Handbolti

Flensburg marði Magdeburg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lars Christiansen fagnar marki í dag.
Lars Christiansen fagnar marki í dag.

Flensburg og Magdeburg mættust í hörkuleik í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Flensburg hafði þar betur, 27-24.

Lars Christiansen var markahæstur hjá Flensburg með 7 mörk en þeir Lasse Boesen, Oscar Carlen og Lasse Svan Hansen skoruðu allir 4 mörk.

Andreas Rojewski var allt í öllu hjá Magdeburg með 8 mörk.

Alexander Petersson komst ekki á blað hjá Flensburg og mun líklega ekki fá margar mínútur hjá félaginu það sem eftir lifir vetrar þar sem hann hefur ákveðið að ganga í raður Fuchse Berlin næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×