Handbolti

Kiel tapaði á heimavelli fyrir Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron átti flottan leik í dag.
Aron átti flottan leik í dag.

Barcelona hrifsaði toppsætið af Kiel í riðli félaganna í Meistaradeildinni með því að leggja þýska liðið á útivelli, 30-32.

Þetta var fyrsta tap Kiel í Meistaradeildinni í vetur en liðið hefur verið að gefa nokkuð eftir á nýju ári.

Aron Pálmarsson átti flottan leik fyrir Kiel og skoraði 7 mörk í leiknum.

Barcelona á toppi riðilsins með 12 stig, Kiel er með 11 og Ademar Leon með 9.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×