Handbolti

Guðjón Valur frá í 2-3 mánuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson spilar ekki handbolta næstu vikurnar enda er hann á leið undir hnífinn á fimmtudag.

Guðjón er á leið í aðgerð á hné en hann hefur verið að glíma við þessi hnémeiðsli í langan tíma.

„Það var bara kominn tími á að láta laga þetta. Það er ekki hægt að burðast með þetta endalaust. Maður verður stundum að vera skynsamur og hlusta á líkamann," sagði Guðjón Valur sem tekur tíðindinum með stóískri ró.

„Batinn hefst í hausnum og ég er vel innstilltur í að leggja á mig mikla vinnu til þess að fá mig góðan."

Nánar er rætt við Guðjón Val í Fréttablaðinu á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×