Handbolti

Jicha leikmaður ársins hjá lesendum Handball Woche

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Lesendur þýska handboltatímaritsins Handball Woche hafa kosið Tékkann Filip Jicha sem leikmann ársins.

Jicha, sem er leikmaður Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leikur með, fékk 6.255 atkvæði í kjörinu.

Í öðru sæti varð franski markvörðurinn Thierry Omeyer en hann leikur einnig með Kiel. Þýski landsliðsmaðurinn Lars Kaufmann varð þriðji í kjörinu.

Frakkinn Nikola Karabatic hafði unnið þetta kjör síðustu tvö ár en hann yfirgaf herbúðir Kiel í sumar og fór heim til Frakklands.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×