Handbolti

Alexander á leið til Fuchse Berlin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander skiptir um félag í Þýskalandi.
Alexander skiptir um félag í Þýskalandi. Mynd/Vilhelm

Flensburg staðfesti í dag að íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petersson væri á förum frá félaginu. Sjálfur hafði Alexander lýst því yfir að hann ætlaði sér að yfirgefa félagð í sumar.

Samkvæmt heimildum Flensburg Avis er Alexander á leiðinni til Fuchse Berlin og verður að sögn blaðsins tilkynnt um komu hans til félagsins í dag.

Hjá Berlin hittir Alexander fyrir tvo Íslendinga því Dagur Sigurðsson þjálfar liðið og Rúnar Kárason leikur með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×