á sumar. Þá leikur Austurríki tvo leiki um að komast á HM í Svíþjóð.

Handbolti

Framkonur í Höllina í fyrsta sinn í ellefu ár

Fram tryggði sér sæti í úrslitaleik Eimskipsbikars kvenna í handbolta með 20-29 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld. Fram mætir annaðhvort Val eða Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn.

Handbolti

Alexander á leið til Fuchse Berlin

Flensburg staðfesti í dag að íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petersson væri á förum frá félaginu. Sjálfur hafði Alexander lýst því yfir að hann ætlaði sér að yfirgefa félagð í sumar.

Handbolti

Bjarni Fritzson: Ég var alls ekki ánægður með liðið

„Þetta var skemmtilegur leikur og gaman að spila en því miður vorum við einu marki slakari að þessu sinni", sagði FH-ingurinn, Bjarni Fritzson eftir sárt tap gegn Haukum í Hafnarfjarðaslagnum sem fram fór í kvöld. Leiknum lauk 24-25, Haukum í vil.

Handbolti

Umfjöllun: Björgvin hetja Haukanna í Hafnarfjarðaslagnum

Í kvöld fór fram Hafnarfjarðaslagur í N1-deild karla í handbolta er FH tók á móti Haukum í Kaplakrika. FH-ingar byrjuðu veisluna snemma og gæddu sér á grilluðum hamborgurum á meðan þeir bræður Friðrik Dór og Jón Ragnar spiluðu og sungu til að koma áhorfendum í rétta skapið. Það reyndist þó ekki nóg því Björgvin Þór Hólmgeirsson stal sigrunum fyrir Hauka á loka sekúndu leiksins og allt varð brjálað í Hafnarfirði.

Handbolti

Rúnar: Sýndum úr hverju við erum gerðir

Rúnar Sigtryggsson þjálfari Akureyrar var brosmildur eftir burstið gegn Gróttu. Eftir slæmt tap gegn FH í síðustu umferð sneri Akureyri taflinu við og hleypti Gróttu aldrei inn í leikinn. Lokatölur 33-19.

Handbolti

Guðlaugur: Dagsskipunin var massífur varnarleikur

Guðlaugur Arnarsson batt saman vörn Akureyrar í kvöld af mikilli festu. Vörn liðsins lagði grunninn að fjórtán marka sigri á Gróttu, 33-19. Leikurinn var aldrei spennandi eins og tölurnar gefa augljóslega til kynna. Guðlaugur segir þó að sigurinn hafi ekki verið alveg jafn auðveldur og hann leit út fyrir að vera.

Handbolti

Björgvin hetja Haukanna í Hafnarfjarðarslagnum

Björgvin Þór Hólmgeirsson tryggði Haukum 25-24 sigur á FH í æsispennandi Hafnarfjarðarslag í Kaplakrika í kvöld. Þetta er þriðji sigur Haukanna á FH í vetur þar af tveir þeir síðustu unnist með minnsta mun.

Handbolti

Umfjöllun: Akureyringar kjöldrógu sorglega lélega Gróttumenn

Akureyri tók Gróttu í kennslustund norðan heiða í kvöld. Miðað við meðalaldur Gróttuliðsins ætti reyndar ekki að þurfa að kenna þeim neitt en liðið var sorglega lélegt og virtist ekki nenna að spila í kvöld. Akureyringar léku við hvern sinn fingur og hefðu getað unnið með meira en fjórtán mörkum, lokatölur 33-19.

Handbolti