Handbolti

Strákarnir hans Dags töpuðu fyrsta leiknum eftir EM-fríið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vignir Svavarsson og félagar í Lemgo fögnuðu sigri í kvöld.
Vignir Svavarsson og félagar í Lemgo fögnuðu sigri í kvöld. Mynd/GettyImages
TBV Lemgo vann 31-25 sigur á Füchse Berlin í eina leik þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin áttu möguleika að ná Lemgo að stigum í sjöunda sæti deildarinnar.

Þetta var fyrsti leikur Füchse Berlin síðan að Dagur Sigurðsson snéri til baka til liðsins eftir að hafa náð frábærum árangri með landslið Austurríkis á Evrópumótinu. Lemgo var með frumkvæðið allan leikinn og var 16-14 yfir í hálfleik.

Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir TBV Lemgo sem fór upp fyrir VfL Gummersbach og í 6. sætið með þessum sigri. Logi Geirsson komst ekki á blað hjá Lemgo í leiknum en Rúnar Kárason skoraði tvö mörk fyrir Füchse Berlin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×