Handbolti

Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad héldu í toppsætið

SÁP skrifar
Ólafur Guðmundsson í leik með FH
Ólafur Guðmundsson í leik með FH
Tveir leikir fóru fram í þrettándu umferð sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær og var Ólafur Guðmundsson í eldlínunni.

Lið Ólafs, Kristianstad, fengu Ystad í heimsókn. Leikurinn var í raun aldrei spennandi en Kristianstad vann öruggan sigur 31-25 eftir að staðan hafði verið 14-10 í hálfleik.

Ólafur Guðmundsson gerði tvö mörk fyrir heimamenn í leiknum en Kristianstad er enn á topp deildarinnar með 23 stig.

Lugi léku gegn Drott í gær og unnu 36-30 en Lugi eru í öðru sæti deildarinnar með 21 stig. Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í Guif eru síðan í því þriðja með 18 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×