Handbolti

Enginn er búinn undir svona áfall

Lífið hjá hinum 32 ára gamla Hannesi Jóni Jónssyni tók óvænta stefnu fyrir um sex vikum. Þá var hann greindur með krabbamein en illkynja æxli fannst í þvagblöðrunni. Hannes var settur í aðgerð daginn eftir þar sem þrjú illkynja æxli voru fjarlægð.

Handbolti

Þjálfari Svartfellinga er með liðið sitt í felum

Íslenska kvennalandsliðið er á leiðinni til Serbíu þar sem Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Fyrsti mótherji íslenska landsliðsins er lið Svartfjallalands en þar er á ferðinni silfurliðið frá Ólympíuleikunum í London.

Handbolti

Sebrahestarnir slátruðu ljónunum

Sebrahestarnir frá Kiel voru fyrstir til þess að leggja Rhein-Neckar Ljónin í þýsku deildinni í kvöld. Meistarar Kiel gerðu gott betur því þeir hreinlega slátruðu lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar, 17-28. Kiel komst með sigrinum upp í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar á nýjan leik.

Handbolti

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 30-30

Valur og Afturelding skildu jöfn í hörkuleik á Hlíðarenda í kvöld. Mikil spenna var nær allan leikinn og jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Valsmenn sitja áfram í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stig en Mosfellingar verma enn botnsætið með sex stig eftir tíu leiki.

Handbolti

Uppgjör gömlu herbergisfélaganna

Stórleikur ársins í þýska handboltanum fer fram í kvöld. Þá tekur topplið deildarinnar, Rhein-Neckar Löwen, á móti Þýskalandsmeisturum Kiel. Löwen er búið að vinna alla leiki sína í deildinni en Kiel hefur gert eitt jafntefli og situr í öðru sæti, aðeins stigi á eftir Löwen.

Handbolti

Berlin vann í Magdeburg

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin komust upp í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með naumum sigri, 31-33, á Magdeburg í mögnuðum leik.

Handbolti

Ágúst: Verður mjög erfitt

Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær hvaða leikmenn munu bera uppi heiður Íslands á Evrópumeistaramóti kvenna sem hefst í Serbíu næstu viku. Markvörðurinn Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir og skyttan Birna Berg Haraldsdóttir misstu sæti sitt í hópnum í lokaniðurskurðinum. Áður höfðu Elísabet Gunnarsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Sunneva Einarsdóttir lent undir niðurskurðarhnífnum ásamt því að Þorgerður Anna Atladóttir dró sig úr hópnum af persónulegum ástæðum.

Handbolti

Fínn útisigur hjá GUIF

Íslendingaliðið Eskilstuna GUIF styrkti stöðu sína í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með góðum útisigri í kvöld.

Handbolti

Dröfn óvænt í EM-hópnum

Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, tilkynnti í dag hvaða sextán leikmenn fara á Evrópumeistaramótið í Serbíu sem hefst í næsta mánuði.

Handbolti

Emsdetten steinlá

Emsdetten sem Ólafur Bjarki Ragnarsson og Ernir Hrafn Arnarson leika með tapaði á útivelli gegn Hüttenberg, 28-22, í þýsku b-deildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti

Guðmundur og Alexander standa vel að vígi

Rhein-Neckar Löwen, lið Guðmundar Guðmundssonar og Alexanders Peterssonar, sigraði gríska liðið Diomidis Arous 37-17 í fyrri leik liðanna í þriðju umferð EHF-bikarsins. Alexander skoraði ekki í leiknum.

Handbolti

Lærisveinar Aðalsteins sigruðu

Eisenach sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari í þýsku b-deildinni í handbolta marði Hamm-Westfalen 31-30 á heimavelli sínum í kvöld. Eisenach fór þar með upp í 19 stig í þriðja sæti deildarinnar. Hamm-Westfalen er í 16. sæti af 20 liðum.

Handbolti

Þórir og félagar enn ósigraðir

Þórir Ólafsson var ekki á meðal markaskorara pólska liðsins Vive Targi Kielce sem er enn með fullt hús stiga í C-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir eins marks sigur á Metalurg frá Makedoníu 21-20.

Handbolti

Sterkt vígi Haukanna

Einn leikur fer fram í N1-deild karla í dag þegar Haukar taka á móti ÍR að Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 15.00.

Handbolti

Svekkjandi tap hjá Sverre

Sverre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt þurftu að játa sig sigraða gegn Neuhausen í miklum fallbaráttuslag í þýsku úrvalsdeildinni.

Handbolti